Öryggi í óbyggðum Einar Birkir Einarsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Umsjón með öryggismálum á ferðamannastöðum í óbyggðum landsins er óljós. Slys hafa orðið og er fátt gert til þess að koma í veg fyrir að þau hendi aftur, að því er virðist. Nú í júlí fór ég í frábæra göngu um Jökulfirði við Ísafjarðardjúp. Allur gönguhópurinn er með góða reynslu af ferðum á þessu svæði. Hornstrandafriðlandið er skilgreint í hinum svokallaða „Ib“-flokki, eða sem óbyggðir (e. wilderness), s.k.v. IUCN (Alþjóðanáttúrverndarsambandinu). Svæði sem þetta gerir þær kröfur til gesta sinna að þeir búi að reynslu, tækni og búnaði til ferðalaga á óbyggðasvæðum. Innviðir svæðanna eru litlir og frumstæðir. Á þriðja degi göngunnar komum við í Kjaransvíkurskarð, sem er á milli Kjaransvíkur og Hesteyrarfjarðar. Þar hittum við fyrir Þjóðverja, sem tjáði okkur að deginum áður hefði belgískur ferðamaður verið sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa hrapað í snarbröttum og hörðum snjóskaflinum í skarðinu. Vel mátti sjá spor mannsins fram af hengifluginu. Frá Kjaransvíkurskarði liggur leiðin eftir svokölluðum Hesteyrarbrúnum, sem enda í nokkuð brattri hlíð niður að Hesteyri. Þegar á brúnina var komið var þoka og mikill snjór í hlíðinni. Við greindum för í snjónum og eltum þau um stund, en leist ekki á blikuna. Við snerum því við og ákváðum að finna leið innar í dalnum. Við náðum símasambandi við staðarhaldarann í Læknishúsinu á Hesteyri, sem staðfesti að brekkan væri ófær.Virkja þarf samstarf Það var gott að koma að Hesteyri, í mannabyggðir og öruggt skjól, jafnvel þótt draugasaga Yrsu Sigurðardóttur, sem látin er gerast þarna, væri ofarlega í huga. Á Hesteyri hittum við fyrir landvörðinn, sem tók vel á móti okkur. Við töldum okkur leita til rétts aðila með ábendingu um að rétt væri að merkja þessa tvo staði sem ófæra og vísa á hjáleiðir. Það reyndist ekki vera rétt. Áhersla landvarða í óbyggðum er á náttúruvernd, en auk þess sjá þeir um uppbyggingu tjaldsvæða og lagfæringu á göngustígum og fræðslu til ferðamanna um svæðið. Okkur brá heldur við þessar upplýsingar, því við töldum að það væri jafnvel borgaraleg skylda hvers og eins að vara við aðsteðjandi vá sem þessari. Á meðan ég rita þessa grein berast fréttir af bandarískum ferðamönnum sem villtust og eina sem þeir gátu gefið upp um staðsetningu sína var að þeir væru staddir á Hornströndum. Blessunarlega skiluðu þeir sér til Hesteyrar af sjálfsdáðum. Landverðir Hornstrandafriðlandsins vinna mikið og óeigingjarnt starf, en með auknum ferðamannastraumi á þetta svæði vex þörfin á frekari viðbúnaði til að tryggja öryggi fólks. Mér vitanlega hefur ekkert verið gert til að koma í veg fyrir að slys eins og það sem varð í Kjaransvíkurskarði þann 13. júlí síðastliðinn gerist aftur. Skýra þarf hver ber ábyrgð á öryggismálum í óbyggðum og virkja þarf samstarf Umverfisstofnunar, ferðaþjónustunnar og landeigenda í þessum efnum. Sem ferðamaður og unnandi þessa svæðis lýsi ég mig reiðubúinn að koma að slíkri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umsjón með öryggismálum á ferðamannastöðum í óbyggðum landsins er óljós. Slys hafa orðið og er fátt gert til þess að koma í veg fyrir að þau hendi aftur, að því er virðist. Nú í júlí fór ég í frábæra göngu um Jökulfirði við Ísafjarðardjúp. Allur gönguhópurinn er með góða reynslu af ferðum á þessu svæði. Hornstrandafriðlandið er skilgreint í hinum svokallaða „Ib“-flokki, eða sem óbyggðir (e. wilderness), s.k.v. IUCN (Alþjóðanáttúrverndarsambandinu). Svæði sem þetta gerir þær kröfur til gesta sinna að þeir búi að reynslu, tækni og búnaði til ferðalaga á óbyggðasvæðum. Innviðir svæðanna eru litlir og frumstæðir. Á þriðja degi göngunnar komum við í Kjaransvíkurskarð, sem er á milli Kjaransvíkur og Hesteyrarfjarðar. Þar hittum við fyrir Þjóðverja, sem tjáði okkur að deginum áður hefði belgískur ferðamaður verið sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa hrapað í snarbröttum og hörðum snjóskaflinum í skarðinu. Vel mátti sjá spor mannsins fram af hengifluginu. Frá Kjaransvíkurskarði liggur leiðin eftir svokölluðum Hesteyrarbrúnum, sem enda í nokkuð brattri hlíð niður að Hesteyri. Þegar á brúnina var komið var þoka og mikill snjór í hlíðinni. Við greindum för í snjónum og eltum þau um stund, en leist ekki á blikuna. Við snerum því við og ákváðum að finna leið innar í dalnum. Við náðum símasambandi við staðarhaldarann í Læknishúsinu á Hesteyri, sem staðfesti að brekkan væri ófær.Virkja þarf samstarf Það var gott að koma að Hesteyri, í mannabyggðir og öruggt skjól, jafnvel þótt draugasaga Yrsu Sigurðardóttur, sem látin er gerast þarna, væri ofarlega í huga. Á Hesteyri hittum við fyrir landvörðinn, sem tók vel á móti okkur. Við töldum okkur leita til rétts aðila með ábendingu um að rétt væri að merkja þessa tvo staði sem ófæra og vísa á hjáleiðir. Það reyndist ekki vera rétt. Áhersla landvarða í óbyggðum er á náttúruvernd, en auk þess sjá þeir um uppbyggingu tjaldsvæða og lagfæringu á göngustígum og fræðslu til ferðamanna um svæðið. Okkur brá heldur við þessar upplýsingar, því við töldum að það væri jafnvel borgaraleg skylda hvers og eins að vara við aðsteðjandi vá sem þessari. Á meðan ég rita þessa grein berast fréttir af bandarískum ferðamönnum sem villtust og eina sem þeir gátu gefið upp um staðsetningu sína var að þeir væru staddir á Hornströndum. Blessunarlega skiluðu þeir sér til Hesteyrar af sjálfsdáðum. Landverðir Hornstrandafriðlandsins vinna mikið og óeigingjarnt starf, en með auknum ferðamannastraumi á þetta svæði vex þörfin á frekari viðbúnaði til að tryggja öryggi fólks. Mér vitanlega hefur ekkert verið gert til að koma í veg fyrir að slys eins og það sem varð í Kjaransvíkurskarði þann 13. júlí síðastliðinn gerist aftur. Skýra þarf hver ber ábyrgð á öryggismálum í óbyggðum og virkja þarf samstarf Umverfisstofnunar, ferðaþjónustunnar og landeigenda í þessum efnum. Sem ferðamaður og unnandi þessa svæðis lýsi ég mig reiðubúinn að koma að slíkri vinnu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun