Guðsmynd íslams og kristni Stefán Karlsson skrifar 28. júlí 2014 11:00 Guðsmynd íslams er mótuð af vitundinni um almáttugan guð sem ákveður örlög manna. Hann er lögmálsguð, æðsti löggjafi sem gefur ströng fyrirmæli um hvernig eigi að haga lífinu. Mannleg hegðun er njörvuð niður með lögum sem útheimta skilyrðislausa hlýðni. Samkvæmt kristinni trú er guð ekki löggjafi heldur kærleikur. Hann skapar mennina til að lifa í kærleika og þess vegna veitir það þeim mesta lífsfyllingu að lifa slíku lífi. Kristnir menn eru ekki skuldbundnir til að fylgja siðferðiskröfunni vegna þess að hún sé sett fram með guðlegri tilskipun heldur vegna þess að hún er forsenda þess að mannlífið vaxi og dafni. Lögmál guðs er ekki eitthvað sem guð býr til heldur það sem guð er á sama hátt og þyngdarlögmálið er ekki það sem þyngdaraflið skapar heldur það sem þyngdaraflið er. Íslam leggur m.ö.o. mikið upp úr ytri hegðun og reglum en kristindómurinn skoðar hjartað og það sem býr innra með manninum. Í íslam er ekki greint á milli stjórnmála og trúarbragða. Íslamistar stefna að því að skapa guðveldi á jörð. Slík hjálpræðisvæðing hins veraldlega ríkis hefur sínar afleiðingar. Þegar andlegt ríki trúarinnar og veraldlegt ríki ytra heimsins falla saman fellur aðgreining guðs, manns og heims um sjálfa sig. Trúin hættir að vera bundin andlegum veruleika, innri veröld mannsins. Trúarlegar áherslur fara að beinast að ytri veruleika og veröldin verður vettvangur átaka góðs og ills. Trúarlegt ríki íslamista öðlast ígildi guðdómsins. Það er upphafið sem guðlegt fyrirbæri sem ekki má véfengja. Þetta er forskrift að alræðisríki sem teygir sig út yfir allan veruleika mannsins og kæfir allt eðlilegt mannlíf.Hafna lýðræðinu Íslamska ríkið getur aldrei orðið lýðræðislegt því að engum er heimilt að gagnrýna þá stofnun sem guð hefur sett á laggirnar. Íslamistar hafna líka lýðræðinu. Það sé hugarfóstur manna sem hvergi sé að finna stað í Kóraninum. Slíkt stjórnarform gengur gegn guðsmynd íslamista um guð sem strangan löggjafa sem hefur bæði birt sínar reglur í Kóraninum og þær refsingar sem liggja við brotum gegn þeim. Salmann Tamini hefur lýst því yfir að þegar íslamska ríkið verði að veruleika sé eðlilegt að taka upp þá reglu að handahöggva þjófa. Það er ekki tilviljun að lýðræðið á erfitt uppdráttar í íslamska heiminum. Í kristinni trú er gerður greinarmunur á trúarbrögðum og stjórnmálum. Ríki mitt er ekki af þessum heimi, sagði Kristur. Lúther setti fram hina svonefndu tveggja ríkja kenningu. Samkvæmt henni hefur guð sett á laggirnar tvö ríki, veraldlegt og andlegt. Andlega ríkið er endurfætt af náð og stjórnað af fagnaðarerindinu. Veraldlega ríkið er afskræmt af synd og stjórnað með lögum. Ríkjunum tveimur verði að halda aðskildum en það er forsenda hins veraldlega nútímaríkis. Í íslamskri trú er þessi aðgreining ekki viðurkennd. Íslamskt ríki skal það vera með sínum forneskjulegu reglum. Rithöfundurinn Salman Rushdie telur því að umbótahreyfingu þurfi til að laga mikilvægustu trúarsetningar íslams að samfélögum nútímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Guðsmynd íslams er mótuð af vitundinni um almáttugan guð sem ákveður örlög manna. Hann er lögmálsguð, æðsti löggjafi sem gefur ströng fyrirmæli um hvernig eigi að haga lífinu. Mannleg hegðun er njörvuð niður með lögum sem útheimta skilyrðislausa hlýðni. Samkvæmt kristinni trú er guð ekki löggjafi heldur kærleikur. Hann skapar mennina til að lifa í kærleika og þess vegna veitir það þeim mesta lífsfyllingu að lifa slíku lífi. Kristnir menn eru ekki skuldbundnir til að fylgja siðferðiskröfunni vegna þess að hún sé sett fram með guðlegri tilskipun heldur vegna þess að hún er forsenda þess að mannlífið vaxi og dafni. Lögmál guðs er ekki eitthvað sem guð býr til heldur það sem guð er á sama hátt og þyngdarlögmálið er ekki það sem þyngdaraflið skapar heldur það sem þyngdaraflið er. Íslam leggur m.ö.o. mikið upp úr ytri hegðun og reglum en kristindómurinn skoðar hjartað og það sem býr innra með manninum. Í íslam er ekki greint á milli stjórnmála og trúarbragða. Íslamistar stefna að því að skapa guðveldi á jörð. Slík hjálpræðisvæðing hins veraldlega ríkis hefur sínar afleiðingar. Þegar andlegt ríki trúarinnar og veraldlegt ríki ytra heimsins falla saman fellur aðgreining guðs, manns og heims um sjálfa sig. Trúin hættir að vera bundin andlegum veruleika, innri veröld mannsins. Trúarlegar áherslur fara að beinast að ytri veruleika og veröldin verður vettvangur átaka góðs og ills. Trúarlegt ríki íslamista öðlast ígildi guðdómsins. Það er upphafið sem guðlegt fyrirbæri sem ekki má véfengja. Þetta er forskrift að alræðisríki sem teygir sig út yfir allan veruleika mannsins og kæfir allt eðlilegt mannlíf.Hafna lýðræðinu Íslamska ríkið getur aldrei orðið lýðræðislegt því að engum er heimilt að gagnrýna þá stofnun sem guð hefur sett á laggirnar. Íslamistar hafna líka lýðræðinu. Það sé hugarfóstur manna sem hvergi sé að finna stað í Kóraninum. Slíkt stjórnarform gengur gegn guðsmynd íslamista um guð sem strangan löggjafa sem hefur bæði birt sínar reglur í Kóraninum og þær refsingar sem liggja við brotum gegn þeim. Salmann Tamini hefur lýst því yfir að þegar íslamska ríkið verði að veruleika sé eðlilegt að taka upp þá reglu að handahöggva þjófa. Það er ekki tilviljun að lýðræðið á erfitt uppdráttar í íslamska heiminum. Í kristinni trú er gerður greinarmunur á trúarbrögðum og stjórnmálum. Ríki mitt er ekki af þessum heimi, sagði Kristur. Lúther setti fram hina svonefndu tveggja ríkja kenningu. Samkvæmt henni hefur guð sett á laggirnar tvö ríki, veraldlegt og andlegt. Andlega ríkið er endurfætt af náð og stjórnað af fagnaðarerindinu. Veraldlega ríkið er afskræmt af synd og stjórnað með lögum. Ríkjunum tveimur verði að halda aðskildum en það er forsenda hins veraldlega nútímaríkis. Í íslamskri trú er þessi aðgreining ekki viðurkennd. Íslamskt ríki skal það vera með sínum forneskjulegu reglum. Rithöfundurinn Salman Rushdie telur því að umbótahreyfingu þurfi til að laga mikilvægustu trúarsetningar íslams að samfélögum nútímans.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar