Mistæk menntun Kristján G. Arngrímsson skrifar 23. júlí 2014 07:00 Menntun kennara á Íslandi er ábótavant. Það skýrir að einhverju leyti dapurlega niðurstöðu í skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráðuneytið um stærðfræðikennslu. Megingallinn við núverandi fyrirkomulag menntunar kennara er sá, að hún miðast ekki við það sem kennaranemarnir koma raunverulega til með að þurfa að gera þegar þeir hefja störf í grunn- og framhaldsskólum, heldur miðast menntun þeirra fyrst og fremst við hagsmuni, sérþekkingu og viðhorf þeirra sem kenna þeim – þ.e. háskólakennaranna. Spurningin er hvort ekki skorti á að kennslufræðikennarar landsins hafi sérþekkingu á og jákvætt viðhorf til stærðfræðimenntunar. Ég var fyrir tveim eða þrem árum við nám á menntavísindasviði HÍ, og það var óskemmtileg reynsla. Samhliða náminu var ég kennari í framhaldsskóla (sem ég er enn) og það var sláandi hversu fjarlægur veruleiki kennarastarfsins var veruleika kennaranámsins. Stundum fannst mér eins og að fræðin sem ég var að lesa til að verða menntaður kennari kæmu hinu áþreifanlega starfi ekkert við. Í ljósi þessa var ekki undarlegt að ég og margir samnemendur mínir litum í rauninni ekki svo á að við væru að sækja okkur menntun (þekkingu og færni) heldur vorum við fyrst og fremst að þessu til að fá leyfisbréfið og mega fara að sinna því sem máli skiptir – kennslunni. Sem dæmi um hversu fjarlægur veruleiki réttindanámsins er hinu eiginlega kennslustarfi má nefna að í einni af kennslubókunum sem við áttum að nota – og afla okkur þekkingar úr, væntanlega – var talað um hinar ýmsu kennsluaðferðir, þar á meðal að nota skyggnur við kennslu. Og svo var stuttur kafli um að netið mætti alveg nota til gagns við kennslu. Ég er ekki viss um að allir samnemendur mínir hafi vitað hvað skyggnur eru, og svo mikið er víst að nemendur mínir hafa ekki hugmynd um það. Og skólinn sem ég kenni við (Menntaskóli Borgarfjarðar) gerir ráð fyrir að allir nemendur noti tölvur og netið til að vinna og skila verkefnum. Og MB er alls ekki eini skólinn sem svo háttar um, flestir framhaldsskólar starfa raunverulega með þessum hætti, það ég best veit.Vendikennsla Annað dæmi má nefna. Núna er vendikennsla eitt það nýjasta í kennslufræðum og flestir á þeirri skoðun að hefðbundnir fyrirlestrar séu gagnslaus kennsluaðferð. Ef ég man rétt var eitthvað minnst á þetta í kennslunni á menntavísindasviðinu, og haldnir yfir okkur fyrirlestrar um það hvað fyrirlestrar væru vonlaus kennsluaðferð. Enda sátu nemendurnir, kennaraefnin, flest í salnum og skoðuðu Facebook á meðan. Eða horfðu á myndbönd á YouTube. Hvað veldur því að kennsla í kennslufræðum hefur úrelst svona og fjarlægst veruleika kennarastarfsins? Að sumu leyti má finna svarið í hugtakinu „kennslufræði“. Áherslan er of mikil á fræðilega umfjöllun á kostnað hagnýtrar kennslu. Þessu til viðbótar má nefna, að þau fræði sem nemendum menntavísindasviðs eru kynnt virðast vera stöðnuð, sbr. kennslubókina sem ég nefndi hér að ofan. Síðast en ekki síst þykir kennsla ekki fínt starf í háskóla og bætir ekki laun háskólafólks. Fræðilegar rannsóknir eru það sem allt snýst um og það sem hækkar launin. Með því að birta svo og svo mikið af fræðilegum skrifum geta háskólakennarar hækkað í launum og því kannski eðlilegt að þeir vilji heldur sinna rannsóknum en kennslu. (Og jafnvel hætta á að þeir hugsi frekar um magn birtra fræðaskrifa heldur en raunverulegt, fræðilegt vægi þeirra). En þessar fræðilegu rannsóknir koma kennaranemum því miður að litlum notum. Þess vegna er hætt við að þeir sitji og bíði, og stytti sér stundir á Facebook og YouTube, á meðan „spekingurinn á sviðinu“ heldur langan fyrirlestur um niðurstöður rannsókna sinna (eða annarra sem hann er sammála). Til lengdar bíða nemendurnir einfaldlega eftir því að fá leyfisbréfið. Það blasir við að þetta hugarfar er ekki gott fyrir móralinn, en þarna er ekki við nemendurna að sakast, heldur frekar kennslustofnunina. Miða þarf meira við veruleika og þarfir nemenda hinna verðandi kennara, en ekki við fræðilegar áherslur og rannsóknir kennslufræðinganna. Bætt kennaramenntun fæst ekki með því að finna betri og „réttari“ kennslufræðikenningu, heldur með því að leggja meiri áherslu á hagnýta nálgun sem tekur mið af þeim veruleika sem kennaraefnin koma til með að mæta í starfi. Með þessum hætti væri hægt að gera kennaranámið merkingarbærara og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Menntun kennara á Íslandi er ábótavant. Það skýrir að einhverju leyti dapurlega niðurstöðu í skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráðuneytið um stærðfræðikennslu. Megingallinn við núverandi fyrirkomulag menntunar kennara er sá, að hún miðast ekki við það sem kennaranemarnir koma raunverulega til með að þurfa að gera þegar þeir hefja störf í grunn- og framhaldsskólum, heldur miðast menntun þeirra fyrst og fremst við hagsmuni, sérþekkingu og viðhorf þeirra sem kenna þeim – þ.e. háskólakennaranna. Spurningin er hvort ekki skorti á að kennslufræðikennarar landsins hafi sérþekkingu á og jákvætt viðhorf til stærðfræðimenntunar. Ég var fyrir tveim eða þrem árum við nám á menntavísindasviði HÍ, og það var óskemmtileg reynsla. Samhliða náminu var ég kennari í framhaldsskóla (sem ég er enn) og það var sláandi hversu fjarlægur veruleiki kennarastarfsins var veruleika kennaranámsins. Stundum fannst mér eins og að fræðin sem ég var að lesa til að verða menntaður kennari kæmu hinu áþreifanlega starfi ekkert við. Í ljósi þessa var ekki undarlegt að ég og margir samnemendur mínir litum í rauninni ekki svo á að við væru að sækja okkur menntun (þekkingu og færni) heldur vorum við fyrst og fremst að þessu til að fá leyfisbréfið og mega fara að sinna því sem máli skiptir – kennslunni. Sem dæmi um hversu fjarlægur veruleiki réttindanámsins er hinu eiginlega kennslustarfi má nefna að í einni af kennslubókunum sem við áttum að nota – og afla okkur þekkingar úr, væntanlega – var talað um hinar ýmsu kennsluaðferðir, þar á meðal að nota skyggnur við kennslu. Og svo var stuttur kafli um að netið mætti alveg nota til gagns við kennslu. Ég er ekki viss um að allir samnemendur mínir hafi vitað hvað skyggnur eru, og svo mikið er víst að nemendur mínir hafa ekki hugmynd um það. Og skólinn sem ég kenni við (Menntaskóli Borgarfjarðar) gerir ráð fyrir að allir nemendur noti tölvur og netið til að vinna og skila verkefnum. Og MB er alls ekki eini skólinn sem svo háttar um, flestir framhaldsskólar starfa raunverulega með þessum hætti, það ég best veit.Vendikennsla Annað dæmi má nefna. Núna er vendikennsla eitt það nýjasta í kennslufræðum og flestir á þeirri skoðun að hefðbundnir fyrirlestrar séu gagnslaus kennsluaðferð. Ef ég man rétt var eitthvað minnst á þetta í kennslunni á menntavísindasviðinu, og haldnir yfir okkur fyrirlestrar um það hvað fyrirlestrar væru vonlaus kennsluaðferð. Enda sátu nemendurnir, kennaraefnin, flest í salnum og skoðuðu Facebook á meðan. Eða horfðu á myndbönd á YouTube. Hvað veldur því að kennsla í kennslufræðum hefur úrelst svona og fjarlægst veruleika kennarastarfsins? Að sumu leyti má finna svarið í hugtakinu „kennslufræði“. Áherslan er of mikil á fræðilega umfjöllun á kostnað hagnýtrar kennslu. Þessu til viðbótar má nefna, að þau fræði sem nemendum menntavísindasviðs eru kynnt virðast vera stöðnuð, sbr. kennslubókina sem ég nefndi hér að ofan. Síðast en ekki síst þykir kennsla ekki fínt starf í háskóla og bætir ekki laun háskólafólks. Fræðilegar rannsóknir eru það sem allt snýst um og það sem hækkar launin. Með því að birta svo og svo mikið af fræðilegum skrifum geta háskólakennarar hækkað í launum og því kannski eðlilegt að þeir vilji heldur sinna rannsóknum en kennslu. (Og jafnvel hætta á að þeir hugsi frekar um magn birtra fræðaskrifa heldur en raunverulegt, fræðilegt vægi þeirra). En þessar fræðilegu rannsóknir koma kennaranemum því miður að litlum notum. Þess vegna er hætt við að þeir sitji og bíði, og stytti sér stundir á Facebook og YouTube, á meðan „spekingurinn á sviðinu“ heldur langan fyrirlestur um niðurstöður rannsókna sinna (eða annarra sem hann er sammála). Til lengdar bíða nemendurnir einfaldlega eftir því að fá leyfisbréfið. Það blasir við að þetta hugarfar er ekki gott fyrir móralinn, en þarna er ekki við nemendurna að sakast, heldur frekar kennslustofnunina. Miða þarf meira við veruleika og þarfir nemenda hinna verðandi kennara, en ekki við fræðilegar áherslur og rannsóknir kennslufræðinganna. Bætt kennaramenntun fæst ekki með því að finna betri og „réttari“ kennslufræðikenningu, heldur með því að leggja meiri áherslu á hagnýta nálgun sem tekur mið af þeim veruleika sem kennaraefnin koma til með að mæta í starfi. Með þessum hætti væri hægt að gera kennaranámið merkingarbærara og betra.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar