Matur

Súkkulaði-martini með sykurpúðatvisti - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kokteillinn er afar bragðgóður.
Kokteillinn er afar bragðgóður.

Súkkulaði-martini

60 ml vodki
30 ml súkkulaðilíkjör
30 ml Crème de Cacao
60 ml rjómi eða mjólk
30 g súkkulaði, bráðið
1 hafrakex
3 sykurpúðar

Myljið hafrakexið. Bræðið súkkulaði og dýfið glasbrúninni í það, því næst í hafrakexmulninginn. Geymið í ísskáp í nokkrar mínútur. 

Setjið vodka, líkjör, Crème de Cacao og rjóma í kokteilhristara. Fyllið með ísmolum, hristið vel og hellið í glas. Setjið sykurpúða á kokteilpinna og hitið þá aðeins þannig að þeir brúnist. Skreytið drykkinn síðan með sykurpúðunum.

Fengið hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.