Rússar ráða framhaldinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júlí 2014 07:00 Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsanlega ekki innlima austurhéruðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað uppreisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sérkennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangsstefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjölmörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver ber ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MH17 Ólafur Stephensen Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsanlega ekki innlima austurhéruðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað uppreisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sérkennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangsstefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjölmörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver ber ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar