Rusl, sóðaskapur, veggjakrot, og hávaði í Mosfellsbænum Stella Eiríksdóttir skrifar 17. júlí 2014 07:00 Við hliðina á húsinu okkar sem við erum búin að búa í síðan 1996 er gæsluvöllur og á þessum tiltekna gæsluvelli eru dagmömmur. Þær eru búnar að vera þarna síðan gæsluvöllurinn var lagður niður í sinni merkingu sem gæsluvöllur. Það var þannig áður en dagmömmurnar komu að börnum frá leikskólum Mosfellsbæjar var komið fyrir á þessum litla gæsluvelli og í júní, júlí og ágúst voru þar um 30-40 börn allan daginn á sumrin, með tilheyrandi hávaða, meira að segja svo miklum hávaða að það var ekki hægt að sitja út á sinni eigin verönd. Eins og gefur að skilja var fólk ekki sátt við þetta, það var ítrekað haft samband við bæjarstjóra með fundum, tölvupóstum o.fl., eitthvað yrði að gera. Við bentum á ýmis atriði en ekkert fékkst áunnið. Ekkert gert nema sagt að þetta yrði athugað. Gæsluvellir voru síðan lagðir niður í sinni merkingu nema þessi gæsluvöllur var áfram skipaður dagmömmum með fullt af börnum og leikskólabörnum á morgnana, ásamt börnum frá leikskólum sem voru lokaðir á sumrin með tilheyrandi hávaða og látum. Mælirinn er löngu orðinn fullur bæði fyrir okkur og alla íbúa í kring um þennan gæsluvöll. Á 15 árum hefur ekkert skeð annað en stanslaust áreiti frá þessum gæsluvelli, ásamt andvaraleysi hjá bæjarstjórninni í Mosfellsbæ. Við erum búin að benda á að hávaðinn sé óþolandi á sumrin því að þegar gott er veður fyllist gæsluvöllurinn af börnum og hávaðinn er yfirþyrmandi. Það er sóðaskapur í kringum og inni á þessum gæsluvelli og illgresið og njólinn teygja sig í mannhæð yfir girðinguna og út á gangstéttina. Hávaði er í börnum og unglingum sem safnast saman á þessum velli um helgar, það eru oft brotnar rúður í þessum skúr sem að tilheyrir gæsluvellinum og oft er búið að grýta ljósastaura sem eru í kringum völlinn og brjóta í þeim perur auk þess sem skúrinn er yfirleitt útkrotaður.Ráðist á einkagarð Alls staðar í kringum þennan róluvöll og reyndar út um allan Mosfellsbæ er veggjakrot sem hefur aukist síðustu ár, og bæjarstjórnin gaf það svar um daginn að foreldrum fyndist þetta í lagi vegna þess að unglingarnir væru þá allavega ekki að drekka á meðan. (Sem sé þetta er tómstundagaman hjá unglingum í Mosfellsbæ í boði bæjarins.) Það virðist engin gæsla vera í Mosfellsbæ og bæjarstjórnin er ekkert að sinna sínum störfum. Um daginn skeði það svo að einhverjir kvörtuðu til bæjarins undan öspum sem við erum með í garðinum hjá okkur, að greinar þeirra næðu yfir girðinguna og trufluðu gangandi og hjólandi vegafarendur. Það var strax brugðist við og um morguninn meðan húsráðendur voru ekki heima var farið af stað og greinarnar sagaðar af þessum tilteknu öspum og meira en þurfti. Eins og gefur að skilja þá voru húsráðendur ekki hrifnir af þessu athæfi og höfðu samband við bæjarstjórnina. Svörin voru á þá leið að þeir hefðu haft fullt leyfi til að fara og snyrta aspirnar hjá okkur. Að vísu viðurkenndu þeir að þeir hefðu kannski átt að láta vita af sér fyrst áður en þeir fóru af stað. Þeir hefðu frekar átt að líta sér nær og snyrta og taka til á þessum gæsluvelli og í kringum hann frekar en að ráðast á einkagarða. Þetta er er skrifað í von um að bæjarstjóri ásamt fylgdarliði taki til skoðunar að það er fólk í bænum sem er óánægt með störf þess. Væri ekki ráð að leggja þennan gæsluvöll niður með tilliti til þess að það eru stærri og flottari vellir til annars staðar í þessum stóra bæ sem myndu ekki trufla íbúa í nágrenninu eins mikið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við hliðina á húsinu okkar sem við erum búin að búa í síðan 1996 er gæsluvöllur og á þessum tiltekna gæsluvelli eru dagmömmur. Þær eru búnar að vera þarna síðan gæsluvöllurinn var lagður niður í sinni merkingu sem gæsluvöllur. Það var þannig áður en dagmömmurnar komu að börnum frá leikskólum Mosfellsbæjar var komið fyrir á þessum litla gæsluvelli og í júní, júlí og ágúst voru þar um 30-40 börn allan daginn á sumrin, með tilheyrandi hávaða, meira að segja svo miklum hávaða að það var ekki hægt að sitja út á sinni eigin verönd. Eins og gefur að skilja var fólk ekki sátt við þetta, það var ítrekað haft samband við bæjarstjóra með fundum, tölvupóstum o.fl., eitthvað yrði að gera. Við bentum á ýmis atriði en ekkert fékkst áunnið. Ekkert gert nema sagt að þetta yrði athugað. Gæsluvellir voru síðan lagðir niður í sinni merkingu nema þessi gæsluvöllur var áfram skipaður dagmömmum með fullt af börnum og leikskólabörnum á morgnana, ásamt börnum frá leikskólum sem voru lokaðir á sumrin með tilheyrandi hávaða og látum. Mælirinn er löngu orðinn fullur bæði fyrir okkur og alla íbúa í kring um þennan gæsluvöll. Á 15 árum hefur ekkert skeð annað en stanslaust áreiti frá þessum gæsluvelli, ásamt andvaraleysi hjá bæjarstjórninni í Mosfellsbæ. Við erum búin að benda á að hávaðinn sé óþolandi á sumrin því að þegar gott er veður fyllist gæsluvöllurinn af börnum og hávaðinn er yfirþyrmandi. Það er sóðaskapur í kringum og inni á þessum gæsluvelli og illgresið og njólinn teygja sig í mannhæð yfir girðinguna og út á gangstéttina. Hávaði er í börnum og unglingum sem safnast saman á þessum velli um helgar, það eru oft brotnar rúður í þessum skúr sem að tilheyrir gæsluvellinum og oft er búið að grýta ljósastaura sem eru í kringum völlinn og brjóta í þeim perur auk þess sem skúrinn er yfirleitt útkrotaður.Ráðist á einkagarð Alls staðar í kringum þennan róluvöll og reyndar út um allan Mosfellsbæ er veggjakrot sem hefur aukist síðustu ár, og bæjarstjórnin gaf það svar um daginn að foreldrum fyndist þetta í lagi vegna þess að unglingarnir væru þá allavega ekki að drekka á meðan. (Sem sé þetta er tómstundagaman hjá unglingum í Mosfellsbæ í boði bæjarins.) Það virðist engin gæsla vera í Mosfellsbæ og bæjarstjórnin er ekkert að sinna sínum störfum. Um daginn skeði það svo að einhverjir kvörtuðu til bæjarins undan öspum sem við erum með í garðinum hjá okkur, að greinar þeirra næðu yfir girðinguna og trufluðu gangandi og hjólandi vegafarendur. Það var strax brugðist við og um morguninn meðan húsráðendur voru ekki heima var farið af stað og greinarnar sagaðar af þessum tilteknu öspum og meira en þurfti. Eins og gefur að skilja þá voru húsráðendur ekki hrifnir af þessu athæfi og höfðu samband við bæjarstjórnina. Svörin voru á þá leið að þeir hefðu haft fullt leyfi til að fara og snyrta aspirnar hjá okkur. Að vísu viðurkenndu þeir að þeir hefðu kannski átt að láta vita af sér fyrst áður en þeir fóru af stað. Þeir hefðu frekar átt að líta sér nær og snyrta og taka til á þessum gæsluvelli og í kringum hann frekar en að ráðast á einkagarða. Þetta er er skrifað í von um að bæjarstjóri ásamt fylgdarliði taki til skoðunar að það er fólk í bænum sem er óánægt með störf þess. Væri ekki ráð að leggja þennan gæsluvöll niður með tilliti til þess að það eru stærri og flottari vellir til annars staðar í þessum stóra bæ sem myndu ekki trufla íbúa í nágrenninu eins mikið?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar