Eru umbúðirnar sökudólgurinn? María Manda skrifar 17. júlí 2014 07:00 Það er ánægjulegt að finna aukinn áhuga á umhverfismálum og vaxandi umræðu um slæma nýtingu og förgun á mat. Umbúðamálin eru eðlilega hluti af umræðunni enda tengjast þær matvælum og neysluvenjum okkar mjög náið. En það gleymist þegar rætt er um vondu umbúðirnar hvers vegna við pökkum vörum yfir höfuð og hver í raun mengunarvaldurinn sé. Margar hugmyndir sem draga úr umbúðanotkun líta dagsins ljós eins og margnota umbúðir undir mat til áfyllingar á veitingastöðum og verslunum eða jafnvel sleppa umbúðum alveg. En eru það raunhæfar lausnir? Umbúðaframleiðendur hafa fyrir löngu síðan hugað að umhverfismálum og eyða stórum fjárhæðum og miklum tíma í umhverfisvænni umbúðir. Hins vegar eru pakkningar oft óþarflega fyrirferðarmiklar. En hvers vegna pökkum við vörum í umbúðir? Það er til þess að uppfylla kröfur eftirlitsstofnana og okkur neytenda um að verja vöruna fyrir ryki, hnjaski og lykt, vegna gæðastaðla um meðhöndlun, hreinlæti, geymsluþol og ferskleika. Til þess að sinna upplýsingaskyldu um pökkunardag, síðasta söludag, um framleiðandann, innihaldslýsingar og næringartöflu, rekjanleika, notkunarreglur og varúðarmerkingar svo eitthvað sé nefnt og strikamerkið að kröfu stórverslana, sem annars tækju ekki við vörunni. Til þæginda, en framleiðendur létta okkur lífið eins og að rúlla fyrir okkur tóbakinu en um leið halda gæðum þess og ferskleika með umbúðum, því enginn vill reykja þurra, óþétta sígarettu og spýta út úr sér tóbaksögnum. Til aðgreiningar, en umbúðir eru ígildi kaupmannsins í hillum stórmarkaðanna sem fanga augu neytandans sem afgreiðir sig sjálfur, því vöruúrvalið er orðið svo miklu meira en þegar mamma mín fór með mjólkurbrúsann til áfyllingar. Við þyrftum líka ófáa margnota brúsa fyrir léttmjólkina, rjómann, súrmjólkina, skyrdrykkinn og G-mjólkina. Er fólk tilbúið að fylla bílinn af brúsum til að stökkva út í búð og fá áfyllingu? Svo kemur að förgun „margnota“ brúsans en sennilega myndi markaðurinn fyllast af alls konar margnota brúsum því ekki viljum við öll vera með eins brúsa.Ekki bæði haldið og sleppt Ég efast um að heilbrigðiseftirlitið yrði ánægt með alla skítugu brúsana eða ílátin sem kæmu inn til framleiðanda, inn í verslunina eða á veitingahúsið til áfyllingar. Sennilega þyrfti hreinsibúnað sem þrifi allar gerðir af brúsum og ílátum til að uppfylla hreinlætiskröfurnar. Og hvar setjum við þá innihaldslýsinguna og síðasta söludag eða strikamerkið og rekjanleikann? Við getum spurt hvort sótthreinsiefnin frá hreinsibúnaðinum yrðu umhverfisvænni en förgun eða endurvinnsla á einnota umbúðum. Það starfa nefnilega tugir manna alla daga ársins við að búa til og bæta við reglugerðum og nýju verklagi sem framleiðendur þurfa að uppfylla. Stöðugt hertari reglur um hreinlæti, pökkunarmáta og upplýsingagjöf sem kallar á þróun í framleiðslu og nýjar umbúðir. Margir framleiðendur vildu gjarnan minnka umbúðavesenið sem flækir framleiðsluferlið og allt leggst þetta á vöruverðið, sem við neytendur borgum fyrir og það er dýrt að uppfylla allar kröfurnar. Kannski ætti að létta á regluverkinu eða fækka fólkinu sem býr þær til svo mögulegt sé að minnka umbúðafarganið. Ómögulegt er að uppfylla kröfurnar og reglugerðirnar sem við setjum okkur, án þess að pakka vörunum með einum eða öðrum hætti. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Því þurfum við að vera snjallari í umbúðamálum en fara 70 ár aftur í tímann. Við erum einfaldlega komin á allt annan stað í neysluvenjum og söluaðferðum, eða hvað? Hins vegar getum við spurt okkur hvers vegna sumum finnst í lagi að losa úr öskubakkanum í bílnum á rauðu ljósi eða hvers vegna plastpokinn sem við tókum með okkur heim úr búðinni er kominn utan um fisk í Norðurhafi og spillir lífríkinu í sjónum. Ég er ekki svo viss um að það sé umbúðunum að kenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að finna aukinn áhuga á umhverfismálum og vaxandi umræðu um slæma nýtingu og förgun á mat. Umbúðamálin eru eðlilega hluti af umræðunni enda tengjast þær matvælum og neysluvenjum okkar mjög náið. En það gleymist þegar rætt er um vondu umbúðirnar hvers vegna við pökkum vörum yfir höfuð og hver í raun mengunarvaldurinn sé. Margar hugmyndir sem draga úr umbúðanotkun líta dagsins ljós eins og margnota umbúðir undir mat til áfyllingar á veitingastöðum og verslunum eða jafnvel sleppa umbúðum alveg. En eru það raunhæfar lausnir? Umbúðaframleiðendur hafa fyrir löngu síðan hugað að umhverfismálum og eyða stórum fjárhæðum og miklum tíma í umhverfisvænni umbúðir. Hins vegar eru pakkningar oft óþarflega fyrirferðarmiklar. En hvers vegna pökkum við vörum í umbúðir? Það er til þess að uppfylla kröfur eftirlitsstofnana og okkur neytenda um að verja vöruna fyrir ryki, hnjaski og lykt, vegna gæðastaðla um meðhöndlun, hreinlæti, geymsluþol og ferskleika. Til þess að sinna upplýsingaskyldu um pökkunardag, síðasta söludag, um framleiðandann, innihaldslýsingar og næringartöflu, rekjanleika, notkunarreglur og varúðarmerkingar svo eitthvað sé nefnt og strikamerkið að kröfu stórverslana, sem annars tækju ekki við vörunni. Til þæginda, en framleiðendur létta okkur lífið eins og að rúlla fyrir okkur tóbakinu en um leið halda gæðum þess og ferskleika með umbúðum, því enginn vill reykja þurra, óþétta sígarettu og spýta út úr sér tóbaksögnum. Til aðgreiningar, en umbúðir eru ígildi kaupmannsins í hillum stórmarkaðanna sem fanga augu neytandans sem afgreiðir sig sjálfur, því vöruúrvalið er orðið svo miklu meira en þegar mamma mín fór með mjólkurbrúsann til áfyllingar. Við þyrftum líka ófáa margnota brúsa fyrir léttmjólkina, rjómann, súrmjólkina, skyrdrykkinn og G-mjólkina. Er fólk tilbúið að fylla bílinn af brúsum til að stökkva út í búð og fá áfyllingu? Svo kemur að förgun „margnota“ brúsans en sennilega myndi markaðurinn fyllast af alls konar margnota brúsum því ekki viljum við öll vera með eins brúsa.Ekki bæði haldið og sleppt Ég efast um að heilbrigðiseftirlitið yrði ánægt með alla skítugu brúsana eða ílátin sem kæmu inn til framleiðanda, inn í verslunina eða á veitingahúsið til áfyllingar. Sennilega þyrfti hreinsibúnað sem þrifi allar gerðir af brúsum og ílátum til að uppfylla hreinlætiskröfurnar. Og hvar setjum við þá innihaldslýsinguna og síðasta söludag eða strikamerkið og rekjanleikann? Við getum spurt hvort sótthreinsiefnin frá hreinsibúnaðinum yrðu umhverfisvænni en förgun eða endurvinnsla á einnota umbúðum. Það starfa nefnilega tugir manna alla daga ársins við að búa til og bæta við reglugerðum og nýju verklagi sem framleiðendur þurfa að uppfylla. Stöðugt hertari reglur um hreinlæti, pökkunarmáta og upplýsingagjöf sem kallar á þróun í framleiðslu og nýjar umbúðir. Margir framleiðendur vildu gjarnan minnka umbúðavesenið sem flækir framleiðsluferlið og allt leggst þetta á vöruverðið, sem við neytendur borgum fyrir og það er dýrt að uppfylla allar kröfurnar. Kannski ætti að létta á regluverkinu eða fækka fólkinu sem býr þær til svo mögulegt sé að minnka umbúðafarganið. Ómögulegt er að uppfylla kröfurnar og reglugerðirnar sem við setjum okkur, án þess að pakka vörunum með einum eða öðrum hætti. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Því þurfum við að vera snjallari í umbúðamálum en fara 70 ár aftur í tímann. Við erum einfaldlega komin á allt annan stað í neysluvenjum og söluaðferðum, eða hvað? Hins vegar getum við spurt okkur hvers vegna sumum finnst í lagi að losa úr öskubakkanum í bílnum á rauðu ljósi eða hvers vegna plastpokinn sem við tókum með okkur heim úr búðinni er kominn utan um fisk í Norðurhafi og spillir lífríkinu í sjónum. Ég er ekki svo viss um að það sé umbúðunum að kenna.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar