Svört skýrsla um stærðfræðikennslu Jón Þorvarðarson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Sérfræðingahópur á vegum menntamálaráðuneytisins sendi nú nýverið frá sér skýrslu um stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Eins og alþjóð veit á stærðfræði undir högg að sækja og því ber að fagna skýrslu sem þessari enda orðið tímabært að blása lífi í kulnandi glæður stærðfræðiþekkingar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma var hópurinn skipaður hinu frambærilegasta fólki sem er borgunarmenn fyrir sinni niðurstöðu. En hópurinn var einsleitur. Sárlega vantaði starfandi kennara á framhaldsskólastiginu með mikla reynslu. Mann sem þekkir vel til þeirra málefna sem brenna hvað heitast á kennurum og nemendum. Skýrslan ber þess augljós merki og er í raun hennar sneggsti blettur. Í upphafi er rétt að árétta að skýrslan er á ýmsan hátt vel unnin, ályktanir dregnar og tillögur lagðar fram til úrbóta. En þrátt fyrir góða viðleitni og góðan ásetning af hálfu skýrsluhöfunda eru nokkrir alvarlegir gallar á skýrslunni. Vandamál náttúrufræðibrautar, sér í lagi innan fjölbrautaskólanna, er fjarri því heildstætt brotið til mergjar. Hálfar vísur eru kveðnar. Auk þess orka sumar niðurstöður og tillögur sérfræðingahópsins tvímælis svo ekki sé fastara að orði kveðið.Greiningu ábótavant Skýrsluhöfundar fullyrða að stór hluti nemenda úr sumum framhaldsskólum sem hefja háskólanám í verkfræði og náttúruvísindum hafi ófullnægjandi undirbúning. Segja að prófgráður þeirra af náttúrufræðibraut standi ekki undir nafni. Höfundar vísa m.a. í ummæli eins háskólakennara sem segir að vegna þess hve slakur undirbúningur nemenda hans væri, hafi hann þurft að slaka á kröfum sem gerðar eru í námskeiðinu sem hann kennir. Allt passar þetta eins og hönd í hanska við fyrri vitneskju og því óþarfi að orðlengja það frekar. En hver er skýringin að áliti höfunda? Tilkomulítil. Þegar þessi mál eru skoðuð í samhengi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að fyrir 30 árum fóru aðeins um 60% árgangs í framhaldsskóla en nú um 95%. Björn Guðmundsson, efnafræðingur og raungreinakennari við FB, skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið fyrir u.þ.b. ári síðan en honum fórust svo orð: Hópurinn er orðinn sundurleitari. Of margir leita í bóknám í stað verknáms að teknu tilliti til getu og áhuga. Breyta þarf hugsunarhætti og auka námsráðgjöf og stýringu. Hluti hópsins á ekki erindi í háskóla. Og Björn heldur áfram: Í vaxandi mæli eru kennarar gerðir ábyrgir fyrir frammistöðu nemenda, eiga jafnvel að sjá til þess að enginn falli…Þeir eru í samkeppni hver við annan og sums staðar er hægt að ljúka áföngum í eins konar skemmri skírn. Sumir minnka kröfur, standa að einkunnabólgu…Minni námskröfur þýða minna fall og brottfall en „framleiðniaukning“ byggð á slíku er innistæðulaus. Í alþjóðlegum samanburði myndi slíkt samt leiða til „hærra menntunarstigs“ þjóðarinnar sem væri auðvitað blekking ein. Greiningu skýrsluhöfunda er á margan hátt mjög ábótavant og svo virðist sem þeir sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Þeir benda á að framhaldsskólar sem ekki hafa nægilega vel menntaða stærðfræði- eða raungreinakennara innan sinna raða ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum. Þessi sjálfgefna niðurstaða, sem nær aðeins til toppsins á ísjakanum, er ekki dýrum dómi keypt. Því miður sjá þeir ekki jakann í allri sinni dýrð, sem er miklu ægilegri ásýndum en þeir virðast gera sér grein fyrir.Grátbólgin staðreynd Hin grátbólgna staðreynd er einfaldlega sú að í mörgum framhaldsskólum fara nemendur á mis við nám í fjölmörgum námsáföngum sem ætti skilyrðislaust að standa þeim til boða ef náttúrufræðibraut á að standa undir nafni. Sökum langvarandi fjárskorts í mörgum framhaldsskólum hafa nauðsynlegir námsáfangar á náttúrufræðibraut miskunnarlaust verið skornir niður ef nægjanlegur fjöldi nemenda skráir sig ekki til leiks. Margir áhugasamir nemendur fá þar af leiðandi ekki þann nauðsynlega undirbúning sem háskólarnir gera kröfu til. Það er fyrst og fremst fjárskortur sem kemur í veg fyrir að sumir framhaldsskólar geti starfrækt metnaðarfulla náttúrufræðibraut. Sumir skólar hafa reynt að klóra í bakkann og mætt þrengingum með því að bjóða upp á skerta kennslu en það dugir einfaldlega ekki til og er ekki skrautfjöður í hatt neins skóla. Munur milli einstakra skóla, hvað nauðsynlegt námsframboð á náttúrufræðibraut varðar, getur verið gríðarlegur. Það má með ólíkindum teljast að skýrsluhöfundar skuli ekki hafa stungið á þessu kýli framhaldsskólanna því eitt af meginviðfangsefnum hópsins var að rannsaka hvernig framhaldsskólum gengi að undirbúa nemendur fyrir stærðfræðitengt háskólanám og hvaða leiðir horfi til úrbóta. Nú er orðið tímabært að draga stóru spurningarnar fram í dagsbirtuna: Eiga nánast allir framhaldskólar að starfrækja náttúrufræðibraut? Er skattfé almennings vel varið með því að hafa þann háttinn á? Þarf að kollvarpa núverandi fyrirkomulagi? Skýrsluhöfundar lögðu sig ekki beinlínis í framkróka að svara þessum lykilspurningum sem er miður og stór ljóður á ráði þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Sjá meira
Sérfræðingahópur á vegum menntamálaráðuneytisins sendi nú nýverið frá sér skýrslu um stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Eins og alþjóð veit á stærðfræði undir högg að sækja og því ber að fagna skýrslu sem þessari enda orðið tímabært að blása lífi í kulnandi glæður stærðfræðiþekkingar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma var hópurinn skipaður hinu frambærilegasta fólki sem er borgunarmenn fyrir sinni niðurstöðu. En hópurinn var einsleitur. Sárlega vantaði starfandi kennara á framhaldsskólastiginu með mikla reynslu. Mann sem þekkir vel til þeirra málefna sem brenna hvað heitast á kennurum og nemendum. Skýrslan ber þess augljós merki og er í raun hennar sneggsti blettur. Í upphafi er rétt að árétta að skýrslan er á ýmsan hátt vel unnin, ályktanir dregnar og tillögur lagðar fram til úrbóta. En þrátt fyrir góða viðleitni og góðan ásetning af hálfu skýrsluhöfunda eru nokkrir alvarlegir gallar á skýrslunni. Vandamál náttúrufræðibrautar, sér í lagi innan fjölbrautaskólanna, er fjarri því heildstætt brotið til mergjar. Hálfar vísur eru kveðnar. Auk þess orka sumar niðurstöður og tillögur sérfræðingahópsins tvímælis svo ekki sé fastara að orði kveðið.Greiningu ábótavant Skýrsluhöfundar fullyrða að stór hluti nemenda úr sumum framhaldsskólum sem hefja háskólanám í verkfræði og náttúruvísindum hafi ófullnægjandi undirbúning. Segja að prófgráður þeirra af náttúrufræðibraut standi ekki undir nafni. Höfundar vísa m.a. í ummæli eins háskólakennara sem segir að vegna þess hve slakur undirbúningur nemenda hans væri, hafi hann þurft að slaka á kröfum sem gerðar eru í námskeiðinu sem hann kennir. Allt passar þetta eins og hönd í hanska við fyrri vitneskju og því óþarfi að orðlengja það frekar. En hver er skýringin að áliti höfunda? Tilkomulítil. Þegar þessi mál eru skoðuð í samhengi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að fyrir 30 árum fóru aðeins um 60% árgangs í framhaldsskóla en nú um 95%. Björn Guðmundsson, efnafræðingur og raungreinakennari við FB, skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið fyrir u.þ.b. ári síðan en honum fórust svo orð: Hópurinn er orðinn sundurleitari. Of margir leita í bóknám í stað verknáms að teknu tilliti til getu og áhuga. Breyta þarf hugsunarhætti og auka námsráðgjöf og stýringu. Hluti hópsins á ekki erindi í háskóla. Og Björn heldur áfram: Í vaxandi mæli eru kennarar gerðir ábyrgir fyrir frammistöðu nemenda, eiga jafnvel að sjá til þess að enginn falli…Þeir eru í samkeppni hver við annan og sums staðar er hægt að ljúka áföngum í eins konar skemmri skírn. Sumir minnka kröfur, standa að einkunnabólgu…Minni námskröfur þýða minna fall og brottfall en „framleiðniaukning“ byggð á slíku er innistæðulaus. Í alþjóðlegum samanburði myndi slíkt samt leiða til „hærra menntunarstigs“ þjóðarinnar sem væri auðvitað blekking ein. Greiningu skýrsluhöfunda er á margan hátt mjög ábótavant og svo virðist sem þeir sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Þeir benda á að framhaldsskólar sem ekki hafa nægilega vel menntaða stærðfræði- eða raungreinakennara innan sinna raða ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum. Þessi sjálfgefna niðurstaða, sem nær aðeins til toppsins á ísjakanum, er ekki dýrum dómi keypt. Því miður sjá þeir ekki jakann í allri sinni dýrð, sem er miklu ægilegri ásýndum en þeir virðast gera sér grein fyrir.Grátbólgin staðreynd Hin grátbólgna staðreynd er einfaldlega sú að í mörgum framhaldsskólum fara nemendur á mis við nám í fjölmörgum námsáföngum sem ætti skilyrðislaust að standa þeim til boða ef náttúrufræðibraut á að standa undir nafni. Sökum langvarandi fjárskorts í mörgum framhaldsskólum hafa nauðsynlegir námsáfangar á náttúrufræðibraut miskunnarlaust verið skornir niður ef nægjanlegur fjöldi nemenda skráir sig ekki til leiks. Margir áhugasamir nemendur fá þar af leiðandi ekki þann nauðsynlega undirbúning sem háskólarnir gera kröfu til. Það er fyrst og fremst fjárskortur sem kemur í veg fyrir að sumir framhaldsskólar geti starfrækt metnaðarfulla náttúrufræðibraut. Sumir skólar hafa reynt að klóra í bakkann og mætt þrengingum með því að bjóða upp á skerta kennslu en það dugir einfaldlega ekki til og er ekki skrautfjöður í hatt neins skóla. Munur milli einstakra skóla, hvað nauðsynlegt námsframboð á náttúrufræðibraut varðar, getur verið gríðarlegur. Það má með ólíkindum teljast að skýrsluhöfundar skuli ekki hafa stungið á þessu kýli framhaldsskólanna því eitt af meginviðfangsefnum hópsins var að rannsaka hvernig framhaldsskólum gengi að undirbúa nemendur fyrir stærðfræðitengt háskólanám og hvaða leiðir horfi til úrbóta. Nú er orðið tímabært að draga stóru spurningarnar fram í dagsbirtuna: Eiga nánast allir framhaldskólar að starfrækja náttúrufræðibraut? Er skattfé almennings vel varið með því að hafa þann háttinn á? Þarf að kollvarpa núverandi fyrirkomulagi? Skýrsluhöfundar lögðu sig ekki beinlínis í framkróka að svara þessum lykilspurningum sem er miður og stór ljóður á ráði þeirra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun