Ellefu konur sóttu um en engin komst í lokahópinn Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 4. júlí 2014 07:00 Af öllum lögreglumönnum í landinu eru um þrettán prósent konur. Mörgum þeirra finnst þær hafa átt erfitt uppdráttar innan lögreglunnar. Fréttablaðið/Anton Ellefu konur og 40 karlar sóttu um þrjár stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í hæfisnefnd sem úrskurðaði um hæfi umsækjenda sátu Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri, Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn og Sigríður Hrefna Jónsdóttir, mannauðsstjóri lögreglunnar. Sigríður Hrefna segir að matið hafi byggst á þeim kröfum sem gerðar eru til aðstoðaryfirlögregluþjóna samkvæmt reglugerð. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er stórt og aðstoðaryfirlögregluþjónar eru stöðvarstjórar og yfirmenn á vinnustöðum þar sem starfa 30 til 50 manns,“ segir Sigríður Hrefna. Hún segir að tekið hafi verið mið af því við ráðningu aðstoðaryfirlögregluþjónanna að þeir hefðu víðtæka stjórnunarreynslu. Þá hafi hæfisnefndin tekið tillit til samskiptahæfni, skipulagshæfileika, frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum og umsagna. „Allir sem sóttu um uppfylltu grunnhæfisskilyrði sem sett voru. Það er þeir höfðu lokið prófi frá lögregluskólanum og starfað í fimm ár í lögreglunni,“ segir Sigríður Hrefna. Á fyrsta stigi ráðningarferlisins var fækkað niður í 25. Þar af voru þrjár konur og voru allir boðaðir í viðtöl. Að því loknu var fækkað niður í tíu, þá var ein kona orðin eftir í hópnum. Umsækjendur voru aftur boðaðir í viðtal og enn var fækkað í hópnum og nú niður í fimm. Engin kona var í lokahópnum en aðstoðaryfirlögregluþjónarnir voru ráðnir úr honum. „Það var mjög hæft fólk sem sótti um. Ég skil vel reiði kvenna yfir því að engin kona var ráðin en hæfnismatið réð. Í framtíðinni stendur upp á stjórnendur að gera áætlun um hvernig hægt sé að styrkja konur í lögreglunni. Slíkt gerist ekki á einum degi, það er langhlaup,“ segir Sigríður Hrefna. Í október 2013 var kynnt skýrsla um vinnumenningu innan lögreglunnar. Í skýrslunni, sem byggð er á könnunum og viðtölum við lögreglumenn, kemur meðal annars fram að konur telja sig ekki hafa aðgang að efstu starfsstigum lögreglunnar, og að þær séu af samstarfsmönnum sínum taldar síður hæfar til lögreglustarfa en karlar. Embætti Ríkislögreglustjóra ákvað í kjölfar skýrslunnar að bregðast við. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er stefnt að því að boða lögreglustjóra landsins á námskeið síðar á árinu þar sem sérstök áhersla verður lögð á jafnréttismál. Þá ætlar Ríkislögreglustjóri að leggja áherslu á að bæta hag kvenna í neðri þrepum lögreglunnar. Tengdar fréttir Lögreglustjórar á námskeið um jafnréttismál "Embætti ríkislögreglustjóra stefnir að því boða alla lögreglustjóra landsins á námskeið um fagleg vinnubrögð og gagnsæi við skipanir, setningar og ráðningar í lögregluna,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, jafnréttisfulltrúi hjá embættinu 3. júlí 2014 00:01 Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17 Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Ellefu konur og 40 karlar sóttu um þrjár stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í hæfisnefnd sem úrskurðaði um hæfi umsækjenda sátu Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri, Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn og Sigríður Hrefna Jónsdóttir, mannauðsstjóri lögreglunnar. Sigríður Hrefna segir að matið hafi byggst á þeim kröfum sem gerðar eru til aðstoðaryfirlögregluþjóna samkvæmt reglugerð. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er stórt og aðstoðaryfirlögregluþjónar eru stöðvarstjórar og yfirmenn á vinnustöðum þar sem starfa 30 til 50 manns,“ segir Sigríður Hrefna. Hún segir að tekið hafi verið mið af því við ráðningu aðstoðaryfirlögregluþjónanna að þeir hefðu víðtæka stjórnunarreynslu. Þá hafi hæfisnefndin tekið tillit til samskiptahæfni, skipulagshæfileika, frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum og umsagna. „Allir sem sóttu um uppfylltu grunnhæfisskilyrði sem sett voru. Það er þeir höfðu lokið prófi frá lögregluskólanum og starfað í fimm ár í lögreglunni,“ segir Sigríður Hrefna. Á fyrsta stigi ráðningarferlisins var fækkað niður í 25. Þar af voru þrjár konur og voru allir boðaðir í viðtöl. Að því loknu var fækkað niður í tíu, þá var ein kona orðin eftir í hópnum. Umsækjendur voru aftur boðaðir í viðtal og enn var fækkað í hópnum og nú niður í fimm. Engin kona var í lokahópnum en aðstoðaryfirlögregluþjónarnir voru ráðnir úr honum. „Það var mjög hæft fólk sem sótti um. Ég skil vel reiði kvenna yfir því að engin kona var ráðin en hæfnismatið réð. Í framtíðinni stendur upp á stjórnendur að gera áætlun um hvernig hægt sé að styrkja konur í lögreglunni. Slíkt gerist ekki á einum degi, það er langhlaup,“ segir Sigríður Hrefna. Í október 2013 var kynnt skýrsla um vinnumenningu innan lögreglunnar. Í skýrslunni, sem byggð er á könnunum og viðtölum við lögreglumenn, kemur meðal annars fram að konur telja sig ekki hafa aðgang að efstu starfsstigum lögreglunnar, og að þær séu af samstarfsmönnum sínum taldar síður hæfar til lögreglustarfa en karlar. Embætti Ríkislögreglustjóra ákvað í kjölfar skýrslunnar að bregðast við. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er stefnt að því að boða lögreglustjóra landsins á námskeið síðar á árinu þar sem sérstök áhersla verður lögð á jafnréttismál. Þá ætlar Ríkislögreglustjóri að leggja áherslu á að bæta hag kvenna í neðri þrepum lögreglunnar.
Tengdar fréttir Lögreglustjórar á námskeið um jafnréttismál "Embætti ríkislögreglustjóra stefnir að því boða alla lögreglustjóra landsins á námskeið um fagleg vinnubrögð og gagnsæi við skipanir, setningar og ráðningar í lögregluna,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, jafnréttisfulltrúi hjá embættinu 3. júlí 2014 00:01 Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17 Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Lögreglustjórar á námskeið um jafnréttismál "Embætti ríkislögreglustjóra stefnir að því boða alla lögreglustjóra landsins á námskeið um fagleg vinnubrögð og gagnsæi við skipanir, setningar og ráðningar í lögregluna,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, jafnréttisfulltrúi hjá embættinu 3. júlí 2014 00:01
Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17
Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11