Lífræn, vistvæn eða hefðbundin framleiðsla Gunnlaugur K. Jónsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 Alþjóðlegar reglur gilda um „lífræna“ ræktun og sjálfstæðir eftirlitsaðilar votta framleiðendur á því sviði. Hér á landi hafa hagsmunaaðilar lengi brugðið fæti fyrir lífræna ræktun og vottun hér á landi. Í því skyni varð til hugtakið „vistvænt“. Undanfarna daga hafa fjölmiðlar töluvert fjallað um þá staðreynd að stór hluti þess grænmetis sem Íslendingar neyta er merkt sem „Vistvæn landbúnaðarafurð“. Þessi vottun er byggð á reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 504 frá 1998. Ekki stendur steinn yfir steini hvað reglugerðina áhrærir, meðal annars með tilliti til 4. og 5. gr. þar sem fjallað er um gæðaeftirlit og viðurkenningu og skráningu í tengslum við þau skilyrði sem uppfylla þarf til að öðlast þann rétt að merkja afurðir „Vistvæn landbúnaðarafurð“.Haldið uppi blekkingum Í reglugerðinni kemur jafnframt fram að eftirlitsaðilar skuli eigi sjaldnar en einu sinni á ári gera úttekt hjá framleiðendum og afurðarstöðvum sem hlotið hafa viðurkenningu á aðstöðu – þar með talið landgæðum og búnaði til framleiðslu og vinnslu. Þessu eftirliti er ekki og hefur ekki verið fyrir að fara í mörg ár. Í raun er vistvæn vottun ekki annað en hefðbundin landbúnaðarframleiðsla með tilheyrandi áburðar- og eiturefnanotkun sem í sjálfu sér er ekki í andstöðu við lög og reglur en hlutina á að nefna réttum nöfnum í stað þess að halda uppi blekkingum gagnvart kaupendum vörunnar um hollustu og gæði umfram hefðbundna framleiðslu. Hugtakið „vistvænt“ elur því á ranghugmyndum neytandans – vísar til hollustu umfram hefðbundna framleiðslu en er í raun eitt og það sama. Vottunarstofan Tún hefur um tveggja áratuga skeið annast vottun lífrænnar framleiðslu hér á landi og í Færeyjum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Vottunarmerki Túns er orðið þekkt og vottun félagsins nýtur trausts á meðal neytenda og framleiðenda, enda byggir hún á minnst árlegu eftirliti, auk fyrirvaralausra úttekta. Tún hefur jafnframt unnið gríðarlegt starf í kynningu, fræðslu og staðlaþróun á sviði lífrænnar framleiðslu. Það hefur skilað sér í vottun nýrra framleiðslugreina sem fyrir vikið njóta umtalsverðs virðisauka af sölu afurða sinna. Tún hefur á annan áratug fengið styrk á fjárlögum til slíkra verkefna, sem að öðrum kosti hefðu líkast til ekki verið unnin, eða hefðu kostað margfalda þá fjármuni sem Tún hefur komist af með. Sú breyting varð á með fjárlögum 2014 að nú þarf að sækja um styrk til viðkomandi ráðuneytis. Það gerði Tún sl. vor en einhverra hluta vegna var styrkurinn skorinn niður um 80 prósent, að teknu tilliti til fjárlaga 2013, fór úr 5 milljónum króna í 1 milljón kr. Engar skýringar fást þessu tengdar frá ráðuneytinu og ekki er hægt að fá upplýsingar um það hverjir fá styrk í ár, hversu mikið – til að mynda samanborið við árið 2013 og/eða hvort einhverjir nýir aðilar og þá hverjir hafi bæst við. Engin opinber stefna er til hvað varðar lífræna framleiðslu hér á landi. Stjórnvöld virðast ekki hafa neinn áhuga á framgangi þessarar framleiðslu, þrátt fyrir stóraukna ásókn almennings í slíkar vörur. Einu skiptir hverjir halda um stjórnartaumana hverju sinni. Aðlögunarstyrkjum og/eða annarri aðstoð til handa þeim bændum eða öðrum þeim framleiðendum sem vilja snúa sér að þessari framleiðslu er ekki fyrir að fara.Fullyrðingar um hreinleika Til fróðleiks má geta þess að hér á landi er vottað ræktarland hlutfallslega margfalt minna en í nágrannalöndunum þar sem hið opinbera veitir rannsóknum og ráðgjöf, svo og þróunarstarfi bænda og vottunaraðila, öflugan stuðning til uppbyggingar lífrænnar framleiðslu. Reglulega er haldið á lofti fullyrðingum um hreinleika og gæði íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Í því sambandi væri fróðlegt að fá upplýsingar um magn þess tilbúna áburðar og eiturefna, bæði þess sem framleitt er hér á landi og flutt inn erlendis frá, sem dreift er á ræktarland. Í framhaldinu væri hægt að sjá notkun þessara efna á hvern hektara og bera saman við nágrannalöndin. Er hefðbundin íslensk landbúnaðarframleiðsla, til að mynda grænmeti, í raun og veru jafn ómenguð og látið er í veðri vaka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar reglur gilda um „lífræna“ ræktun og sjálfstæðir eftirlitsaðilar votta framleiðendur á því sviði. Hér á landi hafa hagsmunaaðilar lengi brugðið fæti fyrir lífræna ræktun og vottun hér á landi. Í því skyni varð til hugtakið „vistvænt“. Undanfarna daga hafa fjölmiðlar töluvert fjallað um þá staðreynd að stór hluti þess grænmetis sem Íslendingar neyta er merkt sem „Vistvæn landbúnaðarafurð“. Þessi vottun er byggð á reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 504 frá 1998. Ekki stendur steinn yfir steini hvað reglugerðina áhrærir, meðal annars með tilliti til 4. og 5. gr. þar sem fjallað er um gæðaeftirlit og viðurkenningu og skráningu í tengslum við þau skilyrði sem uppfylla þarf til að öðlast þann rétt að merkja afurðir „Vistvæn landbúnaðarafurð“.Haldið uppi blekkingum Í reglugerðinni kemur jafnframt fram að eftirlitsaðilar skuli eigi sjaldnar en einu sinni á ári gera úttekt hjá framleiðendum og afurðarstöðvum sem hlotið hafa viðurkenningu á aðstöðu – þar með talið landgæðum og búnaði til framleiðslu og vinnslu. Þessu eftirliti er ekki og hefur ekki verið fyrir að fara í mörg ár. Í raun er vistvæn vottun ekki annað en hefðbundin landbúnaðarframleiðsla með tilheyrandi áburðar- og eiturefnanotkun sem í sjálfu sér er ekki í andstöðu við lög og reglur en hlutina á að nefna réttum nöfnum í stað þess að halda uppi blekkingum gagnvart kaupendum vörunnar um hollustu og gæði umfram hefðbundna framleiðslu. Hugtakið „vistvænt“ elur því á ranghugmyndum neytandans – vísar til hollustu umfram hefðbundna framleiðslu en er í raun eitt og það sama. Vottunarstofan Tún hefur um tveggja áratuga skeið annast vottun lífrænnar framleiðslu hér á landi og í Færeyjum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Vottunarmerki Túns er orðið þekkt og vottun félagsins nýtur trausts á meðal neytenda og framleiðenda, enda byggir hún á minnst árlegu eftirliti, auk fyrirvaralausra úttekta. Tún hefur jafnframt unnið gríðarlegt starf í kynningu, fræðslu og staðlaþróun á sviði lífrænnar framleiðslu. Það hefur skilað sér í vottun nýrra framleiðslugreina sem fyrir vikið njóta umtalsverðs virðisauka af sölu afurða sinna. Tún hefur á annan áratug fengið styrk á fjárlögum til slíkra verkefna, sem að öðrum kosti hefðu líkast til ekki verið unnin, eða hefðu kostað margfalda þá fjármuni sem Tún hefur komist af með. Sú breyting varð á með fjárlögum 2014 að nú þarf að sækja um styrk til viðkomandi ráðuneytis. Það gerði Tún sl. vor en einhverra hluta vegna var styrkurinn skorinn niður um 80 prósent, að teknu tilliti til fjárlaga 2013, fór úr 5 milljónum króna í 1 milljón kr. Engar skýringar fást þessu tengdar frá ráðuneytinu og ekki er hægt að fá upplýsingar um það hverjir fá styrk í ár, hversu mikið – til að mynda samanborið við árið 2013 og/eða hvort einhverjir nýir aðilar og þá hverjir hafi bæst við. Engin opinber stefna er til hvað varðar lífræna framleiðslu hér á landi. Stjórnvöld virðast ekki hafa neinn áhuga á framgangi þessarar framleiðslu, þrátt fyrir stóraukna ásókn almennings í slíkar vörur. Einu skiptir hverjir halda um stjórnartaumana hverju sinni. Aðlögunarstyrkjum og/eða annarri aðstoð til handa þeim bændum eða öðrum þeim framleiðendum sem vilja snúa sér að þessari framleiðslu er ekki fyrir að fara.Fullyrðingar um hreinleika Til fróðleiks má geta þess að hér á landi er vottað ræktarland hlutfallslega margfalt minna en í nágrannalöndunum þar sem hið opinbera veitir rannsóknum og ráðgjöf, svo og þróunarstarfi bænda og vottunaraðila, öflugan stuðning til uppbyggingar lífrænnar framleiðslu. Reglulega er haldið á lofti fullyrðingum um hreinleika og gæði íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Í því sambandi væri fróðlegt að fá upplýsingar um magn þess tilbúna áburðar og eiturefna, bæði þess sem framleitt er hér á landi og flutt inn erlendis frá, sem dreift er á ræktarland. Í framhaldinu væri hægt að sjá notkun þessara efna á hvern hektara og bera saman við nágrannalöndin. Er hefðbundin íslensk landbúnaðarframleiðsla, til að mynda grænmeti, í raun og veru jafn ómenguð og látið er í veðri vaka?
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar