Mikill gróði af lyfjum Kjartan Jóhannsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að lyfjakostnaður stofnunarinnar hafi lækkað um 200 milljónir króna á síðasta ári miðað við árið á undan. Á tímum niðurskurðar þykja þetta góð tíðindi. Margsinnið hefur mátt lesa á undanförnum árum um hækkandi lyfjakostnað sameiginlegra stofnana þjóðarinnar og oftast í nokkrum umvöndunartón. Gjarnan er sérstaklega vitnað til hugsanlegrar of- eða misnotkunar og oft bent jafnframt á hversu kostnaðarsöm svonefnd S-lyf séu. Í þessu samhengi fellur í skuggann og kemur ekki til frásagnar hve feikilegan ábata lyf og lyfjameðferð hefur fært þjóðinni. Ábatinn mælist í sparnaði á öðrum sviðum lækninga, í fjárhagslegum ávinningi af framlengingu á vinnu- og framfærslugetu fjölda fólks. Ábatinn mælist líka í linun þjáninga, í auknum lífsgæðum og í lengri og betri samveru með fjölskyldunni. Það má rifja upp hvernig lyf komu í stað uppskurða við magasárum, sem voru fyrrum eina ráðið gegn þeim kvilla, dýrt bæði fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinginn. Og hvað skyldi mörgum árum hafa verið bætt við lífið með lyfjum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma? Margir hafa haldið vinnu-og framfærsluþreki vegna þeirra, náð betri eigin hag, sparað þjóðfélaginu kostnað og notið lífsins lengur. Ófáir hafa bjargast frá hrörnun og skerðingu lífsgæða með lyfjameðferð, til dæmis við augnsjúkdómum, fengið að halda sjón sinni í stað þess að sitja í myrkri. Þannig mætti áfram telja. Kjarni máls er þessi: Kostnað af lyfjum á ekki og má ekki meta án þess að líta á ábatann. S-lyfin eru notuð til sérhæfðrar meðferðar. Þau lúta skömmtun og þau eru vissulega dýr. Það eru hins vegar þau sem ryðja brautina. Þau er nýjungar, frumkvöðlar á sínu sviði. Þau eru úrræði sem gagnast þegar annað dugar ekki. Með notkun þeirra finnast lausnir sem annars eru ekki til og verða ekki til. Ábatinn af notkun þeirra kemur stundum strax í ljós, en stundum seinna, því þekkingin, undirstaða árangurs, fæst með notkun þeirra. Þetta verðum við að kunna að meta, bæði hið áþreifanlega sem við fáum að sjá með það sama en líka hitt sem felst í árangri til lengri tíma, handa þeim sem á eftir koma. Kvörtunartónn vegna kostnaðar S-lyfja má ekki yfirgnæfa mikilvægi lyfjaþróunar, sem hefur fært okkur svo mikið. Tvö hundruð milljón króna afgangi Sjúkratrygginganna núna væri vel varið til þess að lina skömmtun S-lyfjanna. Aðeins með því að viðurkenna gagnsemi lyfjanna og brautryðjendahlutverk S-lyfjanna, meta ábatann en ekki bara krónutölur útgjaldanna, gerum við þjóðinni, fólkinu í landinu, rétt. Gróði okkar allra af aðgangi að lyfjum er mikill. Útgjöld blikna í því samhengi. Það á að láta samhengi hlutanna ráða við stefnumörkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að lyfjakostnaður stofnunarinnar hafi lækkað um 200 milljónir króna á síðasta ári miðað við árið á undan. Á tímum niðurskurðar þykja þetta góð tíðindi. Margsinnið hefur mátt lesa á undanförnum árum um hækkandi lyfjakostnað sameiginlegra stofnana þjóðarinnar og oftast í nokkrum umvöndunartón. Gjarnan er sérstaklega vitnað til hugsanlegrar of- eða misnotkunar og oft bent jafnframt á hversu kostnaðarsöm svonefnd S-lyf séu. Í þessu samhengi fellur í skuggann og kemur ekki til frásagnar hve feikilegan ábata lyf og lyfjameðferð hefur fært þjóðinni. Ábatinn mælist í sparnaði á öðrum sviðum lækninga, í fjárhagslegum ávinningi af framlengingu á vinnu- og framfærslugetu fjölda fólks. Ábatinn mælist líka í linun þjáninga, í auknum lífsgæðum og í lengri og betri samveru með fjölskyldunni. Það má rifja upp hvernig lyf komu í stað uppskurða við magasárum, sem voru fyrrum eina ráðið gegn þeim kvilla, dýrt bæði fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinginn. Og hvað skyldi mörgum árum hafa verið bætt við lífið með lyfjum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma? Margir hafa haldið vinnu-og framfærsluþreki vegna þeirra, náð betri eigin hag, sparað þjóðfélaginu kostnað og notið lífsins lengur. Ófáir hafa bjargast frá hrörnun og skerðingu lífsgæða með lyfjameðferð, til dæmis við augnsjúkdómum, fengið að halda sjón sinni í stað þess að sitja í myrkri. Þannig mætti áfram telja. Kjarni máls er þessi: Kostnað af lyfjum á ekki og má ekki meta án þess að líta á ábatann. S-lyfin eru notuð til sérhæfðrar meðferðar. Þau lúta skömmtun og þau eru vissulega dýr. Það eru hins vegar þau sem ryðja brautina. Þau er nýjungar, frumkvöðlar á sínu sviði. Þau eru úrræði sem gagnast þegar annað dugar ekki. Með notkun þeirra finnast lausnir sem annars eru ekki til og verða ekki til. Ábatinn af notkun þeirra kemur stundum strax í ljós, en stundum seinna, því þekkingin, undirstaða árangurs, fæst með notkun þeirra. Þetta verðum við að kunna að meta, bæði hið áþreifanlega sem við fáum að sjá með það sama en líka hitt sem felst í árangri til lengri tíma, handa þeim sem á eftir koma. Kvörtunartónn vegna kostnaðar S-lyfja má ekki yfirgnæfa mikilvægi lyfjaþróunar, sem hefur fært okkur svo mikið. Tvö hundruð milljón króna afgangi Sjúkratrygginganna núna væri vel varið til þess að lina skömmtun S-lyfjanna. Aðeins með því að viðurkenna gagnsemi lyfjanna og brautryðjendahlutverk S-lyfjanna, meta ábatann en ekki bara krónutölur útgjaldanna, gerum við þjóðinni, fólkinu í landinu, rétt. Gróði okkar allra af aðgangi að lyfjum er mikill. Útgjöld blikna í því samhengi. Það á að láta samhengi hlutanna ráða við stefnumörkun.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar