Sátt Reita og Seðlabankans í höfn Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segist eiga efni í langa bók um samskipti félagsins við Seðlabankann og þýska lánveitandann. Skemmtanagildi bókarinnar yrði að hans mati ekki mikið. Vísir/Daníel Fasteignafélagið Reitir hefur gengið frá sátt við Seðlabanka Íslands en bankinn taldi ákvæði í lánasamningum félagsins við Hypothekenbank Frankfurt AG brot á gjaldeyrislögum. „Þetta þýðir að við munum geta haldið áfram á þeirri vegferð að klára heildarfjármögnun félagsins og vonandi skráningu í Kauphöll fyrir árslok,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.Greiddi 10 milljóna króna sekt Seðlabankinn gerði athugasemdir við ákvæði í viðaukum þriggja lánasamninga Reita við þýska bankann í desember 2012. Lánin voru tekin árin 2002 og 2006. Reitir skulda bankanum 85 milljónir evra, jafnvirði um 13 milljarða króna. Fasteignafélagið var stofnað í lok árs 2009, eftir að Landic Property fór í þrot, en þá vildi þýski bankinn ekki fara inn í eigendahóp Reita. Viðaukunum var þá bætt við lánasamningana og í þeim var meðal annars nafni lántakandans breytt úr Landic Property í Reitir. Ekki var óskað eftir undanþágum Seðlabankans fyrir breytingunum. Seðlabankinn taldi ákveðnar greiðslur Reita til Þýskalands vera fyrirframgreiðslur sem stangast á við gjaldeyrislög. Hann tók þá meint brot Reita til rannsóknar og krafðist í kjölfarið að lánasamningunum yrði breytt. „Í viðaukunum frá 2009 voru vextir hækkaðir örlítið á tveimur lánum og það voru sett inn ákvæði sem gengu út á að ef rekstur ákveðinna eigna, sem standa til veðsetningar hjá þýska bankanum, gengi betur en áætlanir gerðu ráð fyrir þá fengi bankinn aukagreiðslur. Þetta leit Seðlabankinn á sem fyrirframgreiðslur en það má deila um hvort þetta sé ekki bara samningsbundin afborgun en ekki fyrirframgreiðslur,“ segir Guðjón. Reitir og Hypothekenbank hafa nú undirritað nýja viðauka sem Seðlabankinn hefur samþykkt. Fasteignafélagið greiddi einnig 10 milljóna króna sekt sem var hluti af sáttinni. „Það eru ekki allir sammála um þennan lagagrundvöll sem afstaða Seðlabankans byggir á. Þar á meðal eru hinn þýski lánveitandi og ýmsir lögfróðir aðilar hér innanlands. Þeir benda meðal annars á að ákveðin lagaákvæði fjármagnshaftanna hafi öðlast gildi eftir að framangreindir viðaukar voru gerðir,“ segir Guðjón.Engin metsölubók Stjórnendur Reita hafa staðið í skilum með lánin með því að leggja íslenskar krónur inn á veðsetta reikninga þýska bankans hér á landi. „Við höfum gert allt sem við getum en þýski lánveitandinn vildi auðvitað fá greiðslurnar í evrum og inn á reikning erlendis. Það höfum við ekki mátt gera síðan í desember 2012.“ Stærstur hluti erlendra lána félagsins verður að sögn Guðjóns greiddur upp í október næstkomandi. „Gefið að allir aðilar sáttarinnar standi við sínar skuldbindingar. En þetta er búinn að vera lærdómsríkur ferill, svo ekki sé meira sagt. Ég gæti skrifað langa bók um þessi samskipti við Seðlabankann og hinn þýska lánveitanda. Ég tel að sú bók yrði seint metsölubók enda skemmtanagildið lítið.“Tafði skráningu í Kauphöll Viljayfirlýsing um endurfjármögnun Reita, með aðkomu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis – lífeyrissjóðs og Eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka, var undirrituð í júní 2013. Fjármögnunin hefur ekki enn gengið í gegn. „Nú er búið að losa um ákveðna stíflu með sáttinni og því getur sú endurfjármögnun sem Reitir hafa lengi unnið að í samstarfi við ráðgjafa Arion banka gengið eftir.“ Guðjón segir viljayfirlýsinguna gera ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir kaupi nýtt hlutafé í Reitum fyrir 12 milljarða króna og í nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki að andvirði 25 milljarða. Sumarið 2013 náði félagið einnig samningum við Íslandsbanka um allt að 14 milljarða lánveitingu sem Guðjón segir vera á umtalsvert hagstæðari kjörum en núverandi fjármögnun félagsins. „Eftir þessa breytingu verður eiginfjárhlutfall Reita um 37 prósent, sem gjörbreytir þeirri stöðu sem félagið hefur verið í.“ Rannsókn Seðlabankans hefur einnig tafið skráningu félagsins í Kauphöllina. Til stóð að skrá félagið í vor en í mars síðastliðnum var ákveðið að fresta því fram á haust. Guðjón segir stjórnendur Reita hafa nýtt tímann frá desember 2012 til að fara í gagngera skoðun á öllum innviðum félagsins og aðlaga það að kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja á hlutabréfamarkaði. „Það er því mikill léttir fyrir alla hlutaðeigandi aðila að þessi mál skuli nú vera komin í ákveðinn farveg og að Reitir geti haldið áfram vegferð sinni til skráningar og til virkari þátttöku á markaði með atvinnuhúsnæði.“Lán í óláni Guðjón segir dæmi um að rannsókn Seðlabankans hafi einnig komið í veg fyrir að félagið gæti tekið þátt í stærri viðskiptum með atvinnuhúsnæði. „Það er mikil hreyfing á þessum markaði og við hefðum viljað vera virkari þátttakendur á stundum. En síðan má kannski segja að við höfum verið lánsöm að hafa haft takmarkaðar heimildir í þessa átt undanfarin misseri. Krafan sem kaupendur úr átt fasteignafélaga og sjóða eru að gera á það fjármagn sem er sett í sum þessara verkefna er mjög mismunandi virðist vera. Að mínu viti á eftir að koma í ljós að einhver þeirra eiga ekki eftir að ganga upp,“ segir Guðjón.Skrifstofur fasteignafélagsins eru í Kringlunni.Vísir/GVAStefna að stækkun Kringlunnar Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins en flestar eignir þess voru áður í eigu Landic Property. Stærstu hluthafar eru Arion banki (45%), Landsbankinn (31,7%) og Íslandsbanki (6,9%). Í síðustu viku var deilt út úr þrotabúi Landic Property, sem átti 16 prósent í félaginu, og samanstendur eigendahópurinn nú af yfir 100 hluthöfum. Félagið starfar eingöngu á fyrirtækjamarkaði með áherslu á fjárfestingar og útleigu atvinnuhúsnæðis. Hagnaður þess á síðasta ári nam tæpum 7,7 milljörðum króna. Félagið á um 130 eignir sem eru samtals 410 þúsund fermetrar. Meðal þekktra eigna má nefna Kringluna, Hótel Hilton, Kauphallarhúsið, Holtagarða og Spöngina. Fjallað hefur verið um undirbúning Reita að stækkun Kringlunnar um 20 þúsund fermetra. Stefnt er að stækkun byggingarinnar til vesturs í átt að gamla Morgunblaðshúsinu. Horft er til framkvæmda upp á allt að 70 þúsund fermetra af nýju húsnæði en engin ákvörðun hefur verið tekin um nákvæma útfærslu eða hvenær framkvæmdir eiga að hefjast. „Stækkun Kringlunnar er eitt áhugaverðasta þróunarverkefni Reita, mjög áhugavert fyrir Reykjavíkurborg og fyrir landsmenn alla. Hugmyndir um hönnun hafa verið lagðar fram og viðræður við borgaryfirvöld eru í ákveðnu ferli. Ákvörðun um að hefja vinnu við verkefnið bíður nýrra eigenda og stjórnar félagsins,“ segir Guðjón. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Fasteignafélagið Reitir hefur gengið frá sátt við Seðlabanka Íslands en bankinn taldi ákvæði í lánasamningum félagsins við Hypothekenbank Frankfurt AG brot á gjaldeyrislögum. „Þetta þýðir að við munum geta haldið áfram á þeirri vegferð að klára heildarfjármögnun félagsins og vonandi skráningu í Kauphöll fyrir árslok,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.Greiddi 10 milljóna króna sekt Seðlabankinn gerði athugasemdir við ákvæði í viðaukum þriggja lánasamninga Reita við þýska bankann í desember 2012. Lánin voru tekin árin 2002 og 2006. Reitir skulda bankanum 85 milljónir evra, jafnvirði um 13 milljarða króna. Fasteignafélagið var stofnað í lok árs 2009, eftir að Landic Property fór í þrot, en þá vildi þýski bankinn ekki fara inn í eigendahóp Reita. Viðaukunum var þá bætt við lánasamningana og í þeim var meðal annars nafni lántakandans breytt úr Landic Property í Reitir. Ekki var óskað eftir undanþágum Seðlabankans fyrir breytingunum. Seðlabankinn taldi ákveðnar greiðslur Reita til Þýskalands vera fyrirframgreiðslur sem stangast á við gjaldeyrislög. Hann tók þá meint brot Reita til rannsóknar og krafðist í kjölfarið að lánasamningunum yrði breytt. „Í viðaukunum frá 2009 voru vextir hækkaðir örlítið á tveimur lánum og það voru sett inn ákvæði sem gengu út á að ef rekstur ákveðinna eigna, sem standa til veðsetningar hjá þýska bankanum, gengi betur en áætlanir gerðu ráð fyrir þá fengi bankinn aukagreiðslur. Þetta leit Seðlabankinn á sem fyrirframgreiðslur en það má deila um hvort þetta sé ekki bara samningsbundin afborgun en ekki fyrirframgreiðslur,“ segir Guðjón. Reitir og Hypothekenbank hafa nú undirritað nýja viðauka sem Seðlabankinn hefur samþykkt. Fasteignafélagið greiddi einnig 10 milljóna króna sekt sem var hluti af sáttinni. „Það eru ekki allir sammála um þennan lagagrundvöll sem afstaða Seðlabankans byggir á. Þar á meðal eru hinn þýski lánveitandi og ýmsir lögfróðir aðilar hér innanlands. Þeir benda meðal annars á að ákveðin lagaákvæði fjármagnshaftanna hafi öðlast gildi eftir að framangreindir viðaukar voru gerðir,“ segir Guðjón.Engin metsölubók Stjórnendur Reita hafa staðið í skilum með lánin með því að leggja íslenskar krónur inn á veðsetta reikninga þýska bankans hér á landi. „Við höfum gert allt sem við getum en þýski lánveitandinn vildi auðvitað fá greiðslurnar í evrum og inn á reikning erlendis. Það höfum við ekki mátt gera síðan í desember 2012.“ Stærstur hluti erlendra lána félagsins verður að sögn Guðjóns greiddur upp í október næstkomandi. „Gefið að allir aðilar sáttarinnar standi við sínar skuldbindingar. En þetta er búinn að vera lærdómsríkur ferill, svo ekki sé meira sagt. Ég gæti skrifað langa bók um þessi samskipti við Seðlabankann og hinn þýska lánveitanda. Ég tel að sú bók yrði seint metsölubók enda skemmtanagildið lítið.“Tafði skráningu í Kauphöll Viljayfirlýsing um endurfjármögnun Reita, með aðkomu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis – lífeyrissjóðs og Eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka, var undirrituð í júní 2013. Fjármögnunin hefur ekki enn gengið í gegn. „Nú er búið að losa um ákveðna stíflu með sáttinni og því getur sú endurfjármögnun sem Reitir hafa lengi unnið að í samstarfi við ráðgjafa Arion banka gengið eftir.“ Guðjón segir viljayfirlýsinguna gera ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir kaupi nýtt hlutafé í Reitum fyrir 12 milljarða króna og í nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki að andvirði 25 milljarða. Sumarið 2013 náði félagið einnig samningum við Íslandsbanka um allt að 14 milljarða lánveitingu sem Guðjón segir vera á umtalsvert hagstæðari kjörum en núverandi fjármögnun félagsins. „Eftir þessa breytingu verður eiginfjárhlutfall Reita um 37 prósent, sem gjörbreytir þeirri stöðu sem félagið hefur verið í.“ Rannsókn Seðlabankans hefur einnig tafið skráningu félagsins í Kauphöllina. Til stóð að skrá félagið í vor en í mars síðastliðnum var ákveðið að fresta því fram á haust. Guðjón segir stjórnendur Reita hafa nýtt tímann frá desember 2012 til að fara í gagngera skoðun á öllum innviðum félagsins og aðlaga það að kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja á hlutabréfamarkaði. „Það er því mikill léttir fyrir alla hlutaðeigandi aðila að þessi mál skuli nú vera komin í ákveðinn farveg og að Reitir geti haldið áfram vegferð sinni til skráningar og til virkari þátttöku á markaði með atvinnuhúsnæði.“Lán í óláni Guðjón segir dæmi um að rannsókn Seðlabankans hafi einnig komið í veg fyrir að félagið gæti tekið þátt í stærri viðskiptum með atvinnuhúsnæði. „Það er mikil hreyfing á þessum markaði og við hefðum viljað vera virkari þátttakendur á stundum. En síðan má kannski segja að við höfum verið lánsöm að hafa haft takmarkaðar heimildir í þessa átt undanfarin misseri. Krafan sem kaupendur úr átt fasteignafélaga og sjóða eru að gera á það fjármagn sem er sett í sum þessara verkefna er mjög mismunandi virðist vera. Að mínu viti á eftir að koma í ljós að einhver þeirra eiga ekki eftir að ganga upp,“ segir Guðjón.Skrifstofur fasteignafélagsins eru í Kringlunni.Vísir/GVAStefna að stækkun Kringlunnar Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins en flestar eignir þess voru áður í eigu Landic Property. Stærstu hluthafar eru Arion banki (45%), Landsbankinn (31,7%) og Íslandsbanki (6,9%). Í síðustu viku var deilt út úr þrotabúi Landic Property, sem átti 16 prósent í félaginu, og samanstendur eigendahópurinn nú af yfir 100 hluthöfum. Félagið starfar eingöngu á fyrirtækjamarkaði með áherslu á fjárfestingar og útleigu atvinnuhúsnæðis. Hagnaður þess á síðasta ári nam tæpum 7,7 milljörðum króna. Félagið á um 130 eignir sem eru samtals 410 þúsund fermetrar. Meðal þekktra eigna má nefna Kringluna, Hótel Hilton, Kauphallarhúsið, Holtagarða og Spöngina. Fjallað hefur verið um undirbúning Reita að stækkun Kringlunnar um 20 þúsund fermetra. Stefnt er að stækkun byggingarinnar til vesturs í átt að gamla Morgunblaðshúsinu. Horft er til framkvæmda upp á allt að 70 þúsund fermetra af nýju húsnæði en engin ákvörðun hefur verið tekin um nákvæma útfærslu eða hvenær framkvæmdir eiga að hefjast. „Stækkun Kringlunnar er eitt áhugaverðasta þróunarverkefni Reita, mjög áhugavert fyrir Reykjavíkurborg og fyrir landsmenn alla. Hugmyndir um hönnun hafa verið lagðar fram og viðræður við borgaryfirvöld eru í ákveðnu ferli. Ákvörðun um að hefja vinnu við verkefnið bíður nýrra eigenda og stjórnar félagsins,“ segir Guðjón.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun