Lífeyrissjóðir í mál við matsfyrirtæki? Sigurður Örn Ágústsson skrifar 1. júlí 2014 06:00 Matsfyrirtækin (Standard og Poor's, Fitch Ratings og Moody's) hafa að undanförnu samið um bætur við erlend fyrirtæki og sjóði sem hafa sett fram bótakröfur vegna skaðlegrar ráðgjafar fyrir Hrun. Einkunnagjöf matsfyrirtækja á íslenskum bönkum rétt fyrir Hrun, sem hafði áhrif á hvort verðbréf og skuldabréf voru seld, keypt eða haldið, var ævintýralega langt út úr korti. Þau ofmátu styrkleika bankanna og vanmátu áhættuna sem bankarnir tóku. Matsfyrirtækin áttu að vita, eða máttu vita, að ekki var allt með felldu í íslensku bönkunum. Krosseignatengslin, gríðarlega há lán til stórra hluthafa og alltof lágir afskriftarreikningar voru upplýsingar sem þau höfðu aðgang að. Viðvarandi hátt verðmat matsfyrirtækjanna á bönkunum var rangt og leiddi til stórfellds tjóns fyrir íslenska lífeyrissjóðsþega. Spurningin núna er hvort hægt sé að leiða að þessu líkur fyrir bandarískum dómstólum, og þá sækja bætur. Undanfarna mánuði hef ég aðstoðað bandarískan málafærslumann, sem er meðeigandi virtrar lögfræðistofu í New York, við að ræða við íslenska lífeyrissjóði um möguleika þess að höfða dómsmál gegn matsfyrirtækjunum og sækja bætur fyrir hönd lífeyrissjóðanna – eða ríkisins. Eftir forkönnun á málinu er það skoðun lögfræðistofunnar að möguleiki íslenskra lífeyrissjóða á málshöfðun sé ágætur, og þeirri skoðun hefur stofan lýst í bréfi til íslenskra lífeyrissjóða. Þar leggja þeir til öflun frekari gagna og segir m.a.:„If these further investigative steps are undertaken and reveal certain additional favourable facts (also discussed herein), we believe that claims against the proposed defendants would be meritorious and might well be likely to succeed.“ Hér vakna margar spurningar. Ein þeirra er: „Hvað eru þessir Kanar að vilja upp á dekk?“ Því er til að svara að þeir sjá í þessu mikla peninga. Þeir telja, á þessari stundu, að það séu meiri líkur en minni á að grundvöllur sé til málshöfðunar og að hægt sé að sækja mikla peninga til matsfyrirtækjanna, hvort sem það yrði með dómi eða samkomulagi. „Hvað kostar þetta og hvaða líkur eru á að fá bætur?“ er önnur spurning. Ekki er einsýnt að höfða beri mál í New York (varnarþingi matsfyrirtækjanna), til að svara því þarf að fara í saumana á m.a. samskiptum lífeyrissjóðanna við matsfyrirtækin. Slíka rannsókn er lögfræðistofan tilbúin að gera fyrir allt að 200.000 Bandaríkjadali [22,6 milljónir króna]. Leiði sú skoðun fram enn sterkari líkur á að mál geti unnist eða um verði samið – þá er að höfða mál. Rekstur málaferla í NY er bæði tíma- og fjárfrekur. Áætlaður kostnaður er 5-6 milljónir Bandaríkjadala [564-677 milljónir króna] í málskostnað vegna þessa og taki 3 til 5 ár að leiða fram niðurstöðu. En lífeyrissjóðirnir myndu aldrei þurfa að greiða meira en 200.000 Bandaríkjadali, til að kanna málið til hlítar og fá skýrslu með ráðleggingum. Verði niðurstaðan sú að aðhafast ekki fellur þessi kostnaður á lífeyrissjóðina og málið dautt – en var reynt til þrautar. Verði farið í mál, eru erlendir sjóðir, sem sérhæfa sig í fjármögnun viðlíka mála, búnir að gefa sterklega til kynna að þeir vilji fjármagna þetta mál, leggja fram áhættufé í málskostnað í von um hlutdeild í ávinningi. Þá kemur spurningin, eftir hverju er að bíða? Áður en lengra er haldið er rétt að rifja eftirfarandi upp: Íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu 20 prósentum eigna sinna, peningunum mínum og þínum, í Hruninu. Áætlað er að um helmingur þess sem tapaðist (150 milljarðar) hafi verið hlutabréf í íslensku bönkunum, sem voru metnir af matsfyrirtækjunum sem sérlega góðir og traustir fjárfestingarkostir(!). Nú skiptir engu reynsla eða þekking á íslensku réttarfari. Við erum að tala um málshöfðun fyrir dómstóli í New York. Þar skiptir bara máli hvort meiri líkur en minni séu á því að útgefið mat matsfyrirtækjanna hafi skipt máli við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóðanna. Fyrir Hrun gaf bandaríska fjármálaeftirlitið, Securities and Exchange Commission, út skýrslu þar sem matsfyrirtækin voru gagnrýnd harkalega fyrir að brjóta eigin verklagsreglur, framkvæma ekki ítarlegar áreiðanleikakannanir eða reyna á annan hátt að sannreyna áreiðanleika þeirra gagna sem útgefandi viðkomandi fjármálagernings veitti aðgang að, og veita viðskiptavinum sínum ráð (segja frá trixum) til að hafa áhrif á verðmat til hækkunar. Þessi gagnrýni öll og sú staðreynd að gríðarlegt álag var á matsfyrirtækin (t.d. vegna mikillar eftirspurnar lánshæfismats skuldavafninga) gerir það líklegra en ella að þau hafi ekki (getað) unnið sína heimavinnu við mat á íslensku bönkunum með fullnægjandi hætti. Og matsfyrirtækin hafa verið að tapa eða semja í viðlíka málum. Eftir hverju er þá beðið? Standa þessir 200.000 bandaríkjadalir í lífeyrissjóðunum (0,0032 prósent af árlegum rekstrarkostnaði)? Lífeyrissjóðirnir hafa að mínu mati sýnt málinu lítinn áhuga – og einn fyrirsvarsmaður sagði sem svo á fundi: „Verðum við ekki að fara að hætta að tala um fortíðina. Þetta er allt búið og gert.“ Lífeyrissjóðirnir brynjuðu sig gegn umræddri bandarískri lögfræðistofu, sem þó eru sérfræðingar í lögum NY-ríkis, með (íslensku?!) lögfræðiáliti og tala um of háan kostnað. Ég hef talað um þetta fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og fyrirsvarsmanna í lífeyrissjóðakerfinu. Finnst virkilega engum skipta máli hvort hægt sé að endurheimta tug eða tugi milljarða í lífeyrissjóðakerfið? Ég skal sjálfur safna þessum 200.000 Bandaríkjadölum og greiða – gegn því að lögfræðistofan fái aðgang að gögnum lífeyrissjóðanna til að meta líkur á árangursríkri málshöfðun. Á hverju strandar þá? Það er ekki bara skynsamlegt heldur líka skylda lífeyrissjóðanna að láta á þetta reyna til fulls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Matsfyrirtækin (Standard og Poor's, Fitch Ratings og Moody's) hafa að undanförnu samið um bætur við erlend fyrirtæki og sjóði sem hafa sett fram bótakröfur vegna skaðlegrar ráðgjafar fyrir Hrun. Einkunnagjöf matsfyrirtækja á íslenskum bönkum rétt fyrir Hrun, sem hafði áhrif á hvort verðbréf og skuldabréf voru seld, keypt eða haldið, var ævintýralega langt út úr korti. Þau ofmátu styrkleika bankanna og vanmátu áhættuna sem bankarnir tóku. Matsfyrirtækin áttu að vita, eða máttu vita, að ekki var allt með felldu í íslensku bönkunum. Krosseignatengslin, gríðarlega há lán til stórra hluthafa og alltof lágir afskriftarreikningar voru upplýsingar sem þau höfðu aðgang að. Viðvarandi hátt verðmat matsfyrirtækjanna á bönkunum var rangt og leiddi til stórfellds tjóns fyrir íslenska lífeyrissjóðsþega. Spurningin núna er hvort hægt sé að leiða að þessu líkur fyrir bandarískum dómstólum, og þá sækja bætur. Undanfarna mánuði hef ég aðstoðað bandarískan málafærslumann, sem er meðeigandi virtrar lögfræðistofu í New York, við að ræða við íslenska lífeyrissjóði um möguleika þess að höfða dómsmál gegn matsfyrirtækjunum og sækja bætur fyrir hönd lífeyrissjóðanna – eða ríkisins. Eftir forkönnun á málinu er það skoðun lögfræðistofunnar að möguleiki íslenskra lífeyrissjóða á málshöfðun sé ágætur, og þeirri skoðun hefur stofan lýst í bréfi til íslenskra lífeyrissjóða. Þar leggja þeir til öflun frekari gagna og segir m.a.:„If these further investigative steps are undertaken and reveal certain additional favourable facts (also discussed herein), we believe that claims against the proposed defendants would be meritorious and might well be likely to succeed.“ Hér vakna margar spurningar. Ein þeirra er: „Hvað eru þessir Kanar að vilja upp á dekk?“ Því er til að svara að þeir sjá í þessu mikla peninga. Þeir telja, á þessari stundu, að það séu meiri líkur en minni á að grundvöllur sé til málshöfðunar og að hægt sé að sækja mikla peninga til matsfyrirtækjanna, hvort sem það yrði með dómi eða samkomulagi. „Hvað kostar þetta og hvaða líkur eru á að fá bætur?“ er önnur spurning. Ekki er einsýnt að höfða beri mál í New York (varnarþingi matsfyrirtækjanna), til að svara því þarf að fara í saumana á m.a. samskiptum lífeyrissjóðanna við matsfyrirtækin. Slíka rannsókn er lögfræðistofan tilbúin að gera fyrir allt að 200.000 Bandaríkjadali [22,6 milljónir króna]. Leiði sú skoðun fram enn sterkari líkur á að mál geti unnist eða um verði samið – þá er að höfða mál. Rekstur málaferla í NY er bæði tíma- og fjárfrekur. Áætlaður kostnaður er 5-6 milljónir Bandaríkjadala [564-677 milljónir króna] í málskostnað vegna þessa og taki 3 til 5 ár að leiða fram niðurstöðu. En lífeyrissjóðirnir myndu aldrei þurfa að greiða meira en 200.000 Bandaríkjadali, til að kanna málið til hlítar og fá skýrslu með ráðleggingum. Verði niðurstaðan sú að aðhafast ekki fellur þessi kostnaður á lífeyrissjóðina og málið dautt – en var reynt til þrautar. Verði farið í mál, eru erlendir sjóðir, sem sérhæfa sig í fjármögnun viðlíka mála, búnir að gefa sterklega til kynna að þeir vilji fjármagna þetta mál, leggja fram áhættufé í málskostnað í von um hlutdeild í ávinningi. Þá kemur spurningin, eftir hverju er að bíða? Áður en lengra er haldið er rétt að rifja eftirfarandi upp: Íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu 20 prósentum eigna sinna, peningunum mínum og þínum, í Hruninu. Áætlað er að um helmingur þess sem tapaðist (150 milljarðar) hafi verið hlutabréf í íslensku bönkunum, sem voru metnir af matsfyrirtækjunum sem sérlega góðir og traustir fjárfestingarkostir(!). Nú skiptir engu reynsla eða þekking á íslensku réttarfari. Við erum að tala um málshöfðun fyrir dómstóli í New York. Þar skiptir bara máli hvort meiri líkur en minni séu á því að útgefið mat matsfyrirtækjanna hafi skipt máli við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóðanna. Fyrir Hrun gaf bandaríska fjármálaeftirlitið, Securities and Exchange Commission, út skýrslu þar sem matsfyrirtækin voru gagnrýnd harkalega fyrir að brjóta eigin verklagsreglur, framkvæma ekki ítarlegar áreiðanleikakannanir eða reyna á annan hátt að sannreyna áreiðanleika þeirra gagna sem útgefandi viðkomandi fjármálagernings veitti aðgang að, og veita viðskiptavinum sínum ráð (segja frá trixum) til að hafa áhrif á verðmat til hækkunar. Þessi gagnrýni öll og sú staðreynd að gríðarlegt álag var á matsfyrirtækin (t.d. vegna mikillar eftirspurnar lánshæfismats skuldavafninga) gerir það líklegra en ella að þau hafi ekki (getað) unnið sína heimavinnu við mat á íslensku bönkunum með fullnægjandi hætti. Og matsfyrirtækin hafa verið að tapa eða semja í viðlíka málum. Eftir hverju er þá beðið? Standa þessir 200.000 bandaríkjadalir í lífeyrissjóðunum (0,0032 prósent af árlegum rekstrarkostnaði)? Lífeyrissjóðirnir hafa að mínu mati sýnt málinu lítinn áhuga – og einn fyrirsvarsmaður sagði sem svo á fundi: „Verðum við ekki að fara að hætta að tala um fortíðina. Þetta er allt búið og gert.“ Lífeyrissjóðirnir brynjuðu sig gegn umræddri bandarískri lögfræðistofu, sem þó eru sérfræðingar í lögum NY-ríkis, með (íslensku?!) lögfræðiáliti og tala um of háan kostnað. Ég hef talað um þetta fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og fyrirsvarsmanna í lífeyrissjóðakerfinu. Finnst virkilega engum skipta máli hvort hægt sé að endurheimta tug eða tugi milljarða í lífeyrissjóðakerfið? Ég skal sjálfur safna þessum 200.000 Bandaríkjadölum og greiða – gegn því að lögfræðistofan fái aðgang að gögnum lífeyrissjóðanna til að meta líkur á árangursríkri málshöfðun. Á hverju strandar þá? Það er ekki bara skynsamlegt heldur líka skylda lífeyrissjóðanna að láta á þetta reyna til fulls.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar