Valdefling kvenna í þágu mannkynsins Phumzile Mlambo-Ngcuka skrifar 26. júní 2014 07:00 Fyrir um það bil 20 árum kom heimurinn saman í Peking á fjórðu heimsráðstefnunni um málefni kvenna. Á ráðstefnunni skrifuðu 189 þjóðir undir aðgerðaráætlun fyrir auknu jafnrétti kynjanna: útkoman var Pekingsáttmálinn. Um 17 þúsund þátttakendur og 30 þúsund aðgerðarsinnar sáu fyrir sér heim þar sem konur og stúlkur nutu jafnréttis, frelsis og jafnra tækifæra á öllum sviðum lífsins. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi átt sér stað á síðustu tveimur áratugum getur engin þjóð lýst því yfir að náðst hefur jafnrétti milli karla og kvenna. Nú er kominn tími að koma saman á ný fyrir konur og stúlkur um heim allan og ljúka þessari vegferð. Í tilefni af 20 ára afmæli sáttmálans mun UN Women standa fyrir árslangri herferð sem miðar að því að blása nýju lífi í sáttmálann. Markmiðið er skýrt: endurvekja skuldbindingar aðildarríkjanna, beita frekari þrýstingi á framgang mála og fá aukið fjármagn til að láta jafnrétti kynjanna verða að veruleika, stuðla að valdeflingu kvenna og auknum mannréttindum. Pekingsáttmálinn byggir á framsækinni áætlun í 12 flokkum sem miðar að því að bæta hag og réttindi kvenna og stúlkna um allan heim. Ríkistjórnir, einkageirinn og aðrir þátttakendur voru hvattir til að draga úr fátækt kvenna og stúlkna, tryggja þeirra réttindi að námi og þjálfun, hlúa að heilsu þeirra, þ.m.t. kyn- og frjósemisheilbrigði, vernda konur og stúlkur gegn ofbeldi og mismunun, tryggja að allir njóti ávinnings tækniframfara og þeirra grundarvallarréttinda að taka þátt í samfélaginu, stjórnmálum og efnahagslífinu.Mæta mismunun um allan heim Tuttugu árum síðar er Pekingsáttmálinn enn þá ein helsta grundvallarstoð réttindabaráttu kvenna. Það hafa átt sér stað mörg framfaraskref í jafnréttismálum og því ber að fagna. Aldrei hafa fleiri stúlkur gengið í skóla, atvinnuþátttaka kvenna hefur aldrei verið meiri og fleiri konur sitja á þingi og eru í leiðtogahlutverkum en nokkru sinni fyrr. En því miður þá mæta konur mismunun um allan heim fyrir það eitt að vera konur. Við sjáum það daglega, í launamisrétti og ójöfnun tækifærum á atvinnumarkaði…í óeðlilega lágu hlutfalli kvenna í opinbera og einkageiranum…í fjölda barnabrúðkaupa og því að ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum, en ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur upplifað ofbeldi – það endurspeglar stærri tölu en allir Evrópubúar. Kannski er sú staðreynd meira áhyggjuefni að ef umræðurnar í Peking hefðu átt sér stað í dag þá er líklegt að sáttmálinn hefði ekki verið eins sterkur. Okkur ber öllum skylda til að ýta frekar á innleiðingu sáttmálans, því í hvert skipti sem kona eða stúlka er beitt mismunun eða ofbeldi þá tapar mannkynið. Síðan að ráðstefnan var haldin í Peking hafa margar rannsóknir sýnt fram á það að við valdeflingu kvenna eflum við um leið mannkynið. Aukið jafnrétti tryggir löndum aukinn hagvöxt. Fyrirtæki með fleiri konur í stjórnum skila meiri arði til eigenda sinna. Þau þjóðþing sem eru með fleiri konur á þingi taka til umræðu fjölbreyttari mál og innleiða frekar lagasetningu tengda heilbrigði, menntun, mismunun og velferð barna. Friðarsáttmálar þar sem bæði konur og karlar koma að samningaborðinu endast lengur og eru traustari. Rannsóknir sýna að miðað við hvert viðbótarár í menntun kvenna lækkar barnadauði um 9,5 prósent. Við það að tryggja kvenbændum aðgang að fjármagni og þjónustu til jafns við karla myndi það auka framleiðni og koma í veg fyrir hungur 150 milljóna manna. Með jöfnum tækifærum kynjanna mun staðan í heiminum breytast til hins betra og hagsæld aukast.Þúsaldarmarkmið fyrir 2015 Við getum og þurfum að raungera þessa mynd. Öll ríki heimsins vinna nú að því að ná þúsaldarmarkmiðum fyrir árið 2015 og skilgreina nýja alheimsþróunaráætlun. Við þurfum að nýta þetta einnar-kynslóðar-tækifæri og setja barráttuna fyrir auknu jafnrétti kynjanna, réttindum kvenna og valdeflingu kvenna sem þungamiðju í alþjóðasamvinnu. Það er það eina rétta í stöðunni og það besta sem hægt er að gera fyrir mannkynið. Karlar og strákar, sem hafa verið hljóðir í of langan tíma, hafa verið að standa upp og tala fyrir réttindum kvenna og stúlkna í gegnum átaksverkefni UN Women líkt og herferðina #HeForShe. Við leitum til allra karla og stráka að ganga í lið með okkur. Um 20 árum eftir Pekingráðstefnuna trúi ég því að heimurinn sé tilbúinn að innleiða framtíðarsýn Pekingsáttmálans um jafnan heim fyrir bæði konur og karla. Á næstu tólf mánuðum mun UN Women kynna sáttmálann fyrir almenningi, sýna hvaða árangur hefur náðst á þessum 20 árum en einnig að skoða hvar við þurfum að bæta okkur og beita aðildarríki þrýstingi til að leggja meiri áherslu og fjármagn í jafnréttismál. Saman verðum við að ná jafnrétti milli karla og kvenna. Valdefling kvenna í þágu mannkynsins. Látum það verða að veruleika! Frekari upplýsingar er að finna á www.beijing20.unwomen.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil 20 árum kom heimurinn saman í Peking á fjórðu heimsráðstefnunni um málefni kvenna. Á ráðstefnunni skrifuðu 189 þjóðir undir aðgerðaráætlun fyrir auknu jafnrétti kynjanna: útkoman var Pekingsáttmálinn. Um 17 þúsund þátttakendur og 30 þúsund aðgerðarsinnar sáu fyrir sér heim þar sem konur og stúlkur nutu jafnréttis, frelsis og jafnra tækifæra á öllum sviðum lífsins. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi átt sér stað á síðustu tveimur áratugum getur engin þjóð lýst því yfir að náðst hefur jafnrétti milli karla og kvenna. Nú er kominn tími að koma saman á ný fyrir konur og stúlkur um heim allan og ljúka þessari vegferð. Í tilefni af 20 ára afmæli sáttmálans mun UN Women standa fyrir árslangri herferð sem miðar að því að blása nýju lífi í sáttmálann. Markmiðið er skýrt: endurvekja skuldbindingar aðildarríkjanna, beita frekari þrýstingi á framgang mála og fá aukið fjármagn til að láta jafnrétti kynjanna verða að veruleika, stuðla að valdeflingu kvenna og auknum mannréttindum. Pekingsáttmálinn byggir á framsækinni áætlun í 12 flokkum sem miðar að því að bæta hag og réttindi kvenna og stúlkna um allan heim. Ríkistjórnir, einkageirinn og aðrir þátttakendur voru hvattir til að draga úr fátækt kvenna og stúlkna, tryggja þeirra réttindi að námi og þjálfun, hlúa að heilsu þeirra, þ.m.t. kyn- og frjósemisheilbrigði, vernda konur og stúlkur gegn ofbeldi og mismunun, tryggja að allir njóti ávinnings tækniframfara og þeirra grundarvallarréttinda að taka þátt í samfélaginu, stjórnmálum og efnahagslífinu.Mæta mismunun um allan heim Tuttugu árum síðar er Pekingsáttmálinn enn þá ein helsta grundvallarstoð réttindabaráttu kvenna. Það hafa átt sér stað mörg framfaraskref í jafnréttismálum og því ber að fagna. Aldrei hafa fleiri stúlkur gengið í skóla, atvinnuþátttaka kvenna hefur aldrei verið meiri og fleiri konur sitja á þingi og eru í leiðtogahlutverkum en nokkru sinni fyrr. En því miður þá mæta konur mismunun um allan heim fyrir það eitt að vera konur. Við sjáum það daglega, í launamisrétti og ójöfnun tækifærum á atvinnumarkaði…í óeðlilega lágu hlutfalli kvenna í opinbera og einkageiranum…í fjölda barnabrúðkaupa og því að ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum, en ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur upplifað ofbeldi – það endurspeglar stærri tölu en allir Evrópubúar. Kannski er sú staðreynd meira áhyggjuefni að ef umræðurnar í Peking hefðu átt sér stað í dag þá er líklegt að sáttmálinn hefði ekki verið eins sterkur. Okkur ber öllum skylda til að ýta frekar á innleiðingu sáttmálans, því í hvert skipti sem kona eða stúlka er beitt mismunun eða ofbeldi þá tapar mannkynið. Síðan að ráðstefnan var haldin í Peking hafa margar rannsóknir sýnt fram á það að við valdeflingu kvenna eflum við um leið mannkynið. Aukið jafnrétti tryggir löndum aukinn hagvöxt. Fyrirtæki með fleiri konur í stjórnum skila meiri arði til eigenda sinna. Þau þjóðþing sem eru með fleiri konur á þingi taka til umræðu fjölbreyttari mál og innleiða frekar lagasetningu tengda heilbrigði, menntun, mismunun og velferð barna. Friðarsáttmálar þar sem bæði konur og karlar koma að samningaborðinu endast lengur og eru traustari. Rannsóknir sýna að miðað við hvert viðbótarár í menntun kvenna lækkar barnadauði um 9,5 prósent. Við það að tryggja kvenbændum aðgang að fjármagni og þjónustu til jafns við karla myndi það auka framleiðni og koma í veg fyrir hungur 150 milljóna manna. Með jöfnum tækifærum kynjanna mun staðan í heiminum breytast til hins betra og hagsæld aukast.Þúsaldarmarkmið fyrir 2015 Við getum og þurfum að raungera þessa mynd. Öll ríki heimsins vinna nú að því að ná þúsaldarmarkmiðum fyrir árið 2015 og skilgreina nýja alheimsþróunaráætlun. Við þurfum að nýta þetta einnar-kynslóðar-tækifæri og setja barráttuna fyrir auknu jafnrétti kynjanna, réttindum kvenna og valdeflingu kvenna sem þungamiðju í alþjóðasamvinnu. Það er það eina rétta í stöðunni og það besta sem hægt er að gera fyrir mannkynið. Karlar og strákar, sem hafa verið hljóðir í of langan tíma, hafa verið að standa upp og tala fyrir réttindum kvenna og stúlkna í gegnum átaksverkefni UN Women líkt og herferðina #HeForShe. Við leitum til allra karla og stráka að ganga í lið með okkur. Um 20 árum eftir Pekingráðstefnuna trúi ég því að heimurinn sé tilbúinn að innleiða framtíðarsýn Pekingsáttmálans um jafnan heim fyrir bæði konur og karla. Á næstu tólf mánuðum mun UN Women kynna sáttmálann fyrir almenningi, sýna hvaða árangur hefur náðst á þessum 20 árum en einnig að skoða hvar við þurfum að bæta okkur og beita aðildarríki þrýstingi til að leggja meiri áherslu og fjármagn í jafnréttismál. Saman verðum við að ná jafnrétti milli karla og kvenna. Valdefling kvenna í þágu mannkynsins. Látum það verða að veruleika! Frekari upplýsingar er að finna á www.beijing20.unwomen.org.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun