Fjandmenn eða foreldrar? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. júní 2014 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun