Massive Attack stóð fyrir sínu Baldvin Þormóðsson skrifar 23. júní 2014 11:00 Hljómsveitin Massive Attack sýndi sínar bestu hliðar á Secret Solstice um helgina. Vísir/Stefán Tónleikar Massive Attack Tónlistarhátíðin Secret Solstice Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta. Þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 26 ár þá er tvíeykið enn þá með sama einkennandi hljóm í tónlist sinni þannig að það fór ekki fram hjá neinum hvaða hljómsveit var á sviði. Sveitin var líka með langskemmtilegasta og jafnframt langflottasta show-ið af öllum tónlistarmönnum hátíðarinnar. Massive Attack hafa alltaf verið rammpólitískir og nota tónlist sína til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri og það gerðu þeir á laugardaginn. Á risastórum LED-ljósaskjá sem staðsettur var á bak við hljómsveitina mátti í einu laginu greina fyrirtækjalógó stórfyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé, Össurar og Marel. Í öðru lagi sínu höfðu þeir fengið fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á borð við „Íhugar að borða fylgjuna“ og fyrirsagnir sem fjölluðu um Tobbu Marinós og Völu Grand. Allt í allt voru tónleikarnir næstum því fullkomnir og blaðamaður er enn þá tárvotur eftir að sveitin tók 90‘s slagarann Teardrop. Gagnrýni Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónleikar Massive Attack Tónlistarhátíðin Secret Solstice Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta. Þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 26 ár þá er tvíeykið enn þá með sama einkennandi hljóm í tónlist sinni þannig að það fór ekki fram hjá neinum hvaða hljómsveit var á sviði. Sveitin var líka með langskemmtilegasta og jafnframt langflottasta show-ið af öllum tónlistarmönnum hátíðarinnar. Massive Attack hafa alltaf verið rammpólitískir og nota tónlist sína til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri og það gerðu þeir á laugardaginn. Á risastórum LED-ljósaskjá sem staðsettur var á bak við hljómsveitina mátti í einu laginu greina fyrirtækjalógó stórfyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé, Össurar og Marel. Í öðru lagi sínu höfðu þeir fengið fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á borð við „Íhugar að borða fylgjuna“ og fyrirsagnir sem fjölluðu um Tobbu Marinós og Völu Grand. Allt í allt voru tónleikarnir næstum því fullkomnir og blaðamaður er enn þá tárvotur eftir að sveitin tók 90‘s slagarann Teardrop.
Gagnrýni Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira