Hvar skal búið; tjald eða geymsla? Bragi Guðlaugsson skrifar 21. júní 2014 07:00 Fyrir skemmstu var mér sagt upp leigusamningi íbúðar sem ég hef búið í undanfarin tvö ár. Ég hafði alltaf staðið í skilum og var ástæða uppsagnar sú að leigusali var kominn í húsnæðisvanda og vantaði íbúðina fyrir sjálfan sig. Eftir mikla leit að leiguhúsnæði sem hentaði komst ég fljótt að því að leigumarkaðnum, sem hefur reyndar aldrei verið upp á marga fiska, hafði hnignað niður í fyrirbæri sem minnti helst á hóp soltinna úlfa sem slógust um síðasta fuglshræið. Þar að auki er ég með hund og var því óvelkominn á flesta af þeim fáu stöðum sem í boði voru. Ég hef starfað í sama geira í hálfan annan áratug, í því sem flokkast víst sem hefðbundið kvennastarf og er þar af leiðandi lágtekjumaður. Nýlega hlaut ég smávegis peningasummu í arf, ekkert til að tala um svo sem en þó nóg fyrir útborgun í litla íbúð. Þá datt mér í hug að kíkja á fasteignamarkaðinn þar sem ég fann litla, ódýra tveggja herbergja íbúð, reyndar í afleitu ástandi en ekkert sem ég treysti mér ekki til að laga sjálfur. Verðið var ágætt og innistæða fyrir útborgun til staðar. Gert var tilboð, með fyrirvara um greiðslumat, og var tilboðið samþykkt. Ég tók saman alla pappíra sem til þurfti og talaði við þjónustufulltrúa í Landsbankanum sem leit yfir þá og tjáði mér að þetta yrði líklegast samþykkt. Rúmlega tveimur vikum síðar fékk ég hringingu og var sagt að matinu hefði verið hafnað. Hér kemur svo smá talnaleikur.Feitasta hármódelið Síðastliðin tvö ár hef ég greitt 95 þúsund krónur í leigu á mánuði, plús rafmagn, síma og internet, eða eitthvað í kringum 110 þús. Afborganir af láninu hefðu verið 55 þúsund krónur. Með hússjóði, fasteignagjöldum, hita, rafmagni, síma og interneti væri ég að borga um það bil 90 þúsund. Samkvæmt neysluviðmiðum eyðir einstaklingur tæplega 100 þúsund krónum í mat og hreinlætisvörur á mánuði. Ég er nú ekkert sérstaklega grannur maður fyrir en ef ég eyddi 100 þúsund krónum í mat og sjampó þá væri ég líklegasta feitasta hármódel í heimi. Reyndar er ég ekki með hár heldur. Ég á bíl og mat bankinn að rekstrarkostnaður af bílnum væri í kringum 60 þúsund. Ég spurði þjónustufulltrúa hvort ég stæðist matið ef ég seldi bílinn og var sagt að það gengi upp, án bíls hefði ég engar skuldir eða rekstrarkostnað og stæðist því greiðslumat. Það er mikil eftirspurn eftir sams konar bílum og ég á og því var ég ekki lengi að finna kaupanda. Tveimur dögum síðar fæ ég aðra hringingu frá Landsbankanum og er tjáð að ég standist ekki heldur greiðslumat þrátt fyrir sölu á bílnum. Fyrir utan slæma starfshætti Landsbankans, þar sem hægri höndin virðist algerlega óhæf um að vita hvað sú vinstri er að gera, þá hlýtur maður að spyrja sig hvernig samfélagið býður upp á það að maður á fertugsaldri, skuldlaus, barnlaus og í fullri vinnu, sjái fram á það að þurfa að búa í tjaldi í Laugardalnum. Nema þá að foreldrar mínir sjái aumur á mér og búi um mig í geymslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var mér sagt upp leigusamningi íbúðar sem ég hef búið í undanfarin tvö ár. Ég hafði alltaf staðið í skilum og var ástæða uppsagnar sú að leigusali var kominn í húsnæðisvanda og vantaði íbúðina fyrir sjálfan sig. Eftir mikla leit að leiguhúsnæði sem hentaði komst ég fljótt að því að leigumarkaðnum, sem hefur reyndar aldrei verið upp á marga fiska, hafði hnignað niður í fyrirbæri sem minnti helst á hóp soltinna úlfa sem slógust um síðasta fuglshræið. Þar að auki er ég með hund og var því óvelkominn á flesta af þeim fáu stöðum sem í boði voru. Ég hef starfað í sama geira í hálfan annan áratug, í því sem flokkast víst sem hefðbundið kvennastarf og er þar af leiðandi lágtekjumaður. Nýlega hlaut ég smávegis peningasummu í arf, ekkert til að tala um svo sem en þó nóg fyrir útborgun í litla íbúð. Þá datt mér í hug að kíkja á fasteignamarkaðinn þar sem ég fann litla, ódýra tveggja herbergja íbúð, reyndar í afleitu ástandi en ekkert sem ég treysti mér ekki til að laga sjálfur. Verðið var ágætt og innistæða fyrir útborgun til staðar. Gert var tilboð, með fyrirvara um greiðslumat, og var tilboðið samþykkt. Ég tók saman alla pappíra sem til þurfti og talaði við þjónustufulltrúa í Landsbankanum sem leit yfir þá og tjáði mér að þetta yrði líklegast samþykkt. Rúmlega tveimur vikum síðar fékk ég hringingu og var sagt að matinu hefði verið hafnað. Hér kemur svo smá talnaleikur.Feitasta hármódelið Síðastliðin tvö ár hef ég greitt 95 þúsund krónur í leigu á mánuði, plús rafmagn, síma og internet, eða eitthvað í kringum 110 þús. Afborganir af láninu hefðu verið 55 þúsund krónur. Með hússjóði, fasteignagjöldum, hita, rafmagni, síma og interneti væri ég að borga um það bil 90 þúsund. Samkvæmt neysluviðmiðum eyðir einstaklingur tæplega 100 þúsund krónum í mat og hreinlætisvörur á mánuði. Ég er nú ekkert sérstaklega grannur maður fyrir en ef ég eyddi 100 þúsund krónum í mat og sjampó þá væri ég líklegasta feitasta hármódel í heimi. Reyndar er ég ekki með hár heldur. Ég á bíl og mat bankinn að rekstrarkostnaður af bílnum væri í kringum 60 þúsund. Ég spurði þjónustufulltrúa hvort ég stæðist matið ef ég seldi bílinn og var sagt að það gengi upp, án bíls hefði ég engar skuldir eða rekstrarkostnað og stæðist því greiðslumat. Það er mikil eftirspurn eftir sams konar bílum og ég á og því var ég ekki lengi að finna kaupanda. Tveimur dögum síðar fæ ég aðra hringingu frá Landsbankanum og er tjáð að ég standist ekki heldur greiðslumat þrátt fyrir sölu á bílnum. Fyrir utan slæma starfshætti Landsbankans, þar sem hægri höndin virðist algerlega óhæf um að vita hvað sú vinstri er að gera, þá hlýtur maður að spyrja sig hvernig samfélagið býður upp á það að maður á fertugsaldri, skuldlaus, barnlaus og í fullri vinnu, sjái fram á það að þurfa að búa í tjaldi í Laugardalnum. Nema þá að foreldrar mínir sjái aumur á mér og búi um mig í geymslunni.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun