Hvar skal búið; tjald eða geymsla? Bragi Guðlaugsson skrifar 21. júní 2014 07:00 Fyrir skemmstu var mér sagt upp leigusamningi íbúðar sem ég hef búið í undanfarin tvö ár. Ég hafði alltaf staðið í skilum og var ástæða uppsagnar sú að leigusali var kominn í húsnæðisvanda og vantaði íbúðina fyrir sjálfan sig. Eftir mikla leit að leiguhúsnæði sem hentaði komst ég fljótt að því að leigumarkaðnum, sem hefur reyndar aldrei verið upp á marga fiska, hafði hnignað niður í fyrirbæri sem minnti helst á hóp soltinna úlfa sem slógust um síðasta fuglshræið. Þar að auki er ég með hund og var því óvelkominn á flesta af þeim fáu stöðum sem í boði voru. Ég hef starfað í sama geira í hálfan annan áratug, í því sem flokkast víst sem hefðbundið kvennastarf og er þar af leiðandi lágtekjumaður. Nýlega hlaut ég smávegis peningasummu í arf, ekkert til að tala um svo sem en þó nóg fyrir útborgun í litla íbúð. Þá datt mér í hug að kíkja á fasteignamarkaðinn þar sem ég fann litla, ódýra tveggja herbergja íbúð, reyndar í afleitu ástandi en ekkert sem ég treysti mér ekki til að laga sjálfur. Verðið var ágætt og innistæða fyrir útborgun til staðar. Gert var tilboð, með fyrirvara um greiðslumat, og var tilboðið samþykkt. Ég tók saman alla pappíra sem til þurfti og talaði við þjónustufulltrúa í Landsbankanum sem leit yfir þá og tjáði mér að þetta yrði líklegast samþykkt. Rúmlega tveimur vikum síðar fékk ég hringingu og var sagt að matinu hefði verið hafnað. Hér kemur svo smá talnaleikur.Feitasta hármódelið Síðastliðin tvö ár hef ég greitt 95 þúsund krónur í leigu á mánuði, plús rafmagn, síma og internet, eða eitthvað í kringum 110 þús. Afborganir af láninu hefðu verið 55 þúsund krónur. Með hússjóði, fasteignagjöldum, hita, rafmagni, síma og interneti væri ég að borga um það bil 90 þúsund. Samkvæmt neysluviðmiðum eyðir einstaklingur tæplega 100 þúsund krónum í mat og hreinlætisvörur á mánuði. Ég er nú ekkert sérstaklega grannur maður fyrir en ef ég eyddi 100 þúsund krónum í mat og sjampó þá væri ég líklegasta feitasta hármódel í heimi. Reyndar er ég ekki með hár heldur. Ég á bíl og mat bankinn að rekstrarkostnaður af bílnum væri í kringum 60 þúsund. Ég spurði þjónustufulltrúa hvort ég stæðist matið ef ég seldi bílinn og var sagt að það gengi upp, án bíls hefði ég engar skuldir eða rekstrarkostnað og stæðist því greiðslumat. Það er mikil eftirspurn eftir sams konar bílum og ég á og því var ég ekki lengi að finna kaupanda. Tveimur dögum síðar fæ ég aðra hringingu frá Landsbankanum og er tjáð að ég standist ekki heldur greiðslumat þrátt fyrir sölu á bílnum. Fyrir utan slæma starfshætti Landsbankans, þar sem hægri höndin virðist algerlega óhæf um að vita hvað sú vinstri er að gera, þá hlýtur maður að spyrja sig hvernig samfélagið býður upp á það að maður á fertugsaldri, skuldlaus, barnlaus og í fullri vinnu, sjái fram á það að þurfa að búa í tjaldi í Laugardalnum. Nema þá að foreldrar mínir sjái aumur á mér og búi um mig í geymslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var mér sagt upp leigusamningi íbúðar sem ég hef búið í undanfarin tvö ár. Ég hafði alltaf staðið í skilum og var ástæða uppsagnar sú að leigusali var kominn í húsnæðisvanda og vantaði íbúðina fyrir sjálfan sig. Eftir mikla leit að leiguhúsnæði sem hentaði komst ég fljótt að því að leigumarkaðnum, sem hefur reyndar aldrei verið upp á marga fiska, hafði hnignað niður í fyrirbæri sem minnti helst á hóp soltinna úlfa sem slógust um síðasta fuglshræið. Þar að auki er ég með hund og var því óvelkominn á flesta af þeim fáu stöðum sem í boði voru. Ég hef starfað í sama geira í hálfan annan áratug, í því sem flokkast víst sem hefðbundið kvennastarf og er þar af leiðandi lágtekjumaður. Nýlega hlaut ég smávegis peningasummu í arf, ekkert til að tala um svo sem en þó nóg fyrir útborgun í litla íbúð. Þá datt mér í hug að kíkja á fasteignamarkaðinn þar sem ég fann litla, ódýra tveggja herbergja íbúð, reyndar í afleitu ástandi en ekkert sem ég treysti mér ekki til að laga sjálfur. Verðið var ágætt og innistæða fyrir útborgun til staðar. Gert var tilboð, með fyrirvara um greiðslumat, og var tilboðið samþykkt. Ég tók saman alla pappíra sem til þurfti og talaði við þjónustufulltrúa í Landsbankanum sem leit yfir þá og tjáði mér að þetta yrði líklegast samþykkt. Rúmlega tveimur vikum síðar fékk ég hringingu og var sagt að matinu hefði verið hafnað. Hér kemur svo smá talnaleikur.Feitasta hármódelið Síðastliðin tvö ár hef ég greitt 95 þúsund krónur í leigu á mánuði, plús rafmagn, síma og internet, eða eitthvað í kringum 110 þús. Afborganir af láninu hefðu verið 55 þúsund krónur. Með hússjóði, fasteignagjöldum, hita, rafmagni, síma og interneti væri ég að borga um það bil 90 þúsund. Samkvæmt neysluviðmiðum eyðir einstaklingur tæplega 100 þúsund krónum í mat og hreinlætisvörur á mánuði. Ég er nú ekkert sérstaklega grannur maður fyrir en ef ég eyddi 100 þúsund krónum í mat og sjampó þá væri ég líklegasta feitasta hármódel í heimi. Reyndar er ég ekki með hár heldur. Ég á bíl og mat bankinn að rekstrarkostnaður af bílnum væri í kringum 60 þúsund. Ég spurði þjónustufulltrúa hvort ég stæðist matið ef ég seldi bílinn og var sagt að það gengi upp, án bíls hefði ég engar skuldir eða rekstrarkostnað og stæðist því greiðslumat. Það er mikil eftirspurn eftir sams konar bílum og ég á og því var ég ekki lengi að finna kaupanda. Tveimur dögum síðar fæ ég aðra hringingu frá Landsbankanum og er tjáð að ég standist ekki heldur greiðslumat þrátt fyrir sölu á bílnum. Fyrir utan slæma starfshætti Landsbankans, þar sem hægri höndin virðist algerlega óhæf um að vita hvað sú vinstri er að gera, þá hlýtur maður að spyrja sig hvernig samfélagið býður upp á það að maður á fertugsaldri, skuldlaus, barnlaus og í fullri vinnu, sjái fram á það að þurfa að búa í tjaldi í Laugardalnum. Nema þá að foreldrar mínir sjái aumur á mér og búi um mig í geymslunni.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun