Félagslegt heilbrigðiskerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 13. júní 2014 07:00 Vaxandi vantraust á stjórnmálaflokkum og stjórnmálakerfinu er mikið áhyggjuefni hér á landi sem annars staðar. Fólk situr uppi með þá tilfinningu að stjórnmálin snúist öðru fremur um að tryggja sérhagsmuni háværra, valdamikilla og auðugra hópa samfélagsins en ekki hagsmuni hins almenna borgara. Heilbrigðismál eru hér ekki undanskilin, því miður.Stuðningur við opinbert kerfi Heilbrigðiskerfið er ein af meginstoðum hvers samfélags. Á Íslandi vill yfirgnæfandi meirihluti fólks (81,1%) að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og enn fleiri að fjárveitingar til kerfisins verði auknar. Þetta eru rökréttar áherslur enda má auðveldlega sýna fram á að aukin einkaframkvæmd leiði í raun til einkavæðingar. Hér á landi höfum við gott dæmi um þetta. Ríkið hefur gert samninga við ýmsa sérgreinalækna í einkarekstri. Þegar ekki náðist að endurnýja samningana var ríkið í raun orðið háð þjónustu einkarekinnar heilbrigðisþjónustu og læknarnir gátu hækkað gjaldskrár sínar einhliða og kostnaðarþátttaka sjúklinga jókst sem því nam. Ríkið missir stjórn á kerfinu, verður háð einkaaðilum vegna mikilvægrar þjónustu og kostnaður sjúklinganna eykst. Þessi þróun veldur því að erfiðara verður fyrir hið opinbera að hafa áhrif á uppbyggingu og skipulag þjónustunnar. Í raun missir ríkisvaldið að einhverju leyti stjórn á fjárveitingum til kerfisins og á erfiðara með að stýra fjármunum þangað sem þörfin er brýnust.Einkavæðing? Ríkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, sem og Björt framtíð hafa lýst yfir áhuga á fjölbreyttari rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Þessir flokkar verða að svara því hvort í því felist dulin skilaboð um einkavæðingu, þvert á vilja almennings. Stefna Samfylkingarinnar er skýr í þessum efnum: Við höfnum frekari einkavæðingu á velferðarþjónustu sem nú er í opinberum rekstri. Brýnustu verkefnin í heilbrigðisþjónustu næstu árin eru risavaxin. Við þurfum að efla og styrkja heilsugæsluna, endurnýja húsa- og tækjakost Landspítala og draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Vaxandi vantraust á stjórnmálaflokkum og stjórnmálakerfinu er mikið áhyggjuefni hér á landi sem annars staðar. Fólk situr uppi með þá tilfinningu að stjórnmálin snúist öðru fremur um að tryggja sérhagsmuni háværra, valdamikilla og auðugra hópa samfélagsins en ekki hagsmuni hins almenna borgara. Heilbrigðismál eru hér ekki undanskilin, því miður.Stuðningur við opinbert kerfi Heilbrigðiskerfið er ein af meginstoðum hvers samfélags. Á Íslandi vill yfirgnæfandi meirihluti fólks (81,1%) að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og enn fleiri að fjárveitingar til kerfisins verði auknar. Þetta eru rökréttar áherslur enda má auðveldlega sýna fram á að aukin einkaframkvæmd leiði í raun til einkavæðingar. Hér á landi höfum við gott dæmi um þetta. Ríkið hefur gert samninga við ýmsa sérgreinalækna í einkarekstri. Þegar ekki náðist að endurnýja samningana var ríkið í raun orðið háð þjónustu einkarekinnar heilbrigðisþjónustu og læknarnir gátu hækkað gjaldskrár sínar einhliða og kostnaðarþátttaka sjúklinga jókst sem því nam. Ríkið missir stjórn á kerfinu, verður háð einkaaðilum vegna mikilvægrar þjónustu og kostnaður sjúklinganna eykst. Þessi þróun veldur því að erfiðara verður fyrir hið opinbera að hafa áhrif á uppbyggingu og skipulag þjónustunnar. Í raun missir ríkisvaldið að einhverju leyti stjórn á fjárveitingum til kerfisins og á erfiðara með að stýra fjármunum þangað sem þörfin er brýnust.Einkavæðing? Ríkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, sem og Björt framtíð hafa lýst yfir áhuga á fjölbreyttari rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Þessir flokkar verða að svara því hvort í því felist dulin skilaboð um einkavæðingu, þvert á vilja almennings. Stefna Samfylkingarinnar er skýr í þessum efnum: Við höfnum frekari einkavæðingu á velferðarþjónustu sem nú er í opinberum rekstri. Brýnustu verkefnin í heilbrigðisþjónustu næstu árin eru risavaxin. Við þurfum að efla og styrkja heilsugæsluna, endurnýja húsa- og tækjakost Landspítala og draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun