Félagslegt heilbrigðiskerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 13. júní 2014 07:00 Vaxandi vantraust á stjórnmálaflokkum og stjórnmálakerfinu er mikið áhyggjuefni hér á landi sem annars staðar. Fólk situr uppi með þá tilfinningu að stjórnmálin snúist öðru fremur um að tryggja sérhagsmuni háværra, valdamikilla og auðugra hópa samfélagsins en ekki hagsmuni hins almenna borgara. Heilbrigðismál eru hér ekki undanskilin, því miður.Stuðningur við opinbert kerfi Heilbrigðiskerfið er ein af meginstoðum hvers samfélags. Á Íslandi vill yfirgnæfandi meirihluti fólks (81,1%) að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og enn fleiri að fjárveitingar til kerfisins verði auknar. Þetta eru rökréttar áherslur enda má auðveldlega sýna fram á að aukin einkaframkvæmd leiði í raun til einkavæðingar. Hér á landi höfum við gott dæmi um þetta. Ríkið hefur gert samninga við ýmsa sérgreinalækna í einkarekstri. Þegar ekki náðist að endurnýja samningana var ríkið í raun orðið háð þjónustu einkarekinnar heilbrigðisþjónustu og læknarnir gátu hækkað gjaldskrár sínar einhliða og kostnaðarþátttaka sjúklinga jókst sem því nam. Ríkið missir stjórn á kerfinu, verður háð einkaaðilum vegna mikilvægrar þjónustu og kostnaður sjúklinganna eykst. Þessi þróun veldur því að erfiðara verður fyrir hið opinbera að hafa áhrif á uppbyggingu og skipulag þjónustunnar. Í raun missir ríkisvaldið að einhverju leyti stjórn á fjárveitingum til kerfisins og á erfiðara með að stýra fjármunum þangað sem þörfin er brýnust.Einkavæðing? Ríkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, sem og Björt framtíð hafa lýst yfir áhuga á fjölbreyttari rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Þessir flokkar verða að svara því hvort í því felist dulin skilaboð um einkavæðingu, þvert á vilja almennings. Stefna Samfylkingarinnar er skýr í þessum efnum: Við höfnum frekari einkavæðingu á velferðarþjónustu sem nú er í opinberum rekstri. Brýnustu verkefnin í heilbrigðisþjónustu næstu árin eru risavaxin. Við þurfum að efla og styrkja heilsugæsluna, endurnýja húsa- og tækjakost Landspítala og draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi vantraust á stjórnmálaflokkum og stjórnmálakerfinu er mikið áhyggjuefni hér á landi sem annars staðar. Fólk situr uppi með þá tilfinningu að stjórnmálin snúist öðru fremur um að tryggja sérhagsmuni háværra, valdamikilla og auðugra hópa samfélagsins en ekki hagsmuni hins almenna borgara. Heilbrigðismál eru hér ekki undanskilin, því miður.Stuðningur við opinbert kerfi Heilbrigðiskerfið er ein af meginstoðum hvers samfélags. Á Íslandi vill yfirgnæfandi meirihluti fólks (81,1%) að heilbrigðisþjónusta sé fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og enn fleiri að fjárveitingar til kerfisins verði auknar. Þetta eru rökréttar áherslur enda má auðveldlega sýna fram á að aukin einkaframkvæmd leiði í raun til einkavæðingar. Hér á landi höfum við gott dæmi um þetta. Ríkið hefur gert samninga við ýmsa sérgreinalækna í einkarekstri. Þegar ekki náðist að endurnýja samningana var ríkið í raun orðið háð þjónustu einkarekinnar heilbrigðisþjónustu og læknarnir gátu hækkað gjaldskrár sínar einhliða og kostnaðarþátttaka sjúklinga jókst sem því nam. Ríkið missir stjórn á kerfinu, verður háð einkaaðilum vegna mikilvægrar þjónustu og kostnaður sjúklinganna eykst. Þessi þróun veldur því að erfiðara verður fyrir hið opinbera að hafa áhrif á uppbyggingu og skipulag þjónustunnar. Í raun missir ríkisvaldið að einhverju leyti stjórn á fjárveitingum til kerfisins og á erfiðara með að stýra fjármunum þangað sem þörfin er brýnust.Einkavæðing? Ríkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, sem og Björt framtíð hafa lýst yfir áhuga á fjölbreyttari rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu. Þessir flokkar verða að svara því hvort í því felist dulin skilaboð um einkavæðingu, þvert á vilja almennings. Stefna Samfylkingarinnar er skýr í þessum efnum: Við höfnum frekari einkavæðingu á velferðarþjónustu sem nú er í opinberum rekstri. Brýnustu verkefnin í heilbrigðisþjónustu næstu árin eru risavaxin. Við þurfum að efla og styrkja heilsugæsluna, endurnýja húsa- og tækjakost Landspítala og draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun