Hvers vegna eru erfðabreytt matvæli merkt? Sandra B. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2014 07:00 Erfðabreytt matvæli eru merkt vegna þess að aldrei hefur verið sýnt fram á öryggi þeirra til neyslu. Nytjaplöntum var erfðabreytt með sn. genasmíð, sem inniheldur gen úr framandi lífveru (t.d. fiski, skordýri, dýrum og jafnvel mönnum) sem flækt er saman við bakteríu, vírus og gen sem tjáir ónæmi fyrir sýklalyfjum. Slík planta mundi aldrei verða til í náttúrunni og afleiðingar þess að neyta fæðu sem er svo gjörólík þeirri fæðu sem þróunin hefur ætlað okkur eru óþekktar. Fyrirtækin sem þróa erfðabreyttar plöntur þurfa ekki að gera öryggisprófanir á mönnum, heldur er þeim aðeins gert að sýna fram á hvort erfðabreytt matvæli séu umtalsvert jafngild venjulegum matvælum. „Umtalsvert jafngildi“ hefur enga lagalega eða vísindalega skilgreiningu. Það er einfaldaður samanburður á nokkrum grunnþáttum (próteinum, fitu og kolvetnum) og er ekki til þess bært að greina marktækan mun á erfðabreyttum og hefðbundnum matvælum. Til dæmis gæti hann ekki greint mun á heilbrigðri kú og kú með riðuveiki. En þeir sem neyta kjötafurða af riðusýktum nautgripum kunna að sýkjast af hinum banvæna sjúkdómi CJD. Nú er hálfur annar áratugur síðan sýnt var fram á að umtalsvert jafngildi er vísindalega innantómt hugtak. Það kom nánar í ljós m.a. í norskri rannsókn á erfðabreyttu soja (2013), egypskri rannsókn á Bt-maís (2013) og í brasilískri rannsókn (2014) sem sýndi að 32 gerðir próteina voru tjáðar með ólíkum hætti í erfðabreyttum maís samanborið við venjulegan maís.Rangar staðhæfingar En það eru ekki aðeins gervivísindi jafngildisprófana sem vekja spurningar um öryggi erfðabreyttra matvæla heldur einnig rangar staðhæfingar líftæknifyrirtækja um slíkt öryggi, til dæmis að erfðabreytt matvæli gætu ekki valdið mönnum og dýrum heilsutjóni þar sem meltingarkerfi spendýra sundri DNA í matvælum. Rannsóknir hafa afsannað þetta og þeirra áhrifaríkust er kanadísk rannsókn frá árinu 2011 sem sýndi að Bt-eitur úr erfðabreyttum matvælum komst í gegnum meltingarveginn og fannst í blóði þungaðra kvenna og í blóði ófæddra barna þeirra. Kanadíska rannsóknin hafði gríðarleg áhrif á neytendur og kallaði þegar á andsvör hagsmunaafla í erfðatækni sem reyndu að grafa undan tiltrú á henni. Þegar höfundar rannsóknarinnar vörðu þær aðferðir og staðla sem hún byggðist á brást líftækniiðnaðurinn við með því að fullyrða að engu breytti þótt Bt-eitur kæmist í gegnum meltingarveginn því það væri spendýrum skaðlaust, nokkuð sem vísindin hafa enn og aftur afsannað. Frönsk rannsókn (2012) sýndi að ein tegund af Bt-eitri dræpi frumur úr mönnum og 3ja ára rannsókn á sauðfé sýndi að Bt-eitur olli röskun á starfsemi meltingarkerfisins. A.m.k. fjórar rannsóknir á tilraunadýrum sýna eitrun í smáþörmum, lifur, nýrum, milta og briskirtli af völdum Bt-eiturs. Þá sýna aðrar rannsóknir samdrátt í vexti og truflun á ónæmiskerfi. Egypsk rannsókn (2013) sýndi að rottur sem fengu Bt-maís sýndu sterk merki um eitrun í lifur, nýrum og smáþörmum eftir þrjá mánuði. Augljóst er að fullyrðingar talsmanna erfðabreytinga um öryggi erfðabreyttra matvæla hafa reynst rangar; DNA úr erfðabreyttum matvælum kemst í gegnum meltingarveg spendýra og getur valdið þeim verulegu heilsutjóni.Merkingar mikilvægar Merkingar erfðabreyttra matvæla eru mikilvægar vegna þess að þær eru aðvörun. Því miður krefst íslenska merkingareglugerðin þess eins að orðið „erfðabreytt“ sé prentað næst þeim innihaldsefnum sem eru erfðabreytt, og að jafnaði er þetta að finna í örsmáu og næstum ólæsilegu letri. Reglugerð ESB gerir kröfu um að setningin „þessi afurð inniheldur erfðabreyttar lífverur“ sé prentuð í innihaldslýsinguna, sem auðveldara er fyrir neytendur að lesa. Íslenska reglugerðin tilgreinir heldur ekki hvers konar erfðabreytt efni megi vera í matvælum. Þar af leiðandi eru neytendur hér á landi berskjaldaðir fyrir mengun af völdum alls konar erfðabreyttra afurða – þar með taldra tilraunaplantna og hættulegra plantna sem ræktaðar eru til lyfjagerðar og iðnaðar. Evrópugerðin kveður hins vegar á um að hvers konar mengun af völdum erfðabreyttra afurða megi einvörðungu vera frá plöntum sem ESB hefur þegar heimilað til ræktunar eða innflutnings. Ljóst er að tilraun Íslands til að rita sína eigin útgáfu af merkingarreglum fyrir erfðabreyttar afurðir hefur ekki skilað árangri. Íslandi ber sem EES-ríki að taka upp gerðir ESB á þessu sviði. Nú er tími til kominn að innleiða gerð ESB um merkingar erfðabreyttra matvæla – frá orði til orðs. Það er okkar eina leið til þess að vernda viðskipti milli okkar og Evrópu og tryggja jafnframt íslenskum neytendum sömu vernd og aðrir Evrópubúar njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Erfðabreytt matvæli eru merkt vegna þess að aldrei hefur verið sýnt fram á öryggi þeirra til neyslu. Nytjaplöntum var erfðabreytt með sn. genasmíð, sem inniheldur gen úr framandi lífveru (t.d. fiski, skordýri, dýrum og jafnvel mönnum) sem flækt er saman við bakteríu, vírus og gen sem tjáir ónæmi fyrir sýklalyfjum. Slík planta mundi aldrei verða til í náttúrunni og afleiðingar þess að neyta fæðu sem er svo gjörólík þeirri fæðu sem þróunin hefur ætlað okkur eru óþekktar. Fyrirtækin sem þróa erfðabreyttar plöntur þurfa ekki að gera öryggisprófanir á mönnum, heldur er þeim aðeins gert að sýna fram á hvort erfðabreytt matvæli séu umtalsvert jafngild venjulegum matvælum. „Umtalsvert jafngildi“ hefur enga lagalega eða vísindalega skilgreiningu. Það er einfaldaður samanburður á nokkrum grunnþáttum (próteinum, fitu og kolvetnum) og er ekki til þess bært að greina marktækan mun á erfðabreyttum og hefðbundnum matvælum. Til dæmis gæti hann ekki greint mun á heilbrigðri kú og kú með riðuveiki. En þeir sem neyta kjötafurða af riðusýktum nautgripum kunna að sýkjast af hinum banvæna sjúkdómi CJD. Nú er hálfur annar áratugur síðan sýnt var fram á að umtalsvert jafngildi er vísindalega innantómt hugtak. Það kom nánar í ljós m.a. í norskri rannsókn á erfðabreyttu soja (2013), egypskri rannsókn á Bt-maís (2013) og í brasilískri rannsókn (2014) sem sýndi að 32 gerðir próteina voru tjáðar með ólíkum hætti í erfðabreyttum maís samanborið við venjulegan maís.Rangar staðhæfingar En það eru ekki aðeins gervivísindi jafngildisprófana sem vekja spurningar um öryggi erfðabreyttra matvæla heldur einnig rangar staðhæfingar líftæknifyrirtækja um slíkt öryggi, til dæmis að erfðabreytt matvæli gætu ekki valdið mönnum og dýrum heilsutjóni þar sem meltingarkerfi spendýra sundri DNA í matvælum. Rannsóknir hafa afsannað þetta og þeirra áhrifaríkust er kanadísk rannsókn frá árinu 2011 sem sýndi að Bt-eitur úr erfðabreyttum matvælum komst í gegnum meltingarveginn og fannst í blóði þungaðra kvenna og í blóði ófæddra barna þeirra. Kanadíska rannsóknin hafði gríðarleg áhrif á neytendur og kallaði þegar á andsvör hagsmunaafla í erfðatækni sem reyndu að grafa undan tiltrú á henni. Þegar höfundar rannsóknarinnar vörðu þær aðferðir og staðla sem hún byggðist á brást líftækniiðnaðurinn við með því að fullyrða að engu breytti þótt Bt-eitur kæmist í gegnum meltingarveginn því það væri spendýrum skaðlaust, nokkuð sem vísindin hafa enn og aftur afsannað. Frönsk rannsókn (2012) sýndi að ein tegund af Bt-eitri dræpi frumur úr mönnum og 3ja ára rannsókn á sauðfé sýndi að Bt-eitur olli röskun á starfsemi meltingarkerfisins. A.m.k. fjórar rannsóknir á tilraunadýrum sýna eitrun í smáþörmum, lifur, nýrum, milta og briskirtli af völdum Bt-eiturs. Þá sýna aðrar rannsóknir samdrátt í vexti og truflun á ónæmiskerfi. Egypsk rannsókn (2013) sýndi að rottur sem fengu Bt-maís sýndu sterk merki um eitrun í lifur, nýrum og smáþörmum eftir þrjá mánuði. Augljóst er að fullyrðingar talsmanna erfðabreytinga um öryggi erfðabreyttra matvæla hafa reynst rangar; DNA úr erfðabreyttum matvælum kemst í gegnum meltingarveg spendýra og getur valdið þeim verulegu heilsutjóni.Merkingar mikilvægar Merkingar erfðabreyttra matvæla eru mikilvægar vegna þess að þær eru aðvörun. Því miður krefst íslenska merkingareglugerðin þess eins að orðið „erfðabreytt“ sé prentað næst þeim innihaldsefnum sem eru erfðabreytt, og að jafnaði er þetta að finna í örsmáu og næstum ólæsilegu letri. Reglugerð ESB gerir kröfu um að setningin „þessi afurð inniheldur erfðabreyttar lífverur“ sé prentuð í innihaldslýsinguna, sem auðveldara er fyrir neytendur að lesa. Íslenska reglugerðin tilgreinir heldur ekki hvers konar erfðabreytt efni megi vera í matvælum. Þar af leiðandi eru neytendur hér á landi berskjaldaðir fyrir mengun af völdum alls konar erfðabreyttra afurða – þar með taldra tilraunaplantna og hættulegra plantna sem ræktaðar eru til lyfjagerðar og iðnaðar. Evrópugerðin kveður hins vegar á um að hvers konar mengun af völdum erfðabreyttra afurða megi einvörðungu vera frá plöntum sem ESB hefur þegar heimilað til ræktunar eða innflutnings. Ljóst er að tilraun Íslands til að rita sína eigin útgáfu af merkingarreglum fyrir erfðabreyttar afurðir hefur ekki skilað árangri. Íslandi ber sem EES-ríki að taka upp gerðir ESB á þessu sviði. Nú er tími til kominn að innleiða gerð ESB um merkingar erfðabreyttra matvæla – frá orði til orðs. Það er okkar eina leið til þess að vernda viðskipti milli okkar og Evrópu og tryggja jafnframt íslenskum neytendum sömu vernd og aðrir Evrópubúar njóta.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun