Hvers vegna eru erfðabreytt matvæli merkt? Sandra B. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2014 07:00 Erfðabreytt matvæli eru merkt vegna þess að aldrei hefur verið sýnt fram á öryggi þeirra til neyslu. Nytjaplöntum var erfðabreytt með sn. genasmíð, sem inniheldur gen úr framandi lífveru (t.d. fiski, skordýri, dýrum og jafnvel mönnum) sem flækt er saman við bakteríu, vírus og gen sem tjáir ónæmi fyrir sýklalyfjum. Slík planta mundi aldrei verða til í náttúrunni og afleiðingar þess að neyta fæðu sem er svo gjörólík þeirri fæðu sem þróunin hefur ætlað okkur eru óþekktar. Fyrirtækin sem þróa erfðabreyttar plöntur þurfa ekki að gera öryggisprófanir á mönnum, heldur er þeim aðeins gert að sýna fram á hvort erfðabreytt matvæli séu umtalsvert jafngild venjulegum matvælum. „Umtalsvert jafngildi“ hefur enga lagalega eða vísindalega skilgreiningu. Það er einfaldaður samanburður á nokkrum grunnþáttum (próteinum, fitu og kolvetnum) og er ekki til þess bært að greina marktækan mun á erfðabreyttum og hefðbundnum matvælum. Til dæmis gæti hann ekki greint mun á heilbrigðri kú og kú með riðuveiki. En þeir sem neyta kjötafurða af riðusýktum nautgripum kunna að sýkjast af hinum banvæna sjúkdómi CJD. Nú er hálfur annar áratugur síðan sýnt var fram á að umtalsvert jafngildi er vísindalega innantómt hugtak. Það kom nánar í ljós m.a. í norskri rannsókn á erfðabreyttu soja (2013), egypskri rannsókn á Bt-maís (2013) og í brasilískri rannsókn (2014) sem sýndi að 32 gerðir próteina voru tjáðar með ólíkum hætti í erfðabreyttum maís samanborið við venjulegan maís.Rangar staðhæfingar En það eru ekki aðeins gervivísindi jafngildisprófana sem vekja spurningar um öryggi erfðabreyttra matvæla heldur einnig rangar staðhæfingar líftæknifyrirtækja um slíkt öryggi, til dæmis að erfðabreytt matvæli gætu ekki valdið mönnum og dýrum heilsutjóni þar sem meltingarkerfi spendýra sundri DNA í matvælum. Rannsóknir hafa afsannað þetta og þeirra áhrifaríkust er kanadísk rannsókn frá árinu 2011 sem sýndi að Bt-eitur úr erfðabreyttum matvælum komst í gegnum meltingarveginn og fannst í blóði þungaðra kvenna og í blóði ófæddra barna þeirra. Kanadíska rannsóknin hafði gríðarleg áhrif á neytendur og kallaði þegar á andsvör hagsmunaafla í erfðatækni sem reyndu að grafa undan tiltrú á henni. Þegar höfundar rannsóknarinnar vörðu þær aðferðir og staðla sem hún byggðist á brást líftækniiðnaðurinn við með því að fullyrða að engu breytti þótt Bt-eitur kæmist í gegnum meltingarveginn því það væri spendýrum skaðlaust, nokkuð sem vísindin hafa enn og aftur afsannað. Frönsk rannsókn (2012) sýndi að ein tegund af Bt-eitri dræpi frumur úr mönnum og 3ja ára rannsókn á sauðfé sýndi að Bt-eitur olli röskun á starfsemi meltingarkerfisins. A.m.k. fjórar rannsóknir á tilraunadýrum sýna eitrun í smáþörmum, lifur, nýrum, milta og briskirtli af völdum Bt-eiturs. Þá sýna aðrar rannsóknir samdrátt í vexti og truflun á ónæmiskerfi. Egypsk rannsókn (2013) sýndi að rottur sem fengu Bt-maís sýndu sterk merki um eitrun í lifur, nýrum og smáþörmum eftir þrjá mánuði. Augljóst er að fullyrðingar talsmanna erfðabreytinga um öryggi erfðabreyttra matvæla hafa reynst rangar; DNA úr erfðabreyttum matvælum kemst í gegnum meltingarveg spendýra og getur valdið þeim verulegu heilsutjóni.Merkingar mikilvægar Merkingar erfðabreyttra matvæla eru mikilvægar vegna þess að þær eru aðvörun. Því miður krefst íslenska merkingareglugerðin þess eins að orðið „erfðabreytt“ sé prentað næst þeim innihaldsefnum sem eru erfðabreytt, og að jafnaði er þetta að finna í örsmáu og næstum ólæsilegu letri. Reglugerð ESB gerir kröfu um að setningin „þessi afurð inniheldur erfðabreyttar lífverur“ sé prentuð í innihaldslýsinguna, sem auðveldara er fyrir neytendur að lesa. Íslenska reglugerðin tilgreinir heldur ekki hvers konar erfðabreytt efni megi vera í matvælum. Þar af leiðandi eru neytendur hér á landi berskjaldaðir fyrir mengun af völdum alls konar erfðabreyttra afurða – þar með taldra tilraunaplantna og hættulegra plantna sem ræktaðar eru til lyfjagerðar og iðnaðar. Evrópugerðin kveður hins vegar á um að hvers konar mengun af völdum erfðabreyttra afurða megi einvörðungu vera frá plöntum sem ESB hefur þegar heimilað til ræktunar eða innflutnings. Ljóst er að tilraun Íslands til að rita sína eigin útgáfu af merkingarreglum fyrir erfðabreyttar afurðir hefur ekki skilað árangri. Íslandi ber sem EES-ríki að taka upp gerðir ESB á þessu sviði. Nú er tími til kominn að innleiða gerð ESB um merkingar erfðabreyttra matvæla – frá orði til orðs. Það er okkar eina leið til þess að vernda viðskipti milli okkar og Evrópu og tryggja jafnframt íslenskum neytendum sömu vernd og aðrir Evrópubúar njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Erfðabreytt matvæli eru merkt vegna þess að aldrei hefur verið sýnt fram á öryggi þeirra til neyslu. Nytjaplöntum var erfðabreytt með sn. genasmíð, sem inniheldur gen úr framandi lífveru (t.d. fiski, skordýri, dýrum og jafnvel mönnum) sem flækt er saman við bakteríu, vírus og gen sem tjáir ónæmi fyrir sýklalyfjum. Slík planta mundi aldrei verða til í náttúrunni og afleiðingar þess að neyta fæðu sem er svo gjörólík þeirri fæðu sem þróunin hefur ætlað okkur eru óþekktar. Fyrirtækin sem þróa erfðabreyttar plöntur þurfa ekki að gera öryggisprófanir á mönnum, heldur er þeim aðeins gert að sýna fram á hvort erfðabreytt matvæli séu umtalsvert jafngild venjulegum matvælum. „Umtalsvert jafngildi“ hefur enga lagalega eða vísindalega skilgreiningu. Það er einfaldaður samanburður á nokkrum grunnþáttum (próteinum, fitu og kolvetnum) og er ekki til þess bært að greina marktækan mun á erfðabreyttum og hefðbundnum matvælum. Til dæmis gæti hann ekki greint mun á heilbrigðri kú og kú með riðuveiki. En þeir sem neyta kjötafurða af riðusýktum nautgripum kunna að sýkjast af hinum banvæna sjúkdómi CJD. Nú er hálfur annar áratugur síðan sýnt var fram á að umtalsvert jafngildi er vísindalega innantómt hugtak. Það kom nánar í ljós m.a. í norskri rannsókn á erfðabreyttu soja (2013), egypskri rannsókn á Bt-maís (2013) og í brasilískri rannsókn (2014) sem sýndi að 32 gerðir próteina voru tjáðar með ólíkum hætti í erfðabreyttum maís samanborið við venjulegan maís.Rangar staðhæfingar En það eru ekki aðeins gervivísindi jafngildisprófana sem vekja spurningar um öryggi erfðabreyttra matvæla heldur einnig rangar staðhæfingar líftæknifyrirtækja um slíkt öryggi, til dæmis að erfðabreytt matvæli gætu ekki valdið mönnum og dýrum heilsutjóni þar sem meltingarkerfi spendýra sundri DNA í matvælum. Rannsóknir hafa afsannað þetta og þeirra áhrifaríkust er kanadísk rannsókn frá árinu 2011 sem sýndi að Bt-eitur úr erfðabreyttum matvælum komst í gegnum meltingarveginn og fannst í blóði þungaðra kvenna og í blóði ófæddra barna þeirra. Kanadíska rannsóknin hafði gríðarleg áhrif á neytendur og kallaði þegar á andsvör hagsmunaafla í erfðatækni sem reyndu að grafa undan tiltrú á henni. Þegar höfundar rannsóknarinnar vörðu þær aðferðir og staðla sem hún byggðist á brást líftækniiðnaðurinn við með því að fullyrða að engu breytti þótt Bt-eitur kæmist í gegnum meltingarveginn því það væri spendýrum skaðlaust, nokkuð sem vísindin hafa enn og aftur afsannað. Frönsk rannsókn (2012) sýndi að ein tegund af Bt-eitri dræpi frumur úr mönnum og 3ja ára rannsókn á sauðfé sýndi að Bt-eitur olli röskun á starfsemi meltingarkerfisins. A.m.k. fjórar rannsóknir á tilraunadýrum sýna eitrun í smáþörmum, lifur, nýrum, milta og briskirtli af völdum Bt-eiturs. Þá sýna aðrar rannsóknir samdrátt í vexti og truflun á ónæmiskerfi. Egypsk rannsókn (2013) sýndi að rottur sem fengu Bt-maís sýndu sterk merki um eitrun í lifur, nýrum og smáþörmum eftir þrjá mánuði. Augljóst er að fullyrðingar talsmanna erfðabreytinga um öryggi erfðabreyttra matvæla hafa reynst rangar; DNA úr erfðabreyttum matvælum kemst í gegnum meltingarveg spendýra og getur valdið þeim verulegu heilsutjóni.Merkingar mikilvægar Merkingar erfðabreyttra matvæla eru mikilvægar vegna þess að þær eru aðvörun. Því miður krefst íslenska merkingareglugerðin þess eins að orðið „erfðabreytt“ sé prentað næst þeim innihaldsefnum sem eru erfðabreytt, og að jafnaði er þetta að finna í örsmáu og næstum ólæsilegu letri. Reglugerð ESB gerir kröfu um að setningin „þessi afurð inniheldur erfðabreyttar lífverur“ sé prentuð í innihaldslýsinguna, sem auðveldara er fyrir neytendur að lesa. Íslenska reglugerðin tilgreinir heldur ekki hvers konar erfðabreytt efni megi vera í matvælum. Þar af leiðandi eru neytendur hér á landi berskjaldaðir fyrir mengun af völdum alls konar erfðabreyttra afurða – þar með taldra tilraunaplantna og hættulegra plantna sem ræktaðar eru til lyfjagerðar og iðnaðar. Evrópugerðin kveður hins vegar á um að hvers konar mengun af völdum erfðabreyttra afurða megi einvörðungu vera frá plöntum sem ESB hefur þegar heimilað til ræktunar eða innflutnings. Ljóst er að tilraun Íslands til að rita sína eigin útgáfu af merkingarreglum fyrir erfðabreyttar afurðir hefur ekki skilað árangri. Íslandi ber sem EES-ríki að taka upp gerðir ESB á þessu sviði. Nú er tími til kominn að innleiða gerð ESB um merkingar erfðabreyttra matvæla – frá orði til orðs. Það er okkar eina leið til þess að vernda viðskipti milli okkar og Evrópu og tryggja jafnframt íslenskum neytendum sömu vernd og aðrir Evrópubúar njóta.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun