Setjum Framsókn í skammarkrókinn Freyr Þórarinsson skrifar 12. júní 2014 07:00 Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum gerðust þau ömurlegu tíðindi að framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík sigldi undir merkjum trúarfordóma og andúðar á aðfluttu fólki og fékk aukið fylgi út á það. Þetta kemur ekki alveg á óvart því í mörgum nágrannalöndum okkar hefur viðlíka áróður skilað árangri, ekki síst á tímum þrenginga og upplausnar. Hér á Íslandi hafa nokkur smáframboð reynt þetta á undanförnum árum en ekki haft mikið upp úr krafsinu, þar til nú að Framsóknarflokknum tókst að safna til sín þeim sálum sem þessi andstyggðarmálflutningur höfðar til. Evrópumenn hafa langa og sára reynslu af svona hatursáróðri og hvert hann getur leitt. Þess vegna hefur víða verið góð samstaða milli allra sómakærra stjórnmálaafla um það að starfa ekki með þeim flokkum, sem leita fylgis í þessum skuggalegu afkimum þjóðarsálarinnar. Hér á landi hafa menn ekki staðið frammi fyrir slíku fyrr en nú, að nýkjörnir borgarfulltrúar þurfa að íhuga hvernig þeir eiga að bregðast við þessum ógæfukrákum. Sem betur fer kom það fram í aðdraganda kosninganna að aðstandendum allra hinna listanna leist afar illa á þennan málflutning Framsóknarflokksins. Þeir þurfa nú að gera upp við sig hvort þessi nýi Framsóknarflokkur er gjaldgengur í samstarfi eða hvort taka eigi hann sömu tökum og gjarnan er gert með svipaða flokka: Hafna skilyrðislaust öllu samstarfi við þá. Eftir kosningar hefur vel meinandi fólk reynt að skamma Framsóknarflokkinn fyrir að gerast málsvari þeirra mannfjandsamlegu skoðana sem þeir gerðu að sínum á lokasprettinum fyrir kosningar. Svör Framsóknar hafa hins vegar verið öll á einn veg: Það var ekkert athugavert við okkar málflutning, við meintum ekki það sem við sögðum en endurtökum það samt, þið eruð bara að níðast á okkur! Þess er því varla að vænta að borgarfulltrúar Framsóknar dragi nokkuð í land með sinn ógeðfellda málflutning og frekar er hætta á að þeir eigi eftir að færast í aukana. Á þeim forsendum vil ég skora á nýkjörna borgarfulltrúa að bindast samtökum um að sniðganga Framsóknarflokkinn í borgarstjórn eftir megni. Á sjálfstæðismenn skora ég að mynda ekki bandalag með Framsókn þegar kosið er í ráð og nefndir og á nýjan meirihluta skora ég að gera hlut sjálfstæðismanna ekki verri í nefndum og ráðum en hann hefði orðið með samstarfi með Framsókn. Setjum Framsókn í skammarkrókinn! Það er eina leiðin til að sýna í verki að fylgi sem fæst með því að blása í glæður trúarfordóma og útlendingahaturs er einskis virði í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum gerðust þau ömurlegu tíðindi að framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík sigldi undir merkjum trúarfordóma og andúðar á aðfluttu fólki og fékk aukið fylgi út á það. Þetta kemur ekki alveg á óvart því í mörgum nágrannalöndum okkar hefur viðlíka áróður skilað árangri, ekki síst á tímum þrenginga og upplausnar. Hér á Íslandi hafa nokkur smáframboð reynt þetta á undanförnum árum en ekki haft mikið upp úr krafsinu, þar til nú að Framsóknarflokknum tókst að safna til sín þeim sálum sem þessi andstyggðarmálflutningur höfðar til. Evrópumenn hafa langa og sára reynslu af svona hatursáróðri og hvert hann getur leitt. Þess vegna hefur víða verið góð samstaða milli allra sómakærra stjórnmálaafla um það að starfa ekki með þeim flokkum, sem leita fylgis í þessum skuggalegu afkimum þjóðarsálarinnar. Hér á landi hafa menn ekki staðið frammi fyrir slíku fyrr en nú, að nýkjörnir borgarfulltrúar þurfa að íhuga hvernig þeir eiga að bregðast við þessum ógæfukrákum. Sem betur fer kom það fram í aðdraganda kosninganna að aðstandendum allra hinna listanna leist afar illa á þennan málflutning Framsóknarflokksins. Þeir þurfa nú að gera upp við sig hvort þessi nýi Framsóknarflokkur er gjaldgengur í samstarfi eða hvort taka eigi hann sömu tökum og gjarnan er gert með svipaða flokka: Hafna skilyrðislaust öllu samstarfi við þá. Eftir kosningar hefur vel meinandi fólk reynt að skamma Framsóknarflokkinn fyrir að gerast málsvari þeirra mannfjandsamlegu skoðana sem þeir gerðu að sínum á lokasprettinum fyrir kosningar. Svör Framsóknar hafa hins vegar verið öll á einn veg: Það var ekkert athugavert við okkar málflutning, við meintum ekki það sem við sögðum en endurtökum það samt, þið eruð bara að níðast á okkur! Þess er því varla að vænta að borgarfulltrúar Framsóknar dragi nokkuð í land með sinn ógeðfellda málflutning og frekar er hætta á að þeir eigi eftir að færast í aukana. Á þeim forsendum vil ég skora á nýkjörna borgarfulltrúa að bindast samtökum um að sniðganga Framsóknarflokkinn í borgarstjórn eftir megni. Á sjálfstæðismenn skora ég að mynda ekki bandalag með Framsókn þegar kosið er í ráð og nefndir og á nýjan meirihluta skora ég að gera hlut sjálfstæðismanna ekki verri í nefndum og ráðum en hann hefði orðið með samstarfi með Framsókn. Setjum Framsókn í skammarkrókinn! Það er eina leiðin til að sýna í verki að fylgi sem fæst með því að blása í glæður trúarfordóma og útlendingahaturs er einskis virði í íslenskum stjórnmálum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun