Setjum Framsókn í skammarkrókinn Freyr Þórarinsson skrifar 12. júní 2014 07:00 Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum gerðust þau ömurlegu tíðindi að framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík sigldi undir merkjum trúarfordóma og andúðar á aðfluttu fólki og fékk aukið fylgi út á það. Þetta kemur ekki alveg á óvart því í mörgum nágrannalöndum okkar hefur viðlíka áróður skilað árangri, ekki síst á tímum þrenginga og upplausnar. Hér á Íslandi hafa nokkur smáframboð reynt þetta á undanförnum árum en ekki haft mikið upp úr krafsinu, þar til nú að Framsóknarflokknum tókst að safna til sín þeim sálum sem þessi andstyggðarmálflutningur höfðar til. Evrópumenn hafa langa og sára reynslu af svona hatursáróðri og hvert hann getur leitt. Þess vegna hefur víða verið góð samstaða milli allra sómakærra stjórnmálaafla um það að starfa ekki með þeim flokkum, sem leita fylgis í þessum skuggalegu afkimum þjóðarsálarinnar. Hér á landi hafa menn ekki staðið frammi fyrir slíku fyrr en nú, að nýkjörnir borgarfulltrúar þurfa að íhuga hvernig þeir eiga að bregðast við þessum ógæfukrákum. Sem betur fer kom það fram í aðdraganda kosninganna að aðstandendum allra hinna listanna leist afar illa á þennan málflutning Framsóknarflokksins. Þeir þurfa nú að gera upp við sig hvort þessi nýi Framsóknarflokkur er gjaldgengur í samstarfi eða hvort taka eigi hann sömu tökum og gjarnan er gert með svipaða flokka: Hafna skilyrðislaust öllu samstarfi við þá. Eftir kosningar hefur vel meinandi fólk reynt að skamma Framsóknarflokkinn fyrir að gerast málsvari þeirra mannfjandsamlegu skoðana sem þeir gerðu að sínum á lokasprettinum fyrir kosningar. Svör Framsóknar hafa hins vegar verið öll á einn veg: Það var ekkert athugavert við okkar málflutning, við meintum ekki það sem við sögðum en endurtökum það samt, þið eruð bara að níðast á okkur! Þess er því varla að vænta að borgarfulltrúar Framsóknar dragi nokkuð í land með sinn ógeðfellda málflutning og frekar er hætta á að þeir eigi eftir að færast í aukana. Á þeim forsendum vil ég skora á nýkjörna borgarfulltrúa að bindast samtökum um að sniðganga Framsóknarflokkinn í borgarstjórn eftir megni. Á sjálfstæðismenn skora ég að mynda ekki bandalag með Framsókn þegar kosið er í ráð og nefndir og á nýjan meirihluta skora ég að gera hlut sjálfstæðismanna ekki verri í nefndum og ráðum en hann hefði orðið með samstarfi með Framsókn. Setjum Framsókn í skammarkrókinn! Það er eina leiðin til að sýna í verki að fylgi sem fæst með því að blása í glæður trúarfordóma og útlendingahaturs er einskis virði í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum gerðust þau ömurlegu tíðindi að framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík sigldi undir merkjum trúarfordóma og andúðar á aðfluttu fólki og fékk aukið fylgi út á það. Þetta kemur ekki alveg á óvart því í mörgum nágrannalöndum okkar hefur viðlíka áróður skilað árangri, ekki síst á tímum þrenginga og upplausnar. Hér á Íslandi hafa nokkur smáframboð reynt þetta á undanförnum árum en ekki haft mikið upp úr krafsinu, þar til nú að Framsóknarflokknum tókst að safna til sín þeim sálum sem þessi andstyggðarmálflutningur höfðar til. Evrópumenn hafa langa og sára reynslu af svona hatursáróðri og hvert hann getur leitt. Þess vegna hefur víða verið góð samstaða milli allra sómakærra stjórnmálaafla um það að starfa ekki með þeim flokkum, sem leita fylgis í þessum skuggalegu afkimum þjóðarsálarinnar. Hér á landi hafa menn ekki staðið frammi fyrir slíku fyrr en nú, að nýkjörnir borgarfulltrúar þurfa að íhuga hvernig þeir eiga að bregðast við þessum ógæfukrákum. Sem betur fer kom það fram í aðdraganda kosninganna að aðstandendum allra hinna listanna leist afar illa á þennan málflutning Framsóknarflokksins. Þeir þurfa nú að gera upp við sig hvort þessi nýi Framsóknarflokkur er gjaldgengur í samstarfi eða hvort taka eigi hann sömu tökum og gjarnan er gert með svipaða flokka: Hafna skilyrðislaust öllu samstarfi við þá. Eftir kosningar hefur vel meinandi fólk reynt að skamma Framsóknarflokkinn fyrir að gerast málsvari þeirra mannfjandsamlegu skoðana sem þeir gerðu að sínum á lokasprettinum fyrir kosningar. Svör Framsóknar hafa hins vegar verið öll á einn veg: Það var ekkert athugavert við okkar málflutning, við meintum ekki það sem við sögðum en endurtökum það samt, þið eruð bara að níðast á okkur! Þess er því varla að vænta að borgarfulltrúar Framsóknar dragi nokkuð í land með sinn ógeðfellda málflutning og frekar er hætta á að þeir eigi eftir að færast í aukana. Á þeim forsendum vil ég skora á nýkjörna borgarfulltrúa að bindast samtökum um að sniðganga Framsóknarflokkinn í borgarstjórn eftir megni. Á sjálfstæðismenn skora ég að mynda ekki bandalag með Framsókn þegar kosið er í ráð og nefndir og á nýjan meirihluta skora ég að gera hlut sjálfstæðismanna ekki verri í nefndum og ráðum en hann hefði orðið með samstarfi með Framsókn. Setjum Framsókn í skammarkrókinn! Það er eina leiðin til að sýna í verki að fylgi sem fæst með því að blása í glæður trúarfordóma og útlendingahaturs er einskis virði í íslenskum stjórnmálum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun