Setjum Framsókn í skammarkrókinn Freyr Þórarinsson skrifar 12. júní 2014 07:00 Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum gerðust þau ömurlegu tíðindi að framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík sigldi undir merkjum trúarfordóma og andúðar á aðfluttu fólki og fékk aukið fylgi út á það. Þetta kemur ekki alveg á óvart því í mörgum nágrannalöndum okkar hefur viðlíka áróður skilað árangri, ekki síst á tímum þrenginga og upplausnar. Hér á Íslandi hafa nokkur smáframboð reynt þetta á undanförnum árum en ekki haft mikið upp úr krafsinu, þar til nú að Framsóknarflokknum tókst að safna til sín þeim sálum sem þessi andstyggðarmálflutningur höfðar til. Evrópumenn hafa langa og sára reynslu af svona hatursáróðri og hvert hann getur leitt. Þess vegna hefur víða verið góð samstaða milli allra sómakærra stjórnmálaafla um það að starfa ekki með þeim flokkum, sem leita fylgis í þessum skuggalegu afkimum þjóðarsálarinnar. Hér á landi hafa menn ekki staðið frammi fyrir slíku fyrr en nú, að nýkjörnir borgarfulltrúar þurfa að íhuga hvernig þeir eiga að bregðast við þessum ógæfukrákum. Sem betur fer kom það fram í aðdraganda kosninganna að aðstandendum allra hinna listanna leist afar illa á þennan málflutning Framsóknarflokksins. Þeir þurfa nú að gera upp við sig hvort þessi nýi Framsóknarflokkur er gjaldgengur í samstarfi eða hvort taka eigi hann sömu tökum og gjarnan er gert með svipaða flokka: Hafna skilyrðislaust öllu samstarfi við þá. Eftir kosningar hefur vel meinandi fólk reynt að skamma Framsóknarflokkinn fyrir að gerast málsvari þeirra mannfjandsamlegu skoðana sem þeir gerðu að sínum á lokasprettinum fyrir kosningar. Svör Framsóknar hafa hins vegar verið öll á einn veg: Það var ekkert athugavert við okkar málflutning, við meintum ekki það sem við sögðum en endurtökum það samt, þið eruð bara að níðast á okkur! Þess er því varla að vænta að borgarfulltrúar Framsóknar dragi nokkuð í land með sinn ógeðfellda málflutning og frekar er hætta á að þeir eigi eftir að færast í aukana. Á þeim forsendum vil ég skora á nýkjörna borgarfulltrúa að bindast samtökum um að sniðganga Framsóknarflokkinn í borgarstjórn eftir megni. Á sjálfstæðismenn skora ég að mynda ekki bandalag með Framsókn þegar kosið er í ráð og nefndir og á nýjan meirihluta skora ég að gera hlut sjálfstæðismanna ekki verri í nefndum og ráðum en hann hefði orðið með samstarfi með Framsókn. Setjum Framsókn í skammarkrókinn! Það er eina leiðin til að sýna í verki að fylgi sem fæst með því að blása í glæður trúarfordóma og útlendingahaturs er einskis virði í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum gerðust þau ömurlegu tíðindi að framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík sigldi undir merkjum trúarfordóma og andúðar á aðfluttu fólki og fékk aukið fylgi út á það. Þetta kemur ekki alveg á óvart því í mörgum nágrannalöndum okkar hefur viðlíka áróður skilað árangri, ekki síst á tímum þrenginga og upplausnar. Hér á Íslandi hafa nokkur smáframboð reynt þetta á undanförnum árum en ekki haft mikið upp úr krafsinu, þar til nú að Framsóknarflokknum tókst að safna til sín þeim sálum sem þessi andstyggðarmálflutningur höfðar til. Evrópumenn hafa langa og sára reynslu af svona hatursáróðri og hvert hann getur leitt. Þess vegna hefur víða verið góð samstaða milli allra sómakærra stjórnmálaafla um það að starfa ekki með þeim flokkum, sem leita fylgis í þessum skuggalegu afkimum þjóðarsálarinnar. Hér á landi hafa menn ekki staðið frammi fyrir slíku fyrr en nú, að nýkjörnir borgarfulltrúar þurfa að íhuga hvernig þeir eiga að bregðast við þessum ógæfukrákum. Sem betur fer kom það fram í aðdraganda kosninganna að aðstandendum allra hinna listanna leist afar illa á þennan málflutning Framsóknarflokksins. Þeir þurfa nú að gera upp við sig hvort þessi nýi Framsóknarflokkur er gjaldgengur í samstarfi eða hvort taka eigi hann sömu tökum og gjarnan er gert með svipaða flokka: Hafna skilyrðislaust öllu samstarfi við þá. Eftir kosningar hefur vel meinandi fólk reynt að skamma Framsóknarflokkinn fyrir að gerast málsvari þeirra mannfjandsamlegu skoðana sem þeir gerðu að sínum á lokasprettinum fyrir kosningar. Svör Framsóknar hafa hins vegar verið öll á einn veg: Það var ekkert athugavert við okkar málflutning, við meintum ekki það sem við sögðum en endurtökum það samt, þið eruð bara að níðast á okkur! Þess er því varla að vænta að borgarfulltrúar Framsóknar dragi nokkuð í land með sinn ógeðfellda málflutning og frekar er hætta á að þeir eigi eftir að færast í aukana. Á þeim forsendum vil ég skora á nýkjörna borgarfulltrúa að bindast samtökum um að sniðganga Framsóknarflokkinn í borgarstjórn eftir megni. Á sjálfstæðismenn skora ég að mynda ekki bandalag með Framsókn þegar kosið er í ráð og nefndir og á nýjan meirihluta skora ég að gera hlut sjálfstæðismanna ekki verri í nefndum og ráðum en hann hefði orðið með samstarfi með Framsókn. Setjum Framsókn í skammarkrókinn! Það er eina leiðin til að sýna í verki að fylgi sem fæst með því að blása í glæður trúarfordóma og útlendingahaturs er einskis virði í íslenskum stjórnmálum.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun