Í sátt við menn og sjófugla Helgi Lárusson skrifar 11. júní 2014 07:00 Á internetinu fer hring eftir hring sannkallað hryllingsmyndband. Það sýnir stóra sjófugla við Kyrrahafið sem eru að tætast upp að innan vegna þess að þeir gleypa í sakleysi sínu tappa og leifar af plastflöskum sem fljóta í risastórri hringrás um hafið. Myndbandið er áminning um hve margt er ennþá óunnið í heiminum við að hreinsa náttúruna af úrgangi okkar sjálfra. Hér á Íslandi er ástandið betra en víða annars staðar. Um þessar mundir er haldið upp á 25 ára afmæli þess fyrirtækis sem á stóran þátt í því. Þann 7. júní 1989 komu fulltrúar 14 félaga saman og stofnuðu Endurvinnsluna hf. Félögin höfðu ýmissa hagsmuna að gæta en féllust öll á að vaxandi fjöldi af notuðum flöskum og dósum í umhverfi okkar gengi ekki lengur. Komið var á fót söfnun með skilakerfi, þannig að viðskiptavinur greiddi álag ofan á drykkjarvöruumbúðir. Það fékk hann svo endurgreitt þegar umbúðunum var skilað. Þótt ótrúlegt megi nú virðast heyrðust efasemdir um að ástæða væri til að fara út á þessa braut. Í Tímanum 10. ágúst 1989 var t.d. farið háðulegum orðum um Endurvinnsluna sem kölluð var „sósíalismi í rusli“ og klykkt út með: „Það kemur þess vegna að því að Endurvinnslan deyr úr hráefnisskorti, vegna þess að þótt nokkrir aurar fáist fyrir dós [eða flösku] nennir enginn að standa í slíkum peðringi þegar öskukallarnir koma í hverri viku til að hirða ruslið eins og þeir hafa alltaf gert.“Þjóðþrifaverk Nú gera sér allir grein fyrir því að þeir sem koma umbúðum í Endurvinnsluna eru að vinna þjóðþrifaverk. Drykkjarumbúðir sjást ekki lengur á víð og dreif eða eru að minnsta kosti fljótar að hverfa þegar einhverjum verður á að henda slíku frá sér. Ýmis háttur hefur verið hafður á hjá Endurvinnslunni á þeim 25 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Árið 2008 tók Endurvinnslan í notkun nýjar talningarvélar sem nú eru komnar upp á nokkrum stöðum á landinu. Þannig var þjónustan stóraukin við viðskiptavini sem þurftu ekki lengur að flokka og telja heilar umbúðir. Jafnframt er Endurvinnslan eitt fárra sambærilegra fyrirtækja í heimi sem tekur við beygluðum umbúðum. Meira að segja á Norðurlöndum er það ekki gert og því hefur fólk þar ennþá tilhneigingu til að skilja þær eftir úti í náttúrunni. Það er ekki bara plastið sem fengur er að því að endurvinna. Endurunnar áldósir verða að nýjum dósum á 60 dögum en við endurvinnslu áls eru einungis notuð 5 prósent þeirrar orku sem þarf til að framleiða nýtt ál. Þá hefur Endurvinnslan frá upphafi stutt við ýmis góðgerðarfélög og verið í samstarfi við björgunarsveitir, skáta, íþróttafélög og verndaða vinnustaði. Starfsfólk Endurvinnslunnar leyfir sér að líta yfir sögu fyrirtækisins þennan aldarfjórðung með stolti. Það er mikið ánægjuefni að eiga þátt í svo nauðsynlegu verkefni í slíkri sátt við þjóðina. Að ekki sé minnst á sjófuglana! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á internetinu fer hring eftir hring sannkallað hryllingsmyndband. Það sýnir stóra sjófugla við Kyrrahafið sem eru að tætast upp að innan vegna þess að þeir gleypa í sakleysi sínu tappa og leifar af plastflöskum sem fljóta í risastórri hringrás um hafið. Myndbandið er áminning um hve margt er ennþá óunnið í heiminum við að hreinsa náttúruna af úrgangi okkar sjálfra. Hér á Íslandi er ástandið betra en víða annars staðar. Um þessar mundir er haldið upp á 25 ára afmæli þess fyrirtækis sem á stóran þátt í því. Þann 7. júní 1989 komu fulltrúar 14 félaga saman og stofnuðu Endurvinnsluna hf. Félögin höfðu ýmissa hagsmuna að gæta en féllust öll á að vaxandi fjöldi af notuðum flöskum og dósum í umhverfi okkar gengi ekki lengur. Komið var á fót söfnun með skilakerfi, þannig að viðskiptavinur greiddi álag ofan á drykkjarvöruumbúðir. Það fékk hann svo endurgreitt þegar umbúðunum var skilað. Þótt ótrúlegt megi nú virðast heyrðust efasemdir um að ástæða væri til að fara út á þessa braut. Í Tímanum 10. ágúst 1989 var t.d. farið háðulegum orðum um Endurvinnsluna sem kölluð var „sósíalismi í rusli“ og klykkt út með: „Það kemur þess vegna að því að Endurvinnslan deyr úr hráefnisskorti, vegna þess að þótt nokkrir aurar fáist fyrir dós [eða flösku] nennir enginn að standa í slíkum peðringi þegar öskukallarnir koma í hverri viku til að hirða ruslið eins og þeir hafa alltaf gert.“Þjóðþrifaverk Nú gera sér allir grein fyrir því að þeir sem koma umbúðum í Endurvinnsluna eru að vinna þjóðþrifaverk. Drykkjarumbúðir sjást ekki lengur á víð og dreif eða eru að minnsta kosti fljótar að hverfa þegar einhverjum verður á að henda slíku frá sér. Ýmis háttur hefur verið hafður á hjá Endurvinnslunni á þeim 25 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Árið 2008 tók Endurvinnslan í notkun nýjar talningarvélar sem nú eru komnar upp á nokkrum stöðum á landinu. Þannig var þjónustan stóraukin við viðskiptavini sem þurftu ekki lengur að flokka og telja heilar umbúðir. Jafnframt er Endurvinnslan eitt fárra sambærilegra fyrirtækja í heimi sem tekur við beygluðum umbúðum. Meira að segja á Norðurlöndum er það ekki gert og því hefur fólk þar ennþá tilhneigingu til að skilja þær eftir úti í náttúrunni. Það er ekki bara plastið sem fengur er að því að endurvinna. Endurunnar áldósir verða að nýjum dósum á 60 dögum en við endurvinnslu áls eru einungis notuð 5 prósent þeirrar orku sem þarf til að framleiða nýtt ál. Þá hefur Endurvinnslan frá upphafi stutt við ýmis góðgerðarfélög og verið í samstarfi við björgunarsveitir, skáta, íþróttafélög og verndaða vinnustaði. Starfsfólk Endurvinnslunnar leyfir sér að líta yfir sögu fyrirtækisins þennan aldarfjórðung með stolti. Það er mikið ánægjuefni að eiga þátt í svo nauðsynlegu verkefni í slíkri sátt við þjóðina. Að ekki sé minnst á sjófuglana!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun