Harðsvíruð ófrægingarmýta Ingvar Gíslason skrifar 11. júní 2014 07:00 Fjaðrafokið sem þyrlast hefur upp kringum Framsóknarflokkinn hefur að formi til tvær hliðar. Önnur snertir innanflokksmál, hin hliðin snýr að umfjöllun í fjölmiðlum. Þar ber reyndar hæst greinahöfunda á vegum Fréttablaðsins. Ef lýsa ætti í fáum orðum þeirri hlið, sem að innanflokksmálum snýr, einkennist hún af veikburða forystu, ráðaleysi og klúðri. Fárra orða lýsing á skrifum tiltekinna greinarhöfunda um stefnu og störf Framsóknarflokksins rúmast í einu orði: ritsóðaskapur. Á hvora hliðina sem maður lítur, kemur í ljós það versta sem finnst í íslenskri pólitík og umræðuháttum: agaleysi í orði og gerðum. Agaleysið er augljóst í stjórnarháttum framsóknarforystunnar í Reykjavík og agaleysi í orði, rakalausar ásakanir og ályktunarlygi einkenna skrif þeirra sem nú gera hróp að Framsóknarflokknum, gera honum upp skoðanir, viðhorf og stefnu, m.a. ýjað að samlíkingu við rasistasamtök í Evrópulöndum. Þótt Eiríki Bergmann Einarssyni sé til alls trúandi í anda Guðmundar Hálfdanarsonar, koma mér skrif Guðmundar Andra Thorssonar og Ólafs Stephensen í þá átt mjög á óvart. Veikburða forysta Framsóknarflokksins er okkur gömlu framsóknarfólki hin mesta ömun. Við munum tímana tvenna. Þetta stórtæka framboðsklúður, sem forysta flokksins hefur gert sig bera að frá upphafi til enda, á sér enga hliðstæðu í næstum 100 ára sögu Framsóknarflokksins. Og þegar eftirleikur klúðursins er sá sem raun ber vitni, að ályktunarlygurum er lagt upp í hendurnar að skálda upp og útbreiða ófrægingarmýtu um flokkinn, þá er tímabært að flokksforystan taki við sér. Í fyrstu lotu framboðsklúðursins sagði Óskar Bergsson af sér sem fyrsti maður á framboðslista flokksins í Reykjavík – reyndar að óþörfu. Er þá ekki tímabært að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sýni kjark og segi af sér sem borgarfulltrúi, enda augljós tengsl milli orða hennar og óhróðursskrifa um Framsóknarflokkinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjaðrafokið sem þyrlast hefur upp kringum Framsóknarflokkinn hefur að formi til tvær hliðar. Önnur snertir innanflokksmál, hin hliðin snýr að umfjöllun í fjölmiðlum. Þar ber reyndar hæst greinahöfunda á vegum Fréttablaðsins. Ef lýsa ætti í fáum orðum þeirri hlið, sem að innanflokksmálum snýr, einkennist hún af veikburða forystu, ráðaleysi og klúðri. Fárra orða lýsing á skrifum tiltekinna greinarhöfunda um stefnu og störf Framsóknarflokksins rúmast í einu orði: ritsóðaskapur. Á hvora hliðina sem maður lítur, kemur í ljós það versta sem finnst í íslenskri pólitík og umræðuháttum: agaleysi í orði og gerðum. Agaleysið er augljóst í stjórnarháttum framsóknarforystunnar í Reykjavík og agaleysi í orði, rakalausar ásakanir og ályktunarlygi einkenna skrif þeirra sem nú gera hróp að Framsóknarflokknum, gera honum upp skoðanir, viðhorf og stefnu, m.a. ýjað að samlíkingu við rasistasamtök í Evrópulöndum. Þótt Eiríki Bergmann Einarssyni sé til alls trúandi í anda Guðmundar Hálfdanarsonar, koma mér skrif Guðmundar Andra Thorssonar og Ólafs Stephensen í þá átt mjög á óvart. Veikburða forysta Framsóknarflokksins er okkur gömlu framsóknarfólki hin mesta ömun. Við munum tímana tvenna. Þetta stórtæka framboðsklúður, sem forysta flokksins hefur gert sig bera að frá upphafi til enda, á sér enga hliðstæðu í næstum 100 ára sögu Framsóknarflokksins. Og þegar eftirleikur klúðursins er sá sem raun ber vitni, að ályktunarlygurum er lagt upp í hendurnar að skálda upp og útbreiða ófrægingarmýtu um flokkinn, þá er tímabært að flokksforystan taki við sér. Í fyrstu lotu framboðsklúðursins sagði Óskar Bergsson af sér sem fyrsti maður á framboðslista flokksins í Reykjavík – reyndar að óþörfu. Er þá ekki tímabært að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sýni kjark og segi af sér sem borgarfulltrúi, enda augljós tengsl milli orða hennar og óhróðursskrifa um Framsóknarflokkinn?
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun