Segir tillögu um lækkun launa forstjóra Haga ótæka Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júní 2014 07:30 Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins en 180 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum.Fréttablaðið/Anton Vísir/Anton Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, segir að tillaga um að fulltrúi sjóðsins í stjórn Haga fari fram á að ráðningarsamningur við forstjóra fyrirtækisins verði endurskoðaður sé ótæk. Ekki sé hægt að ætla eina fulltrúa sjóðsins í stjórn verslunarfyrirtækisins að leggja tillöguna fram. Tillagan kom upphaflega frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda og fulltrúa í fulltrúaráði sjóðsins. Örn lagði hana fram á ársfundi Gildis í lok apríl en í tillögunni er miðað við að laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir forstjóra Haga fari ekki umfram þrjár milljónir króna á mánuði. Mánaðargreiðslur forstjórans eru þar sagðar vera sex milljónir króna. Jafnframt er lagt til að ráðningarsamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins verði endurskoðaðir. Tillögunni var vísað til stjórnar Gildis en hún hefur ekki verið lögð fram á stjórnarfundum Haga.Finnur Árnason er forstjóri Haga.„Við getum ekki gert þetta með þeim hætti að ætla einum stjórnarmanni að fara fyrir okkar hönd með þessa kröfu. Þeir sem eru stjórnarmenn í Högum vinna eftir sinni sannfæringu þó svo að við eigum þarna stóran hlut og höfum vissulega einhverja sýn á þessi launamál,“ segir Harpa. „Tillagan er ekki tæk enda var á ársfundinum farið yfir lagaleg rök hennar og þau halda ekki. Hins vegar hlutu þessi sjónarmið mikinn hljómgrunn á ársfundinum enda höfum við lengi haft af þessu áhyggjur,“ segir Harpa. Lífeyrissjóðurinn á 10,3 prósenta hlut í Högum. Stjórn sjóðsins starfar, að sögn Hörpu, eftir hluthafastefnu sem mótuð var á síðasta ári. „Í þeirri stefnu erum við með ákveðinn ramma þar sem við horfum til þess með hvaða hætti eigi að ákveða laun, bæði stjórnarmanna og stjórnenda. En við keyptum okkur inn í Haga löngu áður en sú stefna var mótuð. Þar er vandinn. En vissulega höfum við okkar skoðanir á málinu og ákveðnar áhyggjur í þeim efnum.“ Árni Hauksson, stjórnarformaður Haga, segir í ársskýrslu fyrirtækisins, sem kom út á mánudag, að laun stjórnenda séu „hressilega tengd árangri þeirra í starfi“. Launin hafi verið góð sökum þess mikla árangurs sem stjórnendur hafi náð í sínum störfum. „Þetta eru há laun. Það er ekki hægt að neita því. Spurningin er hins vegar hvað er hægt að gera. Stjórn Haga hefur með þetta að gera og nú er ársfundur fyrirtækisins í þessari viku og þá kemur væntanlega ný stjórn,“ segir Harpa. Tengdar fréttir Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, segir að tillaga um að fulltrúi sjóðsins í stjórn Haga fari fram á að ráðningarsamningur við forstjóra fyrirtækisins verði endurskoðaður sé ótæk. Ekki sé hægt að ætla eina fulltrúa sjóðsins í stjórn verslunarfyrirtækisins að leggja tillöguna fram. Tillagan kom upphaflega frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda og fulltrúa í fulltrúaráði sjóðsins. Örn lagði hana fram á ársfundi Gildis í lok apríl en í tillögunni er miðað við að laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir forstjóra Haga fari ekki umfram þrjár milljónir króna á mánuði. Mánaðargreiðslur forstjórans eru þar sagðar vera sex milljónir króna. Jafnframt er lagt til að ráðningarsamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins verði endurskoðaðir. Tillögunni var vísað til stjórnar Gildis en hún hefur ekki verið lögð fram á stjórnarfundum Haga.Finnur Árnason er forstjóri Haga.„Við getum ekki gert þetta með þeim hætti að ætla einum stjórnarmanni að fara fyrir okkar hönd með þessa kröfu. Þeir sem eru stjórnarmenn í Högum vinna eftir sinni sannfæringu þó svo að við eigum þarna stóran hlut og höfum vissulega einhverja sýn á þessi launamál,“ segir Harpa. „Tillagan er ekki tæk enda var á ársfundinum farið yfir lagaleg rök hennar og þau halda ekki. Hins vegar hlutu þessi sjónarmið mikinn hljómgrunn á ársfundinum enda höfum við lengi haft af þessu áhyggjur,“ segir Harpa. Lífeyrissjóðurinn á 10,3 prósenta hlut í Högum. Stjórn sjóðsins starfar, að sögn Hörpu, eftir hluthafastefnu sem mótuð var á síðasta ári. „Í þeirri stefnu erum við með ákveðinn ramma þar sem við horfum til þess með hvaða hætti eigi að ákveða laun, bæði stjórnarmanna og stjórnenda. En við keyptum okkur inn í Haga löngu áður en sú stefna var mótuð. Þar er vandinn. En vissulega höfum við okkar skoðanir á málinu og ákveðnar áhyggjur í þeim efnum.“ Árni Hauksson, stjórnarformaður Haga, segir í ársskýrslu fyrirtækisins, sem kom út á mánudag, að laun stjórnenda séu „hressilega tengd árangri þeirra í starfi“. Launin hafi verið góð sökum þess mikla árangurs sem stjórnendur hafi náð í sínum störfum. „Þetta eru há laun. Það er ekki hægt að neita því. Spurningin er hins vegar hvað er hægt að gera. Stjórn Haga hefur með þetta að gera og nú er ársfundur fyrirtækisins í þessari viku og þá kemur væntanlega ný stjórn,“ segir Harpa.
Tengdar fréttir Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04