Segir tillögu um lækkun launa forstjóra Haga ótæka Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júní 2014 07:30 Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins en 180 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum.Fréttablaðið/Anton Vísir/Anton Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, segir að tillaga um að fulltrúi sjóðsins í stjórn Haga fari fram á að ráðningarsamningur við forstjóra fyrirtækisins verði endurskoðaður sé ótæk. Ekki sé hægt að ætla eina fulltrúa sjóðsins í stjórn verslunarfyrirtækisins að leggja tillöguna fram. Tillagan kom upphaflega frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda og fulltrúa í fulltrúaráði sjóðsins. Örn lagði hana fram á ársfundi Gildis í lok apríl en í tillögunni er miðað við að laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir forstjóra Haga fari ekki umfram þrjár milljónir króna á mánuði. Mánaðargreiðslur forstjórans eru þar sagðar vera sex milljónir króna. Jafnframt er lagt til að ráðningarsamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins verði endurskoðaðir. Tillögunni var vísað til stjórnar Gildis en hún hefur ekki verið lögð fram á stjórnarfundum Haga.Finnur Árnason er forstjóri Haga.„Við getum ekki gert þetta með þeim hætti að ætla einum stjórnarmanni að fara fyrir okkar hönd með þessa kröfu. Þeir sem eru stjórnarmenn í Högum vinna eftir sinni sannfæringu þó svo að við eigum þarna stóran hlut og höfum vissulega einhverja sýn á þessi launamál,“ segir Harpa. „Tillagan er ekki tæk enda var á ársfundinum farið yfir lagaleg rök hennar og þau halda ekki. Hins vegar hlutu þessi sjónarmið mikinn hljómgrunn á ársfundinum enda höfum við lengi haft af þessu áhyggjur,“ segir Harpa. Lífeyrissjóðurinn á 10,3 prósenta hlut í Högum. Stjórn sjóðsins starfar, að sögn Hörpu, eftir hluthafastefnu sem mótuð var á síðasta ári. „Í þeirri stefnu erum við með ákveðinn ramma þar sem við horfum til þess með hvaða hætti eigi að ákveða laun, bæði stjórnarmanna og stjórnenda. En við keyptum okkur inn í Haga löngu áður en sú stefna var mótuð. Þar er vandinn. En vissulega höfum við okkar skoðanir á málinu og ákveðnar áhyggjur í þeim efnum.“ Árni Hauksson, stjórnarformaður Haga, segir í ársskýrslu fyrirtækisins, sem kom út á mánudag, að laun stjórnenda séu „hressilega tengd árangri þeirra í starfi“. Launin hafi verið góð sökum þess mikla árangurs sem stjórnendur hafi náð í sínum störfum. „Þetta eru há laun. Það er ekki hægt að neita því. Spurningin er hins vegar hvað er hægt að gera. Stjórn Haga hefur með þetta að gera og nú er ársfundur fyrirtækisins í þessari viku og þá kemur væntanlega ný stjórn,“ segir Harpa. Tengdar fréttir Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, segir að tillaga um að fulltrúi sjóðsins í stjórn Haga fari fram á að ráðningarsamningur við forstjóra fyrirtækisins verði endurskoðaður sé ótæk. Ekki sé hægt að ætla eina fulltrúa sjóðsins í stjórn verslunarfyrirtækisins að leggja tillöguna fram. Tillagan kom upphaflega frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda og fulltrúa í fulltrúaráði sjóðsins. Örn lagði hana fram á ársfundi Gildis í lok apríl en í tillögunni er miðað við að laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir forstjóra Haga fari ekki umfram þrjár milljónir króna á mánuði. Mánaðargreiðslur forstjórans eru þar sagðar vera sex milljónir króna. Jafnframt er lagt til að ráðningarsamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins verði endurskoðaðir. Tillögunni var vísað til stjórnar Gildis en hún hefur ekki verið lögð fram á stjórnarfundum Haga.Finnur Árnason er forstjóri Haga.„Við getum ekki gert þetta með þeim hætti að ætla einum stjórnarmanni að fara fyrir okkar hönd með þessa kröfu. Þeir sem eru stjórnarmenn í Högum vinna eftir sinni sannfæringu þó svo að við eigum þarna stóran hlut og höfum vissulega einhverja sýn á þessi launamál,“ segir Harpa. „Tillagan er ekki tæk enda var á ársfundinum farið yfir lagaleg rök hennar og þau halda ekki. Hins vegar hlutu þessi sjónarmið mikinn hljómgrunn á ársfundinum enda höfum við lengi haft af þessu áhyggjur,“ segir Harpa. Lífeyrissjóðurinn á 10,3 prósenta hlut í Högum. Stjórn sjóðsins starfar, að sögn Hörpu, eftir hluthafastefnu sem mótuð var á síðasta ári. „Í þeirri stefnu erum við með ákveðinn ramma þar sem við horfum til þess með hvaða hætti eigi að ákveða laun, bæði stjórnarmanna og stjórnenda. En við keyptum okkur inn í Haga löngu áður en sú stefna var mótuð. Þar er vandinn. En vissulega höfum við okkar skoðanir á málinu og ákveðnar áhyggjur í þeim efnum.“ Árni Hauksson, stjórnarformaður Haga, segir í ársskýrslu fyrirtækisins, sem kom út á mánudag, að laun stjórnenda séu „hressilega tengd árangri þeirra í starfi“. Launin hafi verið góð sökum þess mikla árangurs sem stjórnendur hafi náð í sínum störfum. „Þetta eru há laun. Það er ekki hægt að neita því. Spurningin er hins vegar hvað er hægt að gera. Stjórn Haga hefur með þetta að gera og nú er ársfundur fyrirtækisins í þessari viku og þá kemur væntanlega ný stjórn,“ segir Harpa.
Tengdar fréttir Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur