Segir tillögu um lækkun launa forstjóra Haga ótæka Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júní 2014 07:30 Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins en 180 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum.Fréttablaðið/Anton Vísir/Anton Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, segir að tillaga um að fulltrúi sjóðsins í stjórn Haga fari fram á að ráðningarsamningur við forstjóra fyrirtækisins verði endurskoðaður sé ótæk. Ekki sé hægt að ætla eina fulltrúa sjóðsins í stjórn verslunarfyrirtækisins að leggja tillöguna fram. Tillagan kom upphaflega frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda og fulltrúa í fulltrúaráði sjóðsins. Örn lagði hana fram á ársfundi Gildis í lok apríl en í tillögunni er miðað við að laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir forstjóra Haga fari ekki umfram þrjár milljónir króna á mánuði. Mánaðargreiðslur forstjórans eru þar sagðar vera sex milljónir króna. Jafnframt er lagt til að ráðningarsamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins verði endurskoðaðir. Tillögunni var vísað til stjórnar Gildis en hún hefur ekki verið lögð fram á stjórnarfundum Haga.Finnur Árnason er forstjóri Haga.„Við getum ekki gert þetta með þeim hætti að ætla einum stjórnarmanni að fara fyrir okkar hönd með þessa kröfu. Þeir sem eru stjórnarmenn í Högum vinna eftir sinni sannfæringu þó svo að við eigum þarna stóran hlut og höfum vissulega einhverja sýn á þessi launamál,“ segir Harpa. „Tillagan er ekki tæk enda var á ársfundinum farið yfir lagaleg rök hennar og þau halda ekki. Hins vegar hlutu þessi sjónarmið mikinn hljómgrunn á ársfundinum enda höfum við lengi haft af þessu áhyggjur,“ segir Harpa. Lífeyrissjóðurinn á 10,3 prósenta hlut í Högum. Stjórn sjóðsins starfar, að sögn Hörpu, eftir hluthafastefnu sem mótuð var á síðasta ári. „Í þeirri stefnu erum við með ákveðinn ramma þar sem við horfum til þess með hvaða hætti eigi að ákveða laun, bæði stjórnarmanna og stjórnenda. En við keyptum okkur inn í Haga löngu áður en sú stefna var mótuð. Þar er vandinn. En vissulega höfum við okkar skoðanir á málinu og ákveðnar áhyggjur í þeim efnum.“ Árni Hauksson, stjórnarformaður Haga, segir í ársskýrslu fyrirtækisins, sem kom út á mánudag, að laun stjórnenda séu „hressilega tengd árangri þeirra í starfi“. Launin hafi verið góð sökum þess mikla árangurs sem stjórnendur hafi náð í sínum störfum. „Þetta eru há laun. Það er ekki hægt að neita því. Spurningin er hins vegar hvað er hægt að gera. Stjórn Haga hefur með þetta að gera og nú er ársfundur fyrirtækisins í þessari viku og þá kemur væntanlega ný stjórn,“ segir Harpa. Tengdar fréttir Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, segir að tillaga um að fulltrúi sjóðsins í stjórn Haga fari fram á að ráðningarsamningur við forstjóra fyrirtækisins verði endurskoðaður sé ótæk. Ekki sé hægt að ætla eina fulltrúa sjóðsins í stjórn verslunarfyrirtækisins að leggja tillöguna fram. Tillagan kom upphaflega frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda og fulltrúa í fulltrúaráði sjóðsins. Örn lagði hana fram á ársfundi Gildis í lok apríl en í tillögunni er miðað við að laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir forstjóra Haga fari ekki umfram þrjár milljónir króna á mánuði. Mánaðargreiðslur forstjórans eru þar sagðar vera sex milljónir króna. Jafnframt er lagt til að ráðningarsamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins verði endurskoðaðir. Tillögunni var vísað til stjórnar Gildis en hún hefur ekki verið lögð fram á stjórnarfundum Haga.Finnur Árnason er forstjóri Haga.„Við getum ekki gert þetta með þeim hætti að ætla einum stjórnarmanni að fara fyrir okkar hönd með þessa kröfu. Þeir sem eru stjórnarmenn í Högum vinna eftir sinni sannfæringu þó svo að við eigum þarna stóran hlut og höfum vissulega einhverja sýn á þessi launamál,“ segir Harpa. „Tillagan er ekki tæk enda var á ársfundinum farið yfir lagaleg rök hennar og þau halda ekki. Hins vegar hlutu þessi sjónarmið mikinn hljómgrunn á ársfundinum enda höfum við lengi haft af þessu áhyggjur,“ segir Harpa. Lífeyrissjóðurinn á 10,3 prósenta hlut í Högum. Stjórn sjóðsins starfar, að sögn Hörpu, eftir hluthafastefnu sem mótuð var á síðasta ári. „Í þeirri stefnu erum við með ákveðinn ramma þar sem við horfum til þess með hvaða hætti eigi að ákveða laun, bæði stjórnarmanna og stjórnenda. En við keyptum okkur inn í Haga löngu áður en sú stefna var mótuð. Þar er vandinn. En vissulega höfum við okkar skoðanir á málinu og ákveðnar áhyggjur í þeim efnum.“ Árni Hauksson, stjórnarformaður Haga, segir í ársskýrslu fyrirtækisins, sem kom út á mánudag, að laun stjórnenda séu „hressilega tengd árangri þeirra í starfi“. Launin hafi verið góð sökum þess mikla árangurs sem stjórnendur hafi náð í sínum störfum. „Þetta eru há laun. Það er ekki hægt að neita því. Spurningin er hins vegar hvað er hægt að gera. Stjórn Haga hefur með þetta að gera og nú er ársfundur fyrirtækisins í þessari viku og þá kemur væntanlega ný stjórn,“ segir Harpa.
Tengdar fréttir Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Vilja lækka laun forstjóra Haga um helming "Ef ekki gengur að leiðrétta þetta með þeim hætti þá sé ég ekki aðra leið en að einfaldlega segja þessum samningum upp og auglýsa stöðurnar.“ 30. apríl 2014 14:04
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun