Ákall til Reykvíkinga – tökum tillit Snorri Snorrason skrifar 29. maí 2014 07:00 Undirritaður hefur ekki lagt það í vana sinn að skrifa blaðagreinar á liðnum árum, en nú er svo komið að erfitt er að sitja hjá. Reykjavíkurflugvöllur á að vera í Vatnsmýrinni til framtíðar. Því miður eru til einstaklingar í borgarstjórn Reykjavíkur sem hunsa það að taka tillit til landsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum allir rætur úr dreifðum byggðum landsins. Við erum ein stór fjölskylda. Að það fyrirfinnist einstaklingar í borgarstjórn sem er nákvæmlega sama um hvernig öryggi og samgöngum við landsbyggðina er háttað er ótrúlegt. Nú er rætt um að byggja á næstu árum upp Þjóðarsjúkrahúsið á Landspítalalóðinni, svo nálægð við flugvöll er lífsnauðsynleg. Að halda öðru fram er fásinna. Við sem búum í 10 mínútna fjarlægð frá hátækniháskólasjúkrahúsi og njótum þess öryggis sem það veitir getum ekki komið því þannig fyrir að ástandið á landsbyggðinni verði lakara en það er í dag. Reykjavík er höfuðborg allra Íslendinga, borgarfulltrúar sem horfa fram hjá þeirri staðreynd eru ekki starfi sínu vaxnir og axla ekki þá ábyrgð sem höfuðborg á að gera. Að ræða um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur er ekki dæmi um góða stjórnvisku. Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju, harðbýlu landi, eigum takmarkaða fjármuni, nægjanlegt landrými og þurfum á varaflugvelli fyrir Keflavík að halda, sem flugvöllurinn í Vatnsmýrinni veitir. Í nágrannalöndum okkar eru bæði flugvellir einn eða fleiri í nálægð við borgir, svo ekki sé talað um lestarstöðvar sem eru inni í miðborgum og taka talsvert landrými. Við erum allt of fá til þess að koma upp lestarsamgöngum, það þarf milljónasamfélög til. Þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við, setja það á oddinn að samgöngur séu öruggar og tíðar innanlands. Gleymum ekki þeirri staðreynd, að sá gríðarlegi fjöldi erlendra ferðamanna sem kemur til landsins er að skoða íslenska náttúru á landsbyggðinni. Þannig að við sem búum á höfuðborgarsvæðinu njótum arðsins af tekjunum sem þeir skilja eftir. Að sama skapi eiga íbúar á landsbyggðinni skýlausan rétt á að samgöngur við Reykjavík séu tíðar og öruggar í öllu tilliti. Einnig er fjöldi einstaklinga sem fer daglega frá Reykjavík með flugi til þess að sinna störfum sínum á landsbyggðinni. Borgin á sýna metnað í því að hlúa að þeim störfum sem tengjast flugvellinum í stað þess að hrekja hann í burtu, sem hún virðist gera leynt og ljóst. Það má margt lagfæra í Vatnsmýrinni, fegra svæðið, færa og eða lengja brautir úti í sjó og byggja flugstöð sem sómi er að. Flugvélar framtíðarinnar munu örugglega verða hljóðlátari og taka styttri brautir. Kæru Reykvíkingar tökum tillit til þeirra sem búa í dreifðum byggðum landsins, þetta er líka fólk með langanir og þrár eins og við sem hér búum. Myndum þjóðarsátt um tilvist Reykjavíkurflugvallar til framtíðar. Tökum tillit til þess þjóðarvilja sem kom fram í könnuninni „Hjartað í Vatnsmýrinni“ sem fram fór nýlega. Veitum ekki þeim flokkum stuðning sem er slétt sama um samlanda okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur ekki lagt það í vana sinn að skrifa blaðagreinar á liðnum árum, en nú er svo komið að erfitt er að sitja hjá. Reykjavíkurflugvöllur á að vera í Vatnsmýrinni til framtíðar. Því miður eru til einstaklingar í borgarstjórn Reykjavíkur sem hunsa það að taka tillit til landsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum allir rætur úr dreifðum byggðum landsins. Við erum ein stór fjölskylda. Að það fyrirfinnist einstaklingar í borgarstjórn sem er nákvæmlega sama um hvernig öryggi og samgöngum við landsbyggðina er háttað er ótrúlegt. Nú er rætt um að byggja á næstu árum upp Þjóðarsjúkrahúsið á Landspítalalóðinni, svo nálægð við flugvöll er lífsnauðsynleg. Að halda öðru fram er fásinna. Við sem búum í 10 mínútna fjarlægð frá hátækniháskólasjúkrahúsi og njótum þess öryggis sem það veitir getum ekki komið því þannig fyrir að ástandið á landsbyggðinni verði lakara en það er í dag. Reykjavík er höfuðborg allra Íslendinga, borgarfulltrúar sem horfa fram hjá þeirri staðreynd eru ekki starfi sínu vaxnir og axla ekki þá ábyrgð sem höfuðborg á að gera. Að ræða um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur er ekki dæmi um góða stjórnvisku. Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju, harðbýlu landi, eigum takmarkaða fjármuni, nægjanlegt landrými og þurfum á varaflugvelli fyrir Keflavík að halda, sem flugvöllurinn í Vatnsmýrinni veitir. Í nágrannalöndum okkar eru bæði flugvellir einn eða fleiri í nálægð við borgir, svo ekki sé talað um lestarstöðvar sem eru inni í miðborgum og taka talsvert landrými. Við erum allt of fá til þess að koma upp lestarsamgöngum, það þarf milljónasamfélög til. Þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við, setja það á oddinn að samgöngur séu öruggar og tíðar innanlands. Gleymum ekki þeirri staðreynd, að sá gríðarlegi fjöldi erlendra ferðamanna sem kemur til landsins er að skoða íslenska náttúru á landsbyggðinni. Þannig að við sem búum á höfuðborgarsvæðinu njótum arðsins af tekjunum sem þeir skilja eftir. Að sama skapi eiga íbúar á landsbyggðinni skýlausan rétt á að samgöngur við Reykjavík séu tíðar og öruggar í öllu tilliti. Einnig er fjöldi einstaklinga sem fer daglega frá Reykjavík með flugi til þess að sinna störfum sínum á landsbyggðinni. Borgin á sýna metnað í því að hlúa að þeim störfum sem tengjast flugvellinum í stað þess að hrekja hann í burtu, sem hún virðist gera leynt og ljóst. Það má margt lagfæra í Vatnsmýrinni, fegra svæðið, færa og eða lengja brautir úti í sjó og byggja flugstöð sem sómi er að. Flugvélar framtíðarinnar munu örugglega verða hljóðlátari og taka styttri brautir. Kæru Reykvíkingar tökum tillit til þeirra sem búa í dreifðum byggðum landsins, þetta er líka fólk með langanir og þrár eins og við sem hér búum. Myndum þjóðarsátt um tilvist Reykjavíkurflugvallar til framtíðar. Tökum tillit til þess þjóðarvilja sem kom fram í könnuninni „Hjartað í Vatnsmýrinni“ sem fram fór nýlega. Veitum ekki þeim flokkum stuðning sem er slétt sama um samlanda okkar.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar