Ákall til Reykvíkinga – tökum tillit Snorri Snorrason skrifar 29. maí 2014 07:00 Undirritaður hefur ekki lagt það í vana sinn að skrifa blaðagreinar á liðnum árum, en nú er svo komið að erfitt er að sitja hjá. Reykjavíkurflugvöllur á að vera í Vatnsmýrinni til framtíðar. Því miður eru til einstaklingar í borgarstjórn Reykjavíkur sem hunsa það að taka tillit til landsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum allir rætur úr dreifðum byggðum landsins. Við erum ein stór fjölskylda. Að það fyrirfinnist einstaklingar í borgarstjórn sem er nákvæmlega sama um hvernig öryggi og samgöngum við landsbyggðina er háttað er ótrúlegt. Nú er rætt um að byggja á næstu árum upp Þjóðarsjúkrahúsið á Landspítalalóðinni, svo nálægð við flugvöll er lífsnauðsynleg. Að halda öðru fram er fásinna. Við sem búum í 10 mínútna fjarlægð frá hátækniháskólasjúkrahúsi og njótum þess öryggis sem það veitir getum ekki komið því þannig fyrir að ástandið á landsbyggðinni verði lakara en það er í dag. Reykjavík er höfuðborg allra Íslendinga, borgarfulltrúar sem horfa fram hjá þeirri staðreynd eru ekki starfi sínu vaxnir og axla ekki þá ábyrgð sem höfuðborg á að gera. Að ræða um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur er ekki dæmi um góða stjórnvisku. Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju, harðbýlu landi, eigum takmarkaða fjármuni, nægjanlegt landrými og þurfum á varaflugvelli fyrir Keflavík að halda, sem flugvöllurinn í Vatnsmýrinni veitir. Í nágrannalöndum okkar eru bæði flugvellir einn eða fleiri í nálægð við borgir, svo ekki sé talað um lestarstöðvar sem eru inni í miðborgum og taka talsvert landrými. Við erum allt of fá til þess að koma upp lestarsamgöngum, það þarf milljónasamfélög til. Þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við, setja það á oddinn að samgöngur séu öruggar og tíðar innanlands. Gleymum ekki þeirri staðreynd, að sá gríðarlegi fjöldi erlendra ferðamanna sem kemur til landsins er að skoða íslenska náttúru á landsbyggðinni. Þannig að við sem búum á höfuðborgarsvæðinu njótum arðsins af tekjunum sem þeir skilja eftir. Að sama skapi eiga íbúar á landsbyggðinni skýlausan rétt á að samgöngur við Reykjavík séu tíðar og öruggar í öllu tilliti. Einnig er fjöldi einstaklinga sem fer daglega frá Reykjavík með flugi til þess að sinna störfum sínum á landsbyggðinni. Borgin á sýna metnað í því að hlúa að þeim störfum sem tengjast flugvellinum í stað þess að hrekja hann í burtu, sem hún virðist gera leynt og ljóst. Það má margt lagfæra í Vatnsmýrinni, fegra svæðið, færa og eða lengja brautir úti í sjó og byggja flugstöð sem sómi er að. Flugvélar framtíðarinnar munu örugglega verða hljóðlátari og taka styttri brautir. Kæru Reykvíkingar tökum tillit til þeirra sem búa í dreifðum byggðum landsins, þetta er líka fólk með langanir og þrár eins og við sem hér búum. Myndum þjóðarsátt um tilvist Reykjavíkurflugvallar til framtíðar. Tökum tillit til þess þjóðarvilja sem kom fram í könnuninni „Hjartað í Vatnsmýrinni“ sem fram fór nýlega. Veitum ekki þeim flokkum stuðning sem er slétt sama um samlanda okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur ekki lagt það í vana sinn að skrifa blaðagreinar á liðnum árum, en nú er svo komið að erfitt er að sitja hjá. Reykjavíkurflugvöllur á að vera í Vatnsmýrinni til framtíðar. Því miður eru til einstaklingar í borgarstjórn Reykjavíkur sem hunsa það að taka tillit til landsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum allir rætur úr dreifðum byggðum landsins. Við erum ein stór fjölskylda. Að það fyrirfinnist einstaklingar í borgarstjórn sem er nákvæmlega sama um hvernig öryggi og samgöngum við landsbyggðina er háttað er ótrúlegt. Nú er rætt um að byggja á næstu árum upp Þjóðarsjúkrahúsið á Landspítalalóðinni, svo nálægð við flugvöll er lífsnauðsynleg. Að halda öðru fram er fásinna. Við sem búum í 10 mínútna fjarlægð frá hátækniháskólasjúkrahúsi og njótum þess öryggis sem það veitir getum ekki komið því þannig fyrir að ástandið á landsbyggðinni verði lakara en það er í dag. Reykjavík er höfuðborg allra Íslendinga, borgarfulltrúar sem horfa fram hjá þeirri staðreynd eru ekki starfi sínu vaxnir og axla ekki þá ábyrgð sem höfuðborg á að gera. Að ræða um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur er ekki dæmi um góða stjórnvisku. Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju, harðbýlu landi, eigum takmarkaða fjármuni, nægjanlegt landrými og þurfum á varaflugvelli fyrir Keflavík að halda, sem flugvöllurinn í Vatnsmýrinni veitir. Í nágrannalöndum okkar eru bæði flugvellir einn eða fleiri í nálægð við borgir, svo ekki sé talað um lestarstöðvar sem eru inni í miðborgum og taka talsvert landrými. Við erum allt of fá til þess að koma upp lestarsamgöngum, það þarf milljónasamfélög til. Þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við, setja það á oddinn að samgöngur séu öruggar og tíðar innanlands. Gleymum ekki þeirri staðreynd, að sá gríðarlegi fjöldi erlendra ferðamanna sem kemur til landsins er að skoða íslenska náttúru á landsbyggðinni. Þannig að við sem búum á höfuðborgarsvæðinu njótum arðsins af tekjunum sem þeir skilja eftir. Að sama skapi eiga íbúar á landsbyggðinni skýlausan rétt á að samgöngur við Reykjavík séu tíðar og öruggar í öllu tilliti. Einnig er fjöldi einstaklinga sem fer daglega frá Reykjavík með flugi til þess að sinna störfum sínum á landsbyggðinni. Borgin á sýna metnað í því að hlúa að þeim störfum sem tengjast flugvellinum í stað þess að hrekja hann í burtu, sem hún virðist gera leynt og ljóst. Það má margt lagfæra í Vatnsmýrinni, fegra svæðið, færa og eða lengja brautir úti í sjó og byggja flugstöð sem sómi er að. Flugvélar framtíðarinnar munu örugglega verða hljóðlátari og taka styttri brautir. Kæru Reykvíkingar tökum tillit til þeirra sem búa í dreifðum byggðum landsins, þetta er líka fólk með langanir og þrár eins og við sem hér búum. Myndum þjóðarsátt um tilvist Reykjavíkurflugvallar til framtíðar. Tökum tillit til þess þjóðarvilja sem kom fram í könnuninni „Hjartað í Vatnsmýrinni“ sem fram fór nýlega. Veitum ekki þeim flokkum stuðning sem er slétt sama um samlanda okkar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun