Lífið

Söngleikur um dauðann

Verkin heita Hi Scores og KLARA.
Verkin heita Hi Scores og KLARA. MYND/Úr einkasafni
„Dansað um dauðann er samvinnuverkefni tveggja danshöfunda með mjög ólíkan bakgrunn og nálgun. Kim Hiorthøy er vel þekktur grafískur hönnuður, höfundur, ljósmyndari og tónsmiður, og kláraði mastersgráðu í kóreógrafíu í Stokkhólmi árið 2012.

Itamar Serussi hefur sterkan bakgrunn í dansi, og hefur meðal annars unnið fyrir Íslenska dansflokkinn og Batcheva Dance Company, en býr nú og starfar í Amsterdam,“ segir Andrea Deres, einn fjögurra meðlima Fanclub, sem er norrænn danshópur sem stendur fyrir sýningunni Dansað um dauðann, en fyrri hluti verksins er sýndur í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.00, og sá seinni annað kvöld á sama tíma.

Uppsetningin í Tjarnarbíói er hluti af alþjóðlegri ferð hópsins.

„Meðlimir Fanclub eru frá Svíþjóð og Noregi, en starfa í Kaupmannahöfn,“ segir Andrea, og bætir við að áhorfandinn muni sjá tvær ólíkar túlkanir á nútímadansi. „Þetta er sýning með viðfangsefni sem snertir okkur öll sem er dauðinn,“ segir Andrea jafnframt.

Verk Kim Hiorthøy, Hi Scores, leitast við að staðfesta tilvist okkar með því að bera hana saman við dauðann.

„Það er hægt að kalla þetta hversdags-söngleik,“ útskýrir Andrea.

Verk Itamar Serussi, KLARA, fjallar um fjórar konur.

„Þær eru allar svartklæddar og þetta fjallar um síðustu stundirnar í lífinu og ferðalagið sem þær eiga fyrir höndum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.