Aukið jafnrétti – aukin hagsæld Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 26. maí 2014 00:00 Rannsóknir hafa leitt í ljós að því meira kynjajafnrétti sem ríkir innan samfélaga, því meiri er hagsældin. Um árabil hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og fleiri lagt mikla áherslu á að unnið sé markvisst að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum kynjanna í menntun, atvinnulífi, stjórnmálum og einkalífi fólks. Þannig skiptir t.d. jafnrétti til náms gríðarlegu máli að ekki sé minnst á heilsugæslu sem vinnur að því að draga úr barna- og mæðradauða, afnámi ofbeldis gegn konum og þannig mætti áfram telja. Árangurinn er þó misjafn því víða er mikil andstaða við jafnrétti kynjanna og á allt of mörgum svæðum koma fátækt og átök í veg fyrir framfarir og frið. UN Women hefur unnið að því um árabil að fá fyrirtæki um allan heim til að undirrita sáttmála þar sem þau heita því að vinna að jafnrétti kynjanna í öllu sínu starfi. Þannig snýst málið ekki aðeins um það sem gerist innan fyrirtækisins heldur einnig hvernig er unnið utan þess, að manréttindi séu virt alls staðar og allaf og að gætt sé að kynjajafnrétti í hvívetna. Ísland hefur um árabil mælst vera það ríki í heimi þar sem kynjamismunun er hvað minnst. Það er stofnunin World Economic Forum sem mælir kynjabilið og það er afar fróðlegt að skoða skýrslurnar sem frá henni koma. Þótt gagnrýna megi suma mælikvarðana segja þeir okkur margt og mikið um stöðu kvenna í heiminum og hvaða vandamál er við að glíma. Við höfum byggt upp stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem fylgist með því að lögum og reglum sé framfylgt eftir því sem hægt er og fjármagn leyfir. Eitt af því sem okkar jafnréttislög kveða á um eru skyldur fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri til að tryggja jafnrétti innan sinna veggja, t.d. að vinna að jafnri stöðu kynjanna meðal stjórnenda, launajafnrétti, jöfnum tækifærum til sí- og endurmenntunar og að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við búum því vel hvað varðar lög og reglur en ekki veitir af að ýta á orð og efndir. Liðsauki frá UN Women er því vel þeginn. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur unnið ötullega að því að fá íslensk fyrirtæki til að undirrita fyrrnefndan sáttmála með þeim árangri að þriðjudaginn 27. maí verður efnt til ráðstefnu á Hilton Reykjavik Nordica þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð. Rætt verður um mikilvægi þess að hafa blandaðar stjórnir og stjórnendur í fyrirtækjum bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og af þeirri einföldu ástæðu að teknar eru betri ákvarðanir fyrirtækjum til heilla. Fyrirtæki undirrita sáttmálann og hvatningarverðlaun verða veitt. Jafnréttisstofa stendur að ráðstefnunni ásamt mörgum fleiri aðilum en hún hefst kl. 9.00 og er öllum opin. Hvetjum fyrirtækin og hrósum þeim sem vel gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa leitt í ljós að því meira kynjajafnrétti sem ríkir innan samfélaga, því meiri er hagsældin. Um árabil hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og fleiri lagt mikla áherslu á að unnið sé markvisst að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum kynjanna í menntun, atvinnulífi, stjórnmálum og einkalífi fólks. Þannig skiptir t.d. jafnrétti til náms gríðarlegu máli að ekki sé minnst á heilsugæslu sem vinnur að því að draga úr barna- og mæðradauða, afnámi ofbeldis gegn konum og þannig mætti áfram telja. Árangurinn er þó misjafn því víða er mikil andstaða við jafnrétti kynjanna og á allt of mörgum svæðum koma fátækt og átök í veg fyrir framfarir og frið. UN Women hefur unnið að því um árabil að fá fyrirtæki um allan heim til að undirrita sáttmála þar sem þau heita því að vinna að jafnrétti kynjanna í öllu sínu starfi. Þannig snýst málið ekki aðeins um það sem gerist innan fyrirtækisins heldur einnig hvernig er unnið utan þess, að manréttindi séu virt alls staðar og allaf og að gætt sé að kynjajafnrétti í hvívetna. Ísland hefur um árabil mælst vera það ríki í heimi þar sem kynjamismunun er hvað minnst. Það er stofnunin World Economic Forum sem mælir kynjabilið og það er afar fróðlegt að skoða skýrslurnar sem frá henni koma. Þótt gagnrýna megi suma mælikvarðana segja þeir okkur margt og mikið um stöðu kvenna í heiminum og hvaða vandamál er við að glíma. Við höfum byggt upp stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem fylgist með því að lögum og reglum sé framfylgt eftir því sem hægt er og fjármagn leyfir. Eitt af því sem okkar jafnréttislög kveða á um eru skyldur fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri til að tryggja jafnrétti innan sinna veggja, t.d. að vinna að jafnri stöðu kynjanna meðal stjórnenda, launajafnrétti, jöfnum tækifærum til sí- og endurmenntunar og að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Við búum því vel hvað varðar lög og reglur en ekki veitir af að ýta á orð og efndir. Liðsauki frá UN Women er því vel þeginn. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur unnið ötullega að því að fá íslensk fyrirtæki til að undirrita fyrrnefndan sáttmála með þeim árangri að þriðjudaginn 27. maí verður efnt til ráðstefnu á Hilton Reykjavik Nordica þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að fyrirtæki setji jafnréttismál á oddinn út frá viðskiptalegum forsendum og samfélagsábyrgð. Rætt verður um mikilvægi þess að hafa blandaðar stjórnir og stjórnendur í fyrirtækjum bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og af þeirri einföldu ástæðu að teknar eru betri ákvarðanir fyrirtækjum til heilla. Fyrirtæki undirrita sáttmálann og hvatningarverðlaun verða veitt. Jafnréttisstofa stendur að ráðstefnunni ásamt mörgum fleiri aðilum en hún hefst kl. 9.00 og er öllum opin. Hvetjum fyrirtækin og hrósum þeim sem vel gera.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun