Hagræn áhrif íþrótta Eva Baldursdóttir skrifar 23. maí 2014 07:00 Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar