Hagræn áhrif íþrótta Eva Baldursdóttir skrifar 23. maí 2014 07:00 Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar