Er Ísland land fyrir alla? Guðbjörg Ludvigsdóttir skrifar 23. maí 2014 07:00 Á hverju ári koma fréttir af ungu fólki á öllum aldri sem hefur lent í slysum eða orðið alvarlega veikt. Einstaklingar sem sitja uppi með varanlega fötlun. Þessar fréttir taka á og fólk hefur mikla samúð með viðkomandi. Þrátt fyrir að við viljum styðja við bakið á þessu fólki þá er þjóðfélagið okkar langt frá því að vera tilbúið að taka á móti þeim. Aðgengismál t.d. eru til háborinnar skammar og hógværð hjólastólanotenda er stórmerkileg. Í nýlegri frétt í Fréttablaðinu stóð orðrétt „bensínstöðvar eru nauðsynlegar fötluðum“? og að fatlaðir einstaklingar þurfa að plana hvert þeir fara með tilliti til þess hvar salerni eru aðgengileg. Hvað þýða svona fullyrðingar? Jú, að það er ekki sjálfgefið að einstaklingur í hjólastól eigi að komast út um allt. Við státum okkur af því að vera umbyrðarlynd og viljum vera góð við allt og alla og auðvitað eru allir velkomnir eða hvað? Hvað með fatlaða? Eigum við að auglýsa erlendis: „Ísland tekur vel á móti öllum óháð þjóðerni, trú og kynferði svo lengi sem hreyfifærnin er í lagi. Hjólastólanotendur eru vinsamlegast beðnir um að fara annað.“ Er ekki betra að segja þetta hreint út í staðinn fyrir að fólk komist að þessu þegar það kemur til landsins. Það er til skammar hvað opinberar stofnanir hafa komist upp með. Sjúkratryggingar Íslands til að mynda eru sums staðar í lyftulausu húsnæði og komast upp með það. Mikið er búið að ræða um aðgengi að verslunarhúsnæði, kaffihúsum o.fl. í miðbæ Reykjavíkur, en ekkert gerist. Við höldum bara áfram að líta í hina áttina.Fjarlægjum farartálma Er ásættanlegt að einstaklingar sem hafa lent í miklum hremmingum missi rétt sinn til að vera fullgildir meðlimir í okkar þjóðfélagi? Lítið í eigin barm og veltið fyrir ykkur hvernig líf ykkar yrði ef þið væruð tilneydd til að sitja niðri og gætuð engan veginn staðið upp þó að það væri það sem þið óskið ykkur heitast. Sýnum þeim sem hafa lent í miklum hremmingum að okkur sé í alvöru ekki sama og að við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þeim líði sem best. Ímyndið ykkur hvernig ykkur liði ef þið væruð í hjólastól og þið gætuð ekki gert hluti einfaldlega vegna þess að það eru nokkrar tröppur, þröskuldar eða eitthvað dót fyrir. Hvernig myndi ykkur líða? Í mínum augum eru öll þau sem búa við hvers konar færnisskerðingu hetjur og það á að koma fram við þau sem slíkar. Allt sem þau þurfa að gera og langar til að gera er miklu flóknara og erfiðara en hjá ófötluðum. Þau eiga alla mína aðdáun og það á að koma fram við þau með virðingu og lotningu sem þau svo sannarlega eiga skilið. Tökum á móti þeim með opnum örmum, fjarlægjum farartálma og reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta þeim lífið. Eitt af því er að hleypa þeim inn til okkar. Þið sem getið tekið á móti öllum verið stolt af sjálfum ykkur, þið hin getið skammast ykkur. Þið eigið þátt í að gera líf þessara einstaklinga óbærilegt. Þið eruð vond við fólkið sem þið finnið til með. Munið að enginn ætlar sér að verða veikur eða lenda í slysi og þið getið verið næst. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Gerum íslenskt samfélag samfélag fyrir alla og þá meina ég alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári koma fréttir af ungu fólki á öllum aldri sem hefur lent í slysum eða orðið alvarlega veikt. Einstaklingar sem sitja uppi með varanlega fötlun. Þessar fréttir taka á og fólk hefur mikla samúð með viðkomandi. Þrátt fyrir að við viljum styðja við bakið á þessu fólki þá er þjóðfélagið okkar langt frá því að vera tilbúið að taka á móti þeim. Aðgengismál t.d. eru til háborinnar skammar og hógværð hjólastólanotenda er stórmerkileg. Í nýlegri frétt í Fréttablaðinu stóð orðrétt „bensínstöðvar eru nauðsynlegar fötluðum“? og að fatlaðir einstaklingar þurfa að plana hvert þeir fara með tilliti til þess hvar salerni eru aðgengileg. Hvað þýða svona fullyrðingar? Jú, að það er ekki sjálfgefið að einstaklingur í hjólastól eigi að komast út um allt. Við státum okkur af því að vera umbyrðarlynd og viljum vera góð við allt og alla og auðvitað eru allir velkomnir eða hvað? Hvað með fatlaða? Eigum við að auglýsa erlendis: „Ísland tekur vel á móti öllum óháð þjóðerni, trú og kynferði svo lengi sem hreyfifærnin er í lagi. Hjólastólanotendur eru vinsamlegast beðnir um að fara annað.“ Er ekki betra að segja þetta hreint út í staðinn fyrir að fólk komist að þessu þegar það kemur til landsins. Það er til skammar hvað opinberar stofnanir hafa komist upp með. Sjúkratryggingar Íslands til að mynda eru sums staðar í lyftulausu húsnæði og komast upp með það. Mikið er búið að ræða um aðgengi að verslunarhúsnæði, kaffihúsum o.fl. í miðbæ Reykjavíkur, en ekkert gerist. Við höldum bara áfram að líta í hina áttina.Fjarlægjum farartálma Er ásættanlegt að einstaklingar sem hafa lent í miklum hremmingum missi rétt sinn til að vera fullgildir meðlimir í okkar þjóðfélagi? Lítið í eigin barm og veltið fyrir ykkur hvernig líf ykkar yrði ef þið væruð tilneydd til að sitja niðri og gætuð engan veginn staðið upp þó að það væri það sem þið óskið ykkur heitast. Sýnum þeim sem hafa lent í miklum hremmingum að okkur sé í alvöru ekki sama og að við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þeim líði sem best. Ímyndið ykkur hvernig ykkur liði ef þið væruð í hjólastól og þið gætuð ekki gert hluti einfaldlega vegna þess að það eru nokkrar tröppur, þröskuldar eða eitthvað dót fyrir. Hvernig myndi ykkur líða? Í mínum augum eru öll þau sem búa við hvers konar færnisskerðingu hetjur og það á að koma fram við þau sem slíkar. Allt sem þau þurfa að gera og langar til að gera er miklu flóknara og erfiðara en hjá ófötluðum. Þau eiga alla mína aðdáun og það á að koma fram við þau með virðingu og lotningu sem þau svo sannarlega eiga skilið. Tökum á móti þeim með opnum örmum, fjarlægjum farartálma og reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta þeim lífið. Eitt af því er að hleypa þeim inn til okkar. Þið sem getið tekið á móti öllum verið stolt af sjálfum ykkur, þið hin getið skammast ykkur. Þið eigið þátt í að gera líf þessara einstaklinga óbærilegt. Þið eruð vond við fólkið sem þið finnið til með. Munið að enginn ætlar sér að verða veikur eða lenda í slysi og þið getið verið næst. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Gerum íslenskt samfélag samfélag fyrir alla og þá meina ég alla.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun