Frjáls för á Norðurlöndum í sextíu ár Vinnumálaráðherrar Norðurlanda skrifar 22. maí 2014 07:00 Í dag eru sextíu ár liðin frá undirritun samnings um sameiginlegan norrænan vinnumarkað. Með samningnum var lagður grunnur að einum samhæfðasta svæðisbundna vinnumarkaði í heimi. Frjáls för innan svæðisins hefur gert þúsundum Norðurlandabúa kleift að setjast að í öðru landi og jafnframt stuðlað að hagvexti og verið fyrirmynd annars samstarfs. Við höfum því ærið tilefni til að vera stolt og halda upp á þessi tímamót. Undirbúningur að sameiginlegum vinnumarkaði á Norðurlöndum hófst strax eftir lok seinni heimstyrjaldar. Uppbygging í kjölfar stríðsins leiddi til langvarandi og öflugs hagvaxtar og í sumum tilvikum varð eftirspurn eftir vinnuafli miklu meiri en framboðið heima fyrir. Til að byrja með voru það aðallega Svíar og Danir sem höfðu forgöngu um að koma á fót sameiginlegum vinnumarkaði. Norðmenn og Finnar voru varfærnari þar sem þeir höfðu áhyggjur af að skortur yrði á vinnuafli innanlands. Þegar náðst hafði samkomulag um sérstakt ákvæði um að full atvinna skyldi vera í hverju landi fyrir sig, gátu Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar að lokum undirritað samninginn þann 22. maí 1954. Árið 1982 gerðust Íslendingar einnig aðilar að samstarfinu. Þessi samningur markaði upphafið að frjálsri för yfir landamæri – sem enn er í fullu gildi. Meginhvatinn að baki búferlaflutningum og ferðalögum til að sækja vinnu yfir landamæri hafa verið atvinnutækifæri en launamunur hefur einnig haft áhrif á mynstur fólksflutninga. Í upphafi var Svíþjóð helsti áfangastaður Norðurlandabúa í atvinnuleit, ekki síst frá Finnlandi. Í dag er mynstrið gerbreytt. Margir Svíar flytja til Noregs sem nú tekur við flestum norrænum innflytjendum og Danmörk næstflestum. Undanfarin ár hafa rúmlega 50.000 Norðurlandabúar flust til annars norræns lands á ári hverju. Stór hluti þeirra sem fara yfir landamæri í dag er einnig fólk sem sækir vinnu í nágrannalandi. Á hverju ári sækja allt að 70.000 einstaklingar vinnu í öðru norrænu landi en þeir búa í.Samstarfið þróað áfram Afnám hafta á norrænum vinnumarkaði hefur haft mikið að segja fyrir efnahagsþróunina. Á tímum mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli hefur verið hægt að komast hjá flöskuhálsum á vinnumarkaði vegna þess að nokkur hluti vinnuafls á Norðurlöndum hefur verið hreyfanlegur. Það hefur ekki síður skipt miklu fyrir alla þá einstaklinga sem hafa getað fundið sér starf og skapað sér nýja tilveru í öðru landi. Þótt nú sé hvorki lengur þörf á atvinnuleyfi né vegabréfi er áfram unnið að því að ryðja brott hindrunum og auðvelda frjálsa för á norrænum vinnumarkaði. Í áranna rás hafa verið gerðir fleiri samningar um sameiginlegan vinnumarkað fyrir einstakar starfsgreinar auk norræns sáttmála um vinnuvernd. Aðild Dana, Finna og Svía að ESB og þátttaka Íslendinga og Norðmanna í ESB/EES-samstarfinu hafa sett mark sitt á norrænt vinnumarkaðssamstarf undanfarin 20 ár. Breytingar á reglum ESB hafa rutt úr vegi ákveðnum stjórnsýsluhindrunum á norrænum vinnumarkaði. Evrópusamvinnan hefur þó um leið þrengt möguleika Norðurlandanna til að gera sérstaka samninga sín á milli á borð við þá sem gerðir voru fyrir 60 árum. Áframhaldandi starf að því að fyrirbyggja og eyða stjórnsýsluhindrunum er forgangsmál í norrænu samstarfi. Mörg sameiginleg úrlausnarefni blasa við, t.d. hækkandi meðalaldur íbúanna, aukin alþjóðleg samkeppni og nauðsyn þess að aðstoða ungt fólk við að komast inn á vinnumarkaðinn. Ein leið til að mæta þessum áskorunum er að greiða fyrir frjálsri för milli landanna og stuðla þannig að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli. Samstarfið okkar hefur reynst vel. Þess vegna ætlum við að halda áfram að standa um það vörð og þróa það áfram til að auðvelda komandi kynslóðum að búa og starfa í öðru norrænu landi.Elisabeth Svantesson,SvíþjóðRobert Eriksson,NoregiLauri Ihalainen,FinnlandiMette Frederiksen,DanmörkuEygló Harðardóttir,Íslandinorrænu vinnumálaráðherrarnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag eru sextíu ár liðin frá undirritun samnings um sameiginlegan norrænan vinnumarkað. Með samningnum var lagður grunnur að einum samhæfðasta svæðisbundna vinnumarkaði í heimi. Frjáls för innan svæðisins hefur gert þúsundum Norðurlandabúa kleift að setjast að í öðru landi og jafnframt stuðlað að hagvexti og verið fyrirmynd annars samstarfs. Við höfum því ærið tilefni til að vera stolt og halda upp á þessi tímamót. Undirbúningur að sameiginlegum vinnumarkaði á Norðurlöndum hófst strax eftir lok seinni heimstyrjaldar. Uppbygging í kjölfar stríðsins leiddi til langvarandi og öflugs hagvaxtar og í sumum tilvikum varð eftirspurn eftir vinnuafli miklu meiri en framboðið heima fyrir. Til að byrja með voru það aðallega Svíar og Danir sem höfðu forgöngu um að koma á fót sameiginlegum vinnumarkaði. Norðmenn og Finnar voru varfærnari þar sem þeir höfðu áhyggjur af að skortur yrði á vinnuafli innanlands. Þegar náðst hafði samkomulag um sérstakt ákvæði um að full atvinna skyldi vera í hverju landi fyrir sig, gátu Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar að lokum undirritað samninginn þann 22. maí 1954. Árið 1982 gerðust Íslendingar einnig aðilar að samstarfinu. Þessi samningur markaði upphafið að frjálsri för yfir landamæri – sem enn er í fullu gildi. Meginhvatinn að baki búferlaflutningum og ferðalögum til að sækja vinnu yfir landamæri hafa verið atvinnutækifæri en launamunur hefur einnig haft áhrif á mynstur fólksflutninga. Í upphafi var Svíþjóð helsti áfangastaður Norðurlandabúa í atvinnuleit, ekki síst frá Finnlandi. Í dag er mynstrið gerbreytt. Margir Svíar flytja til Noregs sem nú tekur við flestum norrænum innflytjendum og Danmörk næstflestum. Undanfarin ár hafa rúmlega 50.000 Norðurlandabúar flust til annars norræns lands á ári hverju. Stór hluti þeirra sem fara yfir landamæri í dag er einnig fólk sem sækir vinnu í nágrannalandi. Á hverju ári sækja allt að 70.000 einstaklingar vinnu í öðru norrænu landi en þeir búa í.Samstarfið þróað áfram Afnám hafta á norrænum vinnumarkaði hefur haft mikið að segja fyrir efnahagsþróunina. Á tímum mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli hefur verið hægt að komast hjá flöskuhálsum á vinnumarkaði vegna þess að nokkur hluti vinnuafls á Norðurlöndum hefur verið hreyfanlegur. Það hefur ekki síður skipt miklu fyrir alla þá einstaklinga sem hafa getað fundið sér starf og skapað sér nýja tilveru í öðru landi. Þótt nú sé hvorki lengur þörf á atvinnuleyfi né vegabréfi er áfram unnið að því að ryðja brott hindrunum og auðvelda frjálsa för á norrænum vinnumarkaði. Í áranna rás hafa verið gerðir fleiri samningar um sameiginlegan vinnumarkað fyrir einstakar starfsgreinar auk norræns sáttmála um vinnuvernd. Aðild Dana, Finna og Svía að ESB og þátttaka Íslendinga og Norðmanna í ESB/EES-samstarfinu hafa sett mark sitt á norrænt vinnumarkaðssamstarf undanfarin 20 ár. Breytingar á reglum ESB hafa rutt úr vegi ákveðnum stjórnsýsluhindrunum á norrænum vinnumarkaði. Evrópusamvinnan hefur þó um leið þrengt möguleika Norðurlandanna til að gera sérstaka samninga sín á milli á borð við þá sem gerðir voru fyrir 60 árum. Áframhaldandi starf að því að fyrirbyggja og eyða stjórnsýsluhindrunum er forgangsmál í norrænu samstarfi. Mörg sameiginleg úrlausnarefni blasa við, t.d. hækkandi meðalaldur íbúanna, aukin alþjóðleg samkeppni og nauðsyn þess að aðstoða ungt fólk við að komast inn á vinnumarkaðinn. Ein leið til að mæta þessum áskorunum er að greiða fyrir frjálsri för milli landanna og stuðla þannig að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli. Samstarfið okkar hefur reynst vel. Þess vegna ætlum við að halda áfram að standa um það vörð og þróa það áfram til að auðvelda komandi kynslóðum að búa og starfa í öðru norrænu landi.Elisabeth Svantesson,SvíþjóðRobert Eriksson,NoregiLauri Ihalainen,FinnlandiMette Frederiksen,DanmörkuEygló Harðardóttir,Íslandinorrænu vinnumálaráðherrarnir
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun