Frjáls för á Norðurlöndum í sextíu ár Vinnumálaráðherrar Norðurlanda skrifar 22. maí 2014 07:00 Í dag eru sextíu ár liðin frá undirritun samnings um sameiginlegan norrænan vinnumarkað. Með samningnum var lagður grunnur að einum samhæfðasta svæðisbundna vinnumarkaði í heimi. Frjáls för innan svæðisins hefur gert þúsundum Norðurlandabúa kleift að setjast að í öðru landi og jafnframt stuðlað að hagvexti og verið fyrirmynd annars samstarfs. Við höfum því ærið tilefni til að vera stolt og halda upp á þessi tímamót. Undirbúningur að sameiginlegum vinnumarkaði á Norðurlöndum hófst strax eftir lok seinni heimstyrjaldar. Uppbygging í kjölfar stríðsins leiddi til langvarandi og öflugs hagvaxtar og í sumum tilvikum varð eftirspurn eftir vinnuafli miklu meiri en framboðið heima fyrir. Til að byrja með voru það aðallega Svíar og Danir sem höfðu forgöngu um að koma á fót sameiginlegum vinnumarkaði. Norðmenn og Finnar voru varfærnari þar sem þeir höfðu áhyggjur af að skortur yrði á vinnuafli innanlands. Þegar náðst hafði samkomulag um sérstakt ákvæði um að full atvinna skyldi vera í hverju landi fyrir sig, gátu Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar að lokum undirritað samninginn þann 22. maí 1954. Árið 1982 gerðust Íslendingar einnig aðilar að samstarfinu. Þessi samningur markaði upphafið að frjálsri för yfir landamæri – sem enn er í fullu gildi. Meginhvatinn að baki búferlaflutningum og ferðalögum til að sækja vinnu yfir landamæri hafa verið atvinnutækifæri en launamunur hefur einnig haft áhrif á mynstur fólksflutninga. Í upphafi var Svíþjóð helsti áfangastaður Norðurlandabúa í atvinnuleit, ekki síst frá Finnlandi. Í dag er mynstrið gerbreytt. Margir Svíar flytja til Noregs sem nú tekur við flestum norrænum innflytjendum og Danmörk næstflestum. Undanfarin ár hafa rúmlega 50.000 Norðurlandabúar flust til annars norræns lands á ári hverju. Stór hluti þeirra sem fara yfir landamæri í dag er einnig fólk sem sækir vinnu í nágrannalandi. Á hverju ári sækja allt að 70.000 einstaklingar vinnu í öðru norrænu landi en þeir búa í.Samstarfið þróað áfram Afnám hafta á norrænum vinnumarkaði hefur haft mikið að segja fyrir efnahagsþróunina. Á tímum mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli hefur verið hægt að komast hjá flöskuhálsum á vinnumarkaði vegna þess að nokkur hluti vinnuafls á Norðurlöndum hefur verið hreyfanlegur. Það hefur ekki síður skipt miklu fyrir alla þá einstaklinga sem hafa getað fundið sér starf og skapað sér nýja tilveru í öðru landi. Þótt nú sé hvorki lengur þörf á atvinnuleyfi né vegabréfi er áfram unnið að því að ryðja brott hindrunum og auðvelda frjálsa för á norrænum vinnumarkaði. Í áranna rás hafa verið gerðir fleiri samningar um sameiginlegan vinnumarkað fyrir einstakar starfsgreinar auk norræns sáttmála um vinnuvernd. Aðild Dana, Finna og Svía að ESB og þátttaka Íslendinga og Norðmanna í ESB/EES-samstarfinu hafa sett mark sitt á norrænt vinnumarkaðssamstarf undanfarin 20 ár. Breytingar á reglum ESB hafa rutt úr vegi ákveðnum stjórnsýsluhindrunum á norrænum vinnumarkaði. Evrópusamvinnan hefur þó um leið þrengt möguleika Norðurlandanna til að gera sérstaka samninga sín á milli á borð við þá sem gerðir voru fyrir 60 árum. Áframhaldandi starf að því að fyrirbyggja og eyða stjórnsýsluhindrunum er forgangsmál í norrænu samstarfi. Mörg sameiginleg úrlausnarefni blasa við, t.d. hækkandi meðalaldur íbúanna, aukin alþjóðleg samkeppni og nauðsyn þess að aðstoða ungt fólk við að komast inn á vinnumarkaðinn. Ein leið til að mæta þessum áskorunum er að greiða fyrir frjálsri för milli landanna og stuðla þannig að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli. Samstarfið okkar hefur reynst vel. Þess vegna ætlum við að halda áfram að standa um það vörð og þróa það áfram til að auðvelda komandi kynslóðum að búa og starfa í öðru norrænu landi.Elisabeth Svantesson,SvíþjóðRobert Eriksson,NoregiLauri Ihalainen,FinnlandiMette Frederiksen,DanmörkuEygló Harðardóttir,Íslandinorrænu vinnumálaráðherrarnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag eru sextíu ár liðin frá undirritun samnings um sameiginlegan norrænan vinnumarkað. Með samningnum var lagður grunnur að einum samhæfðasta svæðisbundna vinnumarkaði í heimi. Frjáls för innan svæðisins hefur gert þúsundum Norðurlandabúa kleift að setjast að í öðru landi og jafnframt stuðlað að hagvexti og verið fyrirmynd annars samstarfs. Við höfum því ærið tilefni til að vera stolt og halda upp á þessi tímamót. Undirbúningur að sameiginlegum vinnumarkaði á Norðurlöndum hófst strax eftir lok seinni heimstyrjaldar. Uppbygging í kjölfar stríðsins leiddi til langvarandi og öflugs hagvaxtar og í sumum tilvikum varð eftirspurn eftir vinnuafli miklu meiri en framboðið heima fyrir. Til að byrja með voru það aðallega Svíar og Danir sem höfðu forgöngu um að koma á fót sameiginlegum vinnumarkaði. Norðmenn og Finnar voru varfærnari þar sem þeir höfðu áhyggjur af að skortur yrði á vinnuafli innanlands. Þegar náðst hafði samkomulag um sérstakt ákvæði um að full atvinna skyldi vera í hverju landi fyrir sig, gátu Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar að lokum undirritað samninginn þann 22. maí 1954. Árið 1982 gerðust Íslendingar einnig aðilar að samstarfinu. Þessi samningur markaði upphafið að frjálsri för yfir landamæri – sem enn er í fullu gildi. Meginhvatinn að baki búferlaflutningum og ferðalögum til að sækja vinnu yfir landamæri hafa verið atvinnutækifæri en launamunur hefur einnig haft áhrif á mynstur fólksflutninga. Í upphafi var Svíþjóð helsti áfangastaður Norðurlandabúa í atvinnuleit, ekki síst frá Finnlandi. Í dag er mynstrið gerbreytt. Margir Svíar flytja til Noregs sem nú tekur við flestum norrænum innflytjendum og Danmörk næstflestum. Undanfarin ár hafa rúmlega 50.000 Norðurlandabúar flust til annars norræns lands á ári hverju. Stór hluti þeirra sem fara yfir landamæri í dag er einnig fólk sem sækir vinnu í nágrannalandi. Á hverju ári sækja allt að 70.000 einstaklingar vinnu í öðru norrænu landi en þeir búa í.Samstarfið þróað áfram Afnám hafta á norrænum vinnumarkaði hefur haft mikið að segja fyrir efnahagsþróunina. Á tímum mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli hefur verið hægt að komast hjá flöskuhálsum á vinnumarkaði vegna þess að nokkur hluti vinnuafls á Norðurlöndum hefur verið hreyfanlegur. Það hefur ekki síður skipt miklu fyrir alla þá einstaklinga sem hafa getað fundið sér starf og skapað sér nýja tilveru í öðru landi. Þótt nú sé hvorki lengur þörf á atvinnuleyfi né vegabréfi er áfram unnið að því að ryðja brott hindrunum og auðvelda frjálsa för á norrænum vinnumarkaði. Í áranna rás hafa verið gerðir fleiri samningar um sameiginlegan vinnumarkað fyrir einstakar starfsgreinar auk norræns sáttmála um vinnuvernd. Aðild Dana, Finna og Svía að ESB og þátttaka Íslendinga og Norðmanna í ESB/EES-samstarfinu hafa sett mark sitt á norrænt vinnumarkaðssamstarf undanfarin 20 ár. Breytingar á reglum ESB hafa rutt úr vegi ákveðnum stjórnsýsluhindrunum á norrænum vinnumarkaði. Evrópusamvinnan hefur þó um leið þrengt möguleika Norðurlandanna til að gera sérstaka samninga sín á milli á borð við þá sem gerðir voru fyrir 60 árum. Áframhaldandi starf að því að fyrirbyggja og eyða stjórnsýsluhindrunum er forgangsmál í norrænu samstarfi. Mörg sameiginleg úrlausnarefni blasa við, t.d. hækkandi meðalaldur íbúanna, aukin alþjóðleg samkeppni og nauðsyn þess að aðstoða ungt fólk við að komast inn á vinnumarkaðinn. Ein leið til að mæta þessum áskorunum er að greiða fyrir frjálsri för milli landanna og stuðla þannig að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli. Samstarfið okkar hefur reynst vel. Þess vegna ætlum við að halda áfram að standa um það vörð og þróa það áfram til að auðvelda komandi kynslóðum að búa og starfa í öðru norrænu landi.Elisabeth Svantesson,SvíþjóðRobert Eriksson,NoregiLauri Ihalainen,FinnlandiMette Frederiksen,DanmörkuEygló Harðardóttir,Íslandinorrænu vinnumálaráðherrarnir
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun