Lífið

Leiksigur leikmyndahönnuðarins

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
„Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu,“ segir yfirmaður leikmyndadeildar Þjóðleikhússins, Trygve Jonas Eliassen, en Trygve var tilnefndur til Nordic Music Video Awards fyrir leik sinn í tónlistarmyndbandi við lag Ólafs Arnalds, Old Skin.

Tilnefningin kom Trygve mjög á óvart enda er hann frekar vanur því að vera á bak við tjöldin. Hann segist þó ekki ætla að leggja leiklistarferilinn fyrir sig þrátt fyrir þennan leiksigur.

„Nei, guð minn góður, það ætla ég sko ekki að gera. Ég var eitthvað að leika þegar ég var ungur drengur fyrir mörgum áratugum en þetta hefur aldrei verið minn tebolli.“ Hann er þó gríðarlega hrifinn af laginu, sem og söngvaranum Arnóri Dan.

„Tónlistin hans Ólafs er ótrúlega falleg og söngvarinn syngur hreinlega eins og Guð. Þetta var virkilega gaman,“ segir Trygve, kátur með tilnefninguna.

Myndbandið hlýtur einnig tilnefningu í flokknum Besta myndbandið en úrslitin verða kunngjörð hinn 31. maí næstkomandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.