Lífið

Gyllinæðarkrem og fylgjuhylki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Til eru óteljandi leiðir til að hugsa vel um sjálfan sig, hvort sem það eru fegrunarvörur, hreyfing eða matvæli.

Stjörnurnar í Hollywood reyna eins og þær geta að viðhalda unglegu útliti sínu en sum fegrunarráðin eru afar óvenjuleg.

Þurrkaði fylgjuna

Þegar leikkonan January Jones fæddi son sinn, Xander Dane Jones, í september árið 2011 sá hún til þess að fylgjan færi ekki til spillis. Hún tók ráðum dúlu sinnar og lét þurrka fylgjuna og gera úr henni hylki sem hún tekur inn. Þessi hylki eiga að minnka líkur á fæðingarþunglyndi og eru stútfull af vítamínum.

Rassakrem gegn hrukkum

Leikkonan Sandra Bullock fer ótroðnar slóðir og notar gyllinæðarkrem sem augnkrem. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri samþykkt í fegurðarbransanum að setja gyllinæðarkrem á andlitið en rassakrem hjálpar í baráttunni gegn hrukkunum í kringum augun,“ segir leikkonan.

Ódýrt og svínvirkar

Leikkonan Julia Roberts fer ódýra leið til að sporna gegn öldrunarmerkjum á höndum sínum. Hún lætur hendurnar liggja í bleyti í ólífuolíu í tíu mínútur reglulega til að viðhalda raka í nöglum og naglaböndum.

Ekkert sjampó takk

Ástralska leikkonan Nicole Kidman er með afar fallegt, rautt hár og hugsar mjög vel um lokkana sína. Hún þvær þá reglulega upp úr trönuberjasafa til að halda þeim nærðum og fögrum.

Hreinsa munninn með olíu

Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Shailene Woodley fara svipaðar leiðir til að halda tönnunum sínum hvítum og hraustlegum. Þær notast við aðferð sem á ensku er kölluð „oil pulling“ sem felur í sér að skola munninn með sesam- eða kókoshnetuolíu í tuttugu mínútur á tómum maga. Þessi aðferð á að útrýma öllum eiturefnum í munninum og þannig allri andremmu og tryggja að tennurnar haldist hvítar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.