Fékk heilablæðingu en með hugann við vinnuna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2014 08:47 Anna Sigrún safnar þrótti þessa dagana eftir þrjár æðaþræðingar og aðgerð þar sem fyllt var í slagæðagúlp á spítala í Bandaríkjunum. vísir/gva Anna Sigrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra á tímabili en starfar nú á skrifstofu forstjóra Landspítalans. Hún hefur því komið að stjórnun, fjárhagsáætlunum og gæðamálum spítalans undanfarin misseri. „Það var ótrúlega áhugavert að liggja inni á bandarískum spítala og sjá hvernig allt virkar öðruvísi, sumt er betra hjá okkur en annað er betra hjá þeim og ég reyndi að læra eins mikið og ég gat á þessari upplifun minni,“ segir Anna Sigrún en hún fékk heilablæðingu í Harry Potter-tæki í Universal Studios-skemmtigarðinum í Orlando þegar hún var þar á ferð í apríl. Henni var tjáð strax við komu á bráðamóttöku að sextíu prósent líkur væru á að deyja af völdum slíkrar blæðingar og þrjátíu prósent líkur á alvarlegum fylgikvillum. Anna Sigrún tilheyrir tíu prósentunum sem ná sér að fullu. Hún er loksins komin heim til Íslands eftir óvæntan endi á fríinu en er skipað að hvíla sig næstu mánuðina til að ná fullum þrótti á ný. Hún á þó erfitt með að taka hugann frá vinnunni, meira að segja þegar hún lá alvarlega veik á spítalanum úti. „Ég fann fyrir algjöru öryggi. Fagmennskan og sérfræðikunnáttan skein af öllu starfsfólki og aðbúnaður var til fyrirmyndar. Þegar ég fann þetta öryggi ákvað ég að láta af stjórninni, sem ég á annars erfitt með, og þá byrjaði ég að skoða það sem við getum lært af bandaríska skipulaginu. Ég tók myndir af öllu sem mér fannst áhugavert; sokkar sem eru hannaðir þannig að fólk detti síður, lyfjaskápar með lásakerfi sem kemur í veg fyrir mistök í lyfjagjöf og einnota nærbuxur sem er augljóslega þægilegasta leiðin fyrir sjúklinga,“ segir Anna Sigrún hlæjandi.Heppin að vera stödd úti Hún var á sjúkrahúsi í Gainsville á gjörgæslu sem er sérhæfð fyrir heilaáföll. Þar var pláss fyrir 30 manns. Á Landspítalanum eru 22 pláss fyrir alla gjörgæslusjúklinga. „Vegna smæðar Íslands getum við aldrei náð sambærilegri sérhæfingu og -þekkingu og í Bandaríkjunum. Það er bara svo einfalt. Í raun og veru er ég ótrúlega heppin að hafa verið stödd úti þegar ég fékk blæðinguna því að aðgerðin sem ég þurfti á að halda er ekki einu sinni framkvæmd hér á landi. Margt gerum við vel, til dæmis í hjartalækningum, en það er ómögulegt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi að bjóða upp á sérhæfingu á öllum sviðum. Lausnin sem ég sé í þeim málum er að flytja inn sérþekkinguna að utan en til þess að svo megi verða verður að búa betur að starfsfólki og mikilvægast er að bæta húsakostinn. Nýbyggingar á Landspítala eru bráðnauðsynlegar fyrir öryggismál til framtíðar.“Daginn eftir æðaþræðingu sendi Anna Sigrún þessa mynd á Facebook með textanum: „Flottir sokkar með stoppurum báðum megin. Ættum að hafa svona á Lsh.“Tuttugu milljóna króna reikningur Anna Sigrún var afar heppin. Bæði varðandi meðferðina en einnig hvað varðar tryggingamál. „Meðferð er ekki hafin fyrr en ljóst er hvernig verður greitt fyrir hana. Ég var tryggð í gegnum heimilistryggingu hjá VÍS og Visa-kortið sem ég hafði keypt farmiðana á. Þess vegna var hægt að ganga frá greiðslumálum undir eins og hefja meðferð í kjölfarið. Ég þurfti ekki að standa í neinu veseni en við erum að tala um ríflega tuttugu milljóna króna reikning. Sjúklingurinn við hliðina á mér fékk ekki fulla þjónustu vegna tryggingamála og ég ræddi við starfsfólk sem tjáði mér að það valdi oft siðferðilegum klemmum fyrir starfsfólkið. Þarna erum við á Íslandi heppin, við vitum að læknisþjónusta erlendis er alltaf greidd fyrir okkur og því þurfum við ekki að hafa áhyggjur af skertri þjónustu.“ Ábyrgðin sett í hendur sjúklinga Annað sem Anna Sigrún tók eftir úti er að ábyrgðin er í mun meiri mæli sett í hendur sjúklinga varðandi meðferð og kemur það til vegna greiðslukerfisins en einnig vegna aukinna lögsókna gegn heilbrigðisstarfsfólki þar ytra. „Ég var stödd í miðjum skemmtigarði, með stelpurnar mínar tvær hjá mér, og var sárþjáð af verkjum í höfði og hálsi. Ég gat varla hugsað heila hugsun. En ég er spurð hvort ég vilji fara í læknaskýlið í garðinum, fara heim eða hringja á sjúkrabíl. Ég valdi auðvitað að hringja á sjúkrabíl. Það er erfitt fyrir alvarlega veika sjúklinga að taka mikilvægar ákvarðanir við þessar kringumstæður og skrifa til dæmis undir ótal samþykktarskjöl. Þetta er afar varhugavert.“ Anna Sigrún mun hvíla sig næstu vikurnar. Hún segist uppfull af hugmyndum um smáar sem stærri breytingar á Landspítalanum sem hún hlakkar til að vinna meira með. „Jafnvel þótt þetta hafi verið skelfileg lífsreynsla þá verð ég að viðurkenna að þetta var líka ansi áhugavert. Þetta var eiginlega hálfgerð þerapía fyrir mig; ég gat verið með hausinn í vinnunni í stað þess að hafa áhyggjur af lífi mínu.“ Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Anna Sigrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra á tímabili en starfar nú á skrifstofu forstjóra Landspítalans. Hún hefur því komið að stjórnun, fjárhagsáætlunum og gæðamálum spítalans undanfarin misseri. „Það var ótrúlega áhugavert að liggja inni á bandarískum spítala og sjá hvernig allt virkar öðruvísi, sumt er betra hjá okkur en annað er betra hjá þeim og ég reyndi að læra eins mikið og ég gat á þessari upplifun minni,“ segir Anna Sigrún en hún fékk heilablæðingu í Harry Potter-tæki í Universal Studios-skemmtigarðinum í Orlando þegar hún var þar á ferð í apríl. Henni var tjáð strax við komu á bráðamóttöku að sextíu prósent líkur væru á að deyja af völdum slíkrar blæðingar og þrjátíu prósent líkur á alvarlegum fylgikvillum. Anna Sigrún tilheyrir tíu prósentunum sem ná sér að fullu. Hún er loksins komin heim til Íslands eftir óvæntan endi á fríinu en er skipað að hvíla sig næstu mánuðina til að ná fullum þrótti á ný. Hún á þó erfitt með að taka hugann frá vinnunni, meira að segja þegar hún lá alvarlega veik á spítalanum úti. „Ég fann fyrir algjöru öryggi. Fagmennskan og sérfræðikunnáttan skein af öllu starfsfólki og aðbúnaður var til fyrirmyndar. Þegar ég fann þetta öryggi ákvað ég að láta af stjórninni, sem ég á annars erfitt með, og þá byrjaði ég að skoða það sem við getum lært af bandaríska skipulaginu. Ég tók myndir af öllu sem mér fannst áhugavert; sokkar sem eru hannaðir þannig að fólk detti síður, lyfjaskápar með lásakerfi sem kemur í veg fyrir mistök í lyfjagjöf og einnota nærbuxur sem er augljóslega þægilegasta leiðin fyrir sjúklinga,“ segir Anna Sigrún hlæjandi.Heppin að vera stödd úti Hún var á sjúkrahúsi í Gainsville á gjörgæslu sem er sérhæfð fyrir heilaáföll. Þar var pláss fyrir 30 manns. Á Landspítalanum eru 22 pláss fyrir alla gjörgæslusjúklinga. „Vegna smæðar Íslands getum við aldrei náð sambærilegri sérhæfingu og -þekkingu og í Bandaríkjunum. Það er bara svo einfalt. Í raun og veru er ég ótrúlega heppin að hafa verið stödd úti þegar ég fékk blæðinguna því að aðgerðin sem ég þurfti á að halda er ekki einu sinni framkvæmd hér á landi. Margt gerum við vel, til dæmis í hjartalækningum, en það er ómögulegt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi að bjóða upp á sérhæfingu á öllum sviðum. Lausnin sem ég sé í þeim málum er að flytja inn sérþekkinguna að utan en til þess að svo megi verða verður að búa betur að starfsfólki og mikilvægast er að bæta húsakostinn. Nýbyggingar á Landspítala eru bráðnauðsynlegar fyrir öryggismál til framtíðar.“Daginn eftir æðaþræðingu sendi Anna Sigrún þessa mynd á Facebook með textanum: „Flottir sokkar með stoppurum báðum megin. Ættum að hafa svona á Lsh.“Tuttugu milljóna króna reikningur Anna Sigrún var afar heppin. Bæði varðandi meðferðina en einnig hvað varðar tryggingamál. „Meðferð er ekki hafin fyrr en ljóst er hvernig verður greitt fyrir hana. Ég var tryggð í gegnum heimilistryggingu hjá VÍS og Visa-kortið sem ég hafði keypt farmiðana á. Þess vegna var hægt að ganga frá greiðslumálum undir eins og hefja meðferð í kjölfarið. Ég þurfti ekki að standa í neinu veseni en við erum að tala um ríflega tuttugu milljóna króna reikning. Sjúklingurinn við hliðina á mér fékk ekki fulla þjónustu vegna tryggingamála og ég ræddi við starfsfólk sem tjáði mér að það valdi oft siðferðilegum klemmum fyrir starfsfólkið. Þarna erum við á Íslandi heppin, við vitum að læknisþjónusta erlendis er alltaf greidd fyrir okkur og því þurfum við ekki að hafa áhyggjur af skertri þjónustu.“ Ábyrgðin sett í hendur sjúklinga Annað sem Anna Sigrún tók eftir úti er að ábyrgðin er í mun meiri mæli sett í hendur sjúklinga varðandi meðferð og kemur það til vegna greiðslukerfisins en einnig vegna aukinna lögsókna gegn heilbrigðisstarfsfólki þar ytra. „Ég var stödd í miðjum skemmtigarði, með stelpurnar mínar tvær hjá mér, og var sárþjáð af verkjum í höfði og hálsi. Ég gat varla hugsað heila hugsun. En ég er spurð hvort ég vilji fara í læknaskýlið í garðinum, fara heim eða hringja á sjúkrabíl. Ég valdi auðvitað að hringja á sjúkrabíl. Það er erfitt fyrir alvarlega veika sjúklinga að taka mikilvægar ákvarðanir við þessar kringumstæður og skrifa til dæmis undir ótal samþykktarskjöl. Þetta er afar varhugavert.“ Anna Sigrún mun hvíla sig næstu vikurnar. Hún segist uppfull af hugmyndum um smáar sem stærri breytingar á Landspítalanum sem hún hlakkar til að vinna meira með. „Jafnvel þótt þetta hafi verið skelfileg lífsreynsla þá verð ég að viðurkenna að þetta var líka ansi áhugavert. Þetta var eiginlega hálfgerð þerapía fyrir mig; ég gat verið með hausinn í vinnunni í stað þess að hafa áhyggjur af lífi mínu.“
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira