Segja fjármagn flutt til ríkra karla Snærós Sindradóttir skrifar 5. maí 2014 07:00 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. mynd/aðsend Kvennahreyfing Samfylkingarinnar telur að dregið hafi úr áhrifum kvenna á æðstu stjórn landsins í tíð sitjandi ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í ályktun sem ársþing hreyfingarinnar samþykkti á laugardag. Í ályktuninni kemur fram að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi aukið völd og áhrif kvenna við stjórn landsins en núverandi stjórnvöld hafi unnið gegn þessum áherslum. Ríkisstjórnin hafi meðal annars hætt við lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði og jafnlaunaátak fyrri ríkisstjórnar sé í uppnámi. Kvennahreyfingin fagnar áherslum Samfylkingarinnar á málefni barna og húsnæðismál. Hún segir aðstæður á leigumarkaði bitna verst á einstæðum mæðrum, tekjulágum og börnum þeirra. Á ársþingi Kvennahreyfingarinnar var Heiða Björg Hilmisdóttir kjörin formaður en hún situr jafnframt í sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ályktunina í heild sinni má lesa hér:Kvennahreyfing Samfylkingarinnar telur að valkostirnir hafi sjaldan verið jafn skýrir og í komandi sveitastjórnarkosningum og gríðarlega mikilvægt sé fyrir hagsmuni almennings og ekki síst kvenna að Samfylkingin sæki fram og jafnaðarmenn og félagshyggjufólk styrki stöðu sína við stjórn landsins. Við hvetjum konur til að standa saman og tryggja sterka stöðu kvenna í sveitastjórnum.Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur jók völd og áhrif kvenna við stjórn landsins, varði velferðar- og menntakerfið, stóð fyrir umbótum í mannréttindamálum, lagði áherslu á umhverfisvernd og fjölbreytt og verðmætaskapandi atvinnulíf.Hægri stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur frá fyrsta degi unnið gegn þessum áherslum. Dregið hefur verið úr vægi kvenna við æðstu stjórn landsins, bæði við ríkisstjórnarborðið og í mikilvægum ráðum og nefndum ríkisins og gríðarlegt fjármagn hefur verið flutt til auðugra karla á sama tima sem skorið er niður í málaflokkum sem ekki síst nýtast konum og barnafjölskyldum.Hætt hefur verið við lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, jafnlaunaátak fyrri ríkisstjórnar er í uppnámi, óvissa ríkir um endurnýjun húsnæðis Landspítalans og aftur er hafinn niðurskurður í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Enn eina ferðina hefur verið efnt til ófriðar um umhverfisvernd og almannarétt á kostnað íslenskra náttúru og komandi kynslóða.Kvennahreyfingin fagnar skýrum áherslum Samfylkingarinnar á málefni barna og húsnæðismál. Hvert eitt og einasta barn skiptir máli og við berum sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái sömu tækifæri til að þroskast og dafna. Það verður ekki gert nema með skýrri forgangsröðun. Að baki eru erfiðir tímar en Samfylkingin hefur lagt áherslu á að standa vörð um þjónustu við börn með t.d. barnabótum, barnatannlækningum, gjaldfrjálsri heilsugæslu fyrir börn, hækkun fjárhagsaðstoðar og niðurskurði stjórnunarkostnaðar í stað þjónustu.Aðstæður á leigumarkaði bitna verst á einstæðum mæðrum, tekjulágum og börnum þeirra. Samfylkingin hefur unnið mikið starf á sviði húsnæðismála á síðustu árum og nú er hafin bygging leiguíbúða sem munu breyta aðstæðum fjölda fjölskyldna. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hafnar samfélagi þar sem fólk þarf að greiða himinháa leigu og flytja hús úr húsi. Fjöldi barna þarf að flytjast á milli skóla gegn vilja sínum vegna húsnæðiseklu. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar leggur áherslu á að allir hafi tækifæri á að velja sér búsetuform við sitt hæfi sama í hvaða landshluta þeir búa.Kvennahreyfing Samfylkingarinnar leggur áherslu á að allir einstaklingar geti lifað með reisn. Leggja þarf aukna áherslu á málefni eldri borgara og þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Það sama má segja um lífeyrisþega og efla þarf möguleika til samfélagsþátttöku og áhrifa beggja hópa. Auka þarf fjárveitingar til að koma til móts við manneskjur sem misst hefur atvinnu til lengri eða skemmri tíma og vinna að því með öllum ráðum að fólk fái atvinnu við hæfi en lendi ekki fátæktargildru til framtíðar.Nú er tæpur mánuður til sveitastjórnakosninga. Þann tíma þarf að nota vel í kosningabaráttunni.Kvennahreyfingin hvetur Samfylkingarfólk í sveitastjórnum til að vinna með öðru félagshyggjufólki að því að mynda meirihluta í sem flestum sveitarfélögum. Þannig vinnum við best að samfélagi jöfnuðar, jafnréttis og samábyrgðar. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar telur að dregið hafi úr áhrifum kvenna á æðstu stjórn landsins í tíð sitjandi ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í ályktun sem ársþing hreyfingarinnar samþykkti á laugardag. Í ályktuninni kemur fram að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi aukið völd og áhrif kvenna við stjórn landsins en núverandi stjórnvöld hafi unnið gegn þessum áherslum. Ríkisstjórnin hafi meðal annars hætt við lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði og jafnlaunaátak fyrri ríkisstjórnar sé í uppnámi. Kvennahreyfingin fagnar áherslum Samfylkingarinnar á málefni barna og húsnæðismál. Hún segir aðstæður á leigumarkaði bitna verst á einstæðum mæðrum, tekjulágum og börnum þeirra. Á ársþingi Kvennahreyfingarinnar var Heiða Björg Hilmisdóttir kjörin formaður en hún situr jafnframt í sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ályktunina í heild sinni má lesa hér:Kvennahreyfing Samfylkingarinnar telur að valkostirnir hafi sjaldan verið jafn skýrir og í komandi sveitastjórnarkosningum og gríðarlega mikilvægt sé fyrir hagsmuni almennings og ekki síst kvenna að Samfylkingin sæki fram og jafnaðarmenn og félagshyggjufólk styrki stöðu sína við stjórn landsins. Við hvetjum konur til að standa saman og tryggja sterka stöðu kvenna í sveitastjórnum.Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur jók völd og áhrif kvenna við stjórn landsins, varði velferðar- og menntakerfið, stóð fyrir umbótum í mannréttindamálum, lagði áherslu á umhverfisvernd og fjölbreytt og verðmætaskapandi atvinnulíf.Hægri stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur frá fyrsta degi unnið gegn þessum áherslum. Dregið hefur verið úr vægi kvenna við æðstu stjórn landsins, bæði við ríkisstjórnarborðið og í mikilvægum ráðum og nefndum ríkisins og gríðarlegt fjármagn hefur verið flutt til auðugra karla á sama tima sem skorið er niður í málaflokkum sem ekki síst nýtast konum og barnafjölskyldum.Hætt hefur verið við lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, jafnlaunaátak fyrri ríkisstjórnar er í uppnámi, óvissa ríkir um endurnýjun húsnæðis Landspítalans og aftur er hafinn niðurskurður í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Enn eina ferðina hefur verið efnt til ófriðar um umhverfisvernd og almannarétt á kostnað íslenskra náttúru og komandi kynslóða.Kvennahreyfingin fagnar skýrum áherslum Samfylkingarinnar á málefni barna og húsnæðismál. Hvert eitt og einasta barn skiptir máli og við berum sameiginlega ábyrgð á því að öll börn fái sömu tækifæri til að þroskast og dafna. Það verður ekki gert nema með skýrri forgangsröðun. Að baki eru erfiðir tímar en Samfylkingin hefur lagt áherslu á að standa vörð um þjónustu við börn með t.d. barnabótum, barnatannlækningum, gjaldfrjálsri heilsugæslu fyrir börn, hækkun fjárhagsaðstoðar og niðurskurði stjórnunarkostnaðar í stað þjónustu.Aðstæður á leigumarkaði bitna verst á einstæðum mæðrum, tekjulágum og börnum þeirra. Samfylkingin hefur unnið mikið starf á sviði húsnæðismála á síðustu árum og nú er hafin bygging leiguíbúða sem munu breyta aðstæðum fjölda fjölskyldna. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hafnar samfélagi þar sem fólk þarf að greiða himinháa leigu og flytja hús úr húsi. Fjöldi barna þarf að flytjast á milli skóla gegn vilja sínum vegna húsnæðiseklu. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar leggur áherslu á að allir hafi tækifæri á að velja sér búsetuform við sitt hæfi sama í hvaða landshluta þeir búa.Kvennahreyfing Samfylkingarinnar leggur áherslu á að allir einstaklingar geti lifað með reisn. Leggja þarf aukna áherslu á málefni eldri borgara og þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Það sama má segja um lífeyrisþega og efla þarf möguleika til samfélagsþátttöku og áhrifa beggja hópa. Auka þarf fjárveitingar til að koma til móts við manneskjur sem misst hefur atvinnu til lengri eða skemmri tíma og vinna að því með öllum ráðum að fólk fái atvinnu við hæfi en lendi ekki fátæktargildru til framtíðar.Nú er tæpur mánuður til sveitastjórnakosninga. Þann tíma þarf að nota vel í kosningabaráttunni.Kvennahreyfingin hvetur Samfylkingarfólk í sveitastjórnum til að vinna með öðru félagshyggjufólki að því að mynda meirihluta í sem flestum sveitarfélögum. Þannig vinnum við best að samfélagi jöfnuðar, jafnréttis og samábyrgðar.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira