Lífið

Crymogea býður Ljúflingsverzlun í heimsókn um helgina

Marín Manda skrifar
Heiður Reynisdóttir og Ragnhildur Anna Jónsdótti.
Heiður Reynisdóttir og Ragnhildur Anna Jónsdótti.
Heiður Reynisdóttir og Ragnhildur Anna Jónsdóttir reka verslun sem poppar upp í borginni.



Ljúflingsverzlunin, sem er samstarfsverkefni Íslenzka pappírsfélagsins og Jónsdóttur & co ætlar að bregða undir sig betri fætinum og opna litla krúttbúð hjá vinum sínum í Crymogeu helgina 3-4.maí.

„Það verður ótrúlega gaman að upplifa langan laugardag í miðbænum og má kannski segja að Ljúflingsverzlun sé að koma aftur heim, því við opnuðum fyrstu pop-up búðina á Laugavegi haustið 2011. Nú ætlar Kristján B. Jónsson að bjóða Ljúflingsverzlun í heimsókn í húsnæði Crymogeu á Barónsstíg 27, og verður mikið um dýrðir og dásemdarstemning í húsinu,“ segir Heiður Reynisdóttir, eigandi Íslenzka pappírsfélagsins.

„Við vinkonurna bjóðum ávallt upp á ljúfar veitingar þegar við opnum Ljúflingsverzlun og hlökkum til að standa miðbæjarvaktina með opið upp á gátt.

Ljúflingsverzlunin, verður opin laugardag og sunnudag frá kl.11-17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.