Lífið

Mikilvægt að vera þakklátur í lífinu

Marín Manda skrifar
Sara í Júník
Sara í Júník
Sara Lind Pálsdóttir er eigandi verslunarinnar Júník í Smáralind og Kringlunni. Hún svaraði nokkrum hressum spurningum um lífið og tilveruna. 



1. Þegar ég var ung þá… var ég alveg ljóshærð

2. En núna…er ég dökkhærð og mun alltaf vera það.

3. Ég mun eflaust aldrei skilja… einelti, finnst það virkilega tilgangslaust og ljótt.

4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á… óhollum mat, finnst hollur matur alltaf mun betri.

5. Karlmenn eru… yndislegir flestir hverjir.

6. Ég hef lært að maður á alls ekki að… dæma fólk sem að maður þekkir ekki.

7. Ég fæ samviskubit þegar… ég er búin að vera léleg að mæta í ræktina.

8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar… ég er búin að sofa yfir því allt kvöldið.

9. Um þessar mundir er ég… mjög upptekin af báðum búðunum mínum, alltaf nóg að gera.

10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af…því hvað það er mikilvægt að vera þakklátur í lífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.