Eigum við að kenna börnunum okkar dyggðir? Lýður Árnason skrifar 17. apríl 2014 07:00 Við erum dugleg að kenna börnunum okkar dyggðir. Við viljum að þau standi við orð sín, séu heiðarleg, steli ekki né ljúgi, fari ekki í manngreinarálit og séu góð við minnimáttar. Við teljum hógværð til mannkosta, nægjusemi, ráðdeild, tillitssemi og kennum aðgát í nærveru sálar. Við viljum að börnin okkar komi hreint fram, sýni öðrum virðingu og taki samfélagslega ábyrgð þegar þar að kemur. Þessar siðareglur eiga að tryggja heilsteypta einstaklinga og velgengni í lífinu. Út frá manngildi er ofangreind sýn tær og falleg en er hún vænleg? Hverjir tróna í efstu lögum á Íslandi? Er það fólk sem hefur haft hógværð að leiðarljósi? Eru nægjusamir einstaklingar að gera það gott? Er tillitssemi að skila árangri í lífsgæðakapphlaupinu? Eru þeir sem helga sig hjálparstörfum hátt metnir í launastiganum? Er vænlegra til frama að sýna fylgispekt eða vera hreinskilinn? Hvorum vegnar betur, ráðdeildarmanninum sem eyðir ekki umfram efni eða óreiðumanninum sem hringsnýst á tíundu kennitölunni? Er stjörnulögfræðingur sá sem leitar réttlætis eða sá sem sigrar? Er kjörþokki fólginn í heiðarleika eða blekkingu? Eða kannski útlitinu einu saman? Kjósum við frambjóðanda sem segir okkur það sem við þurfum að heyra eða það sem við viljum heyra? Hvort er vænlegra til valda á Íslandi, sannleikurinn eða lygin? Hverjir eru ríkastir á Íslandi í dag? Eru það grandvarir og fyrirhyggjusamir kaupsýslumenn eða heiðarlegir atvinnurekendur sem hafa unnið sig upp? Gegna siðblindir sjálftökumenn einhverju hlutverki í auðsöfnun á Íslandi? Og hverjir eiga Ísland, náttúruperlurnar, fiskimiðin, fjölmiðlana, feitustu stöðurnar hjá hinu opinbera? Er það hinn almenni Íslendingur eða sá innmúraði? Hinn sjálfstæði Íslendingur sem ber skoðanir sínar á torg eða músin sem læðist með flokksskírteinið í vasanum? Hverjir búa Ísland, er það samheldin, dyggðum prýdd þjóð eða sundurleit hjörð, óalandi og óferjandi? Maður spyr sig þessara spurninga og veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvort rétt sé að kenna börnunum dyggðir. Myndu þau ekki pluma sig miklu betur ef þau kynnu að ljúga, svíkja, stela, vera sæt, smjaðra, gefa skít í náungann og umgangast engan nema hafa af því einhvern hag? Svei mér þá, það skyldi þó ekki vera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við erum dugleg að kenna börnunum okkar dyggðir. Við viljum að þau standi við orð sín, séu heiðarleg, steli ekki né ljúgi, fari ekki í manngreinarálit og séu góð við minnimáttar. Við teljum hógværð til mannkosta, nægjusemi, ráðdeild, tillitssemi og kennum aðgát í nærveru sálar. Við viljum að börnin okkar komi hreint fram, sýni öðrum virðingu og taki samfélagslega ábyrgð þegar þar að kemur. Þessar siðareglur eiga að tryggja heilsteypta einstaklinga og velgengni í lífinu. Út frá manngildi er ofangreind sýn tær og falleg en er hún vænleg? Hverjir tróna í efstu lögum á Íslandi? Er það fólk sem hefur haft hógværð að leiðarljósi? Eru nægjusamir einstaklingar að gera það gott? Er tillitssemi að skila árangri í lífsgæðakapphlaupinu? Eru þeir sem helga sig hjálparstörfum hátt metnir í launastiganum? Er vænlegra til frama að sýna fylgispekt eða vera hreinskilinn? Hvorum vegnar betur, ráðdeildarmanninum sem eyðir ekki umfram efni eða óreiðumanninum sem hringsnýst á tíundu kennitölunni? Er stjörnulögfræðingur sá sem leitar réttlætis eða sá sem sigrar? Er kjörþokki fólginn í heiðarleika eða blekkingu? Eða kannski útlitinu einu saman? Kjósum við frambjóðanda sem segir okkur það sem við þurfum að heyra eða það sem við viljum heyra? Hvort er vænlegra til valda á Íslandi, sannleikurinn eða lygin? Hverjir eru ríkastir á Íslandi í dag? Eru það grandvarir og fyrirhyggjusamir kaupsýslumenn eða heiðarlegir atvinnurekendur sem hafa unnið sig upp? Gegna siðblindir sjálftökumenn einhverju hlutverki í auðsöfnun á Íslandi? Og hverjir eiga Ísland, náttúruperlurnar, fiskimiðin, fjölmiðlana, feitustu stöðurnar hjá hinu opinbera? Er það hinn almenni Íslendingur eða sá innmúraði? Hinn sjálfstæði Íslendingur sem ber skoðanir sínar á torg eða músin sem læðist með flokksskírteinið í vasanum? Hverjir búa Ísland, er það samheldin, dyggðum prýdd þjóð eða sundurleit hjörð, óalandi og óferjandi? Maður spyr sig þessara spurninga og veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvort rétt sé að kenna börnunum dyggðir. Myndu þau ekki pluma sig miklu betur ef þau kynnu að ljúga, svíkja, stela, vera sæt, smjaðra, gefa skít í náungann og umgangast engan nema hafa af því einhvern hag? Svei mér þá, það skyldi þó ekki vera?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar