Battavöllur – menningarlegt fyrirbæri? Anna Margrét Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2014 07:00 Í mínum skóla gerast margir góðir hlutir, ekki síst vegna þess að í honum er Hjallastefnan. Á hverjum degi er unnið að lýðræði, jafnrétti, samvinnu, kærleika, virðingu, upplýsingatækni, íslensku, stærðfræði og mörgu öðru. Ég skrifa þessar línur því jafnrétti kynjanna er mér hugleikið og mikilvægt, því vil ég fara nánar í þann ágæta þátt í mínu skólastarfi. Eitt dæmi sem sýnir að unnið sé að því í mínum skóla er battavöllurinn. Ferhyrningur með gervigrasi og tveimur mörkum. Oft notað til að iðka knattspyrnu – sumir myndu jafnvel ganga svo langt og segja: „iðka þá listgrein sem knattspyrnan er“ (látum það liggja á milli hluta). Í mínum huga og í menningu barna er þetta nefnilega ekki bara ferhyrningur þar sem mögulegt er að spila knattspyrnu. Ó, nei – þetta er miklu stærra og viðameira mál þessi blessaði völlur. Hann er orðinn að menningarlegu fyrirbæri! Og nú verð ég að rekja smá sögubrot fyrir ykkur. Fyrir sirka tveimur árum fengum við þennan völl eftir ítrekaðar óskir og fyrirspurnir barnanna í skólanum. Gleðin var þvílík þegar hann loksins kom að allt ætlaði hreinlega um koll að keyra. Nú væri sko hægt að spila fótbolta í hvaða veðri sem er og helst mikið af honum (snjór, frost og stormur er ekki fyrirstaða í mínum skóla). Nú verðið þið að sjá aðeins fyrir ykkur hvernig þetta hefur verið. Hvað sjáið þið fyrir ykkur? Drengi þyrpast á völlinn í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Stúlkur í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Þær voru færri – vissulega en þessi völlur hafði og hefur gífurlegt aðdráttarafl.Allt án uppáþrengingar Í mínum skóla er nefnilega val tvisvar sinnum á dag í 30 mínútur í senn. Þá hafa börnin um nokkra úrvalskosti að velja – hvað þau vilji gera. Einn kosturinn er útisvæði, þar skiptast kennarar á að vera með viðbragð spretthlaupara ef eitthvað kemur upp á, hafa samningatækni færustu lögfræðinga, faðm á við skógarbirni og vökul augu arnarins. Allt án uppáþrengingar að sjálfsögðu því þetta er frjálsi tími barnanna. Allir vildu á völlinn fara og nú mátti samningatæknin ekki bregðast okkur. Við sáum þó fljótt að stúlkur sem æfðu fótbolta voru ívið færri en drengirnir og þær áttu það til að gefa völlinn frá sér og voru hreinlega ekki alltaf nógu fljótar að koma og taka sér stöðu á vellinum til að panta hann. En hvað – geta þau ekki bara spilað saman? Jú, jú, það var nú aldeilis gert en aftur – við sáum kynjaskipt lið, hallað var á stúlkur og þær fengu ekki sendingar til sín og bara fengu ekki að njóta sín! Fúlt! Næsta ráð var að skipta vellinum á milli barnanna. Fyrst fá 10 ára stúlkur völlinn, næst 11 ára og svo 12 ára. Það kerfi rúllar í eina viku og næstu viku taka drengirnir við sama kerfi. Hér sáum við fljótt galla á gjöf Njarðar. Nefnilega að stúlkur ákváðu að vera „góðar“ við vini sína og gefa þeim völlinn eftir. „Æ, við nennum ekkert að spila fótbolta hvort eð er.“Eignin gerð heilög Í næsta skrefi var eign vallarins gerð heilög og við það sá ég nokkuð stórmerkilegt! Stúlkurnar valdefldust! Enginn mátti láta öðrum völlinn eftir – þó að enginn vilji vera á honum stendur hann bara auður – enginn skaði skeður – nóg flæmi er af dúnmjúku grasi í kring og það sem meira er – það má gera hvað sem er á þessum ferhyrnda gervigrasvelli! Það má liggja og horfa á skýin, fara í brennó, handahlaup, spila hörkuknattspyrnu – hvað sem er! Eftir að þessi regla var blessuð og skrifuð í skýin áttuðu margar stúlkur sig á því að þarna mátti ekki taka frá þeim þessi réttindi að nota völlinn, þær nota hann óspart og hafa svo sannarlega gaman af! Engin vinsældakaup í gegnum battavallarbrask – bara réttindi sem við eigum að gefa þeim í vöggugjöf og eiga að sjálfsögðu að vera náttúrulögmál! Áfram jafnrétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í mínum skóla gerast margir góðir hlutir, ekki síst vegna þess að í honum er Hjallastefnan. Á hverjum degi er unnið að lýðræði, jafnrétti, samvinnu, kærleika, virðingu, upplýsingatækni, íslensku, stærðfræði og mörgu öðru. Ég skrifa þessar línur því jafnrétti kynjanna er mér hugleikið og mikilvægt, því vil ég fara nánar í þann ágæta þátt í mínu skólastarfi. Eitt dæmi sem sýnir að unnið sé að því í mínum skóla er battavöllurinn. Ferhyrningur með gervigrasi og tveimur mörkum. Oft notað til að iðka knattspyrnu – sumir myndu jafnvel ganga svo langt og segja: „iðka þá listgrein sem knattspyrnan er“ (látum það liggja á milli hluta). Í mínum huga og í menningu barna er þetta nefnilega ekki bara ferhyrningur þar sem mögulegt er að spila knattspyrnu. Ó, nei – þetta er miklu stærra og viðameira mál þessi blessaði völlur. Hann er orðinn að menningarlegu fyrirbæri! Og nú verð ég að rekja smá sögubrot fyrir ykkur. Fyrir sirka tveimur árum fengum við þennan völl eftir ítrekaðar óskir og fyrirspurnir barnanna í skólanum. Gleðin var þvílík þegar hann loksins kom að allt ætlaði hreinlega um koll að keyra. Nú væri sko hægt að spila fótbolta í hvaða veðri sem er og helst mikið af honum (snjór, frost og stormur er ekki fyrirstaða í mínum skóla). Nú verðið þið að sjá aðeins fyrir ykkur hvernig þetta hefur verið. Hvað sjáið þið fyrir ykkur? Drengi þyrpast á völlinn í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Stúlkur í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Þær voru færri – vissulega en þessi völlur hafði og hefur gífurlegt aðdráttarafl.Allt án uppáþrengingar Í mínum skóla er nefnilega val tvisvar sinnum á dag í 30 mínútur í senn. Þá hafa börnin um nokkra úrvalskosti að velja – hvað þau vilji gera. Einn kosturinn er útisvæði, þar skiptast kennarar á að vera með viðbragð spretthlaupara ef eitthvað kemur upp á, hafa samningatækni færustu lögfræðinga, faðm á við skógarbirni og vökul augu arnarins. Allt án uppáþrengingar að sjálfsögðu því þetta er frjálsi tími barnanna. Allir vildu á völlinn fara og nú mátti samningatæknin ekki bregðast okkur. Við sáum þó fljótt að stúlkur sem æfðu fótbolta voru ívið færri en drengirnir og þær áttu það til að gefa völlinn frá sér og voru hreinlega ekki alltaf nógu fljótar að koma og taka sér stöðu á vellinum til að panta hann. En hvað – geta þau ekki bara spilað saman? Jú, jú, það var nú aldeilis gert en aftur – við sáum kynjaskipt lið, hallað var á stúlkur og þær fengu ekki sendingar til sín og bara fengu ekki að njóta sín! Fúlt! Næsta ráð var að skipta vellinum á milli barnanna. Fyrst fá 10 ára stúlkur völlinn, næst 11 ára og svo 12 ára. Það kerfi rúllar í eina viku og næstu viku taka drengirnir við sama kerfi. Hér sáum við fljótt galla á gjöf Njarðar. Nefnilega að stúlkur ákváðu að vera „góðar“ við vini sína og gefa þeim völlinn eftir. „Æ, við nennum ekkert að spila fótbolta hvort eð er.“Eignin gerð heilög Í næsta skrefi var eign vallarins gerð heilög og við það sá ég nokkuð stórmerkilegt! Stúlkurnar valdefldust! Enginn mátti láta öðrum völlinn eftir – þó að enginn vilji vera á honum stendur hann bara auður – enginn skaði skeður – nóg flæmi er af dúnmjúku grasi í kring og það sem meira er – það má gera hvað sem er á þessum ferhyrnda gervigrasvelli! Það má liggja og horfa á skýin, fara í brennó, handahlaup, spila hörkuknattspyrnu – hvað sem er! Eftir að þessi regla var blessuð og skrifuð í skýin áttuðu margar stúlkur sig á því að þarna mátti ekki taka frá þeim þessi réttindi að nota völlinn, þær nota hann óspart og hafa svo sannarlega gaman af! Engin vinsældakaup í gegnum battavallarbrask – bara réttindi sem við eigum að gefa þeim í vöggugjöf og eiga að sjálfsögðu að vera náttúrulögmál! Áfram jafnrétti!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar