„Þegar brunnurinn kom“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 „Hvenær byrjaðir þú í skóla?“ spurði forvitinn hjálparstarfsmaður tólf ára stelpu á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst við svari á borð við „í fyrra“ eða „þegar ég var átta ára“. Stelpan svaraði hins vegar og án þess að hugsa sig um: „Þegar brunnurinn kom í þorpið.“ Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda er það í verkahring kvenna og stúlkna að sækja vatn um langan veg og þvo þvotta í vatnsbólum. Til þess arna ganga þær daglega í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir að hafa burðast með um 20 lítra brúsa á höfðinu með neysluvatni fyrir fjölskylduna gefst stúlkum ekki mikill tími til skólagöngu né hafa þær til þess mikla orku. Þegar brunnur er kominn í þorpið breytast aðstæður stúlknanna hins vegar mjög til hins betra. Þá geta þær farið eftir hreinu vatni á nokkrum mínútum áður en þær hlaupa í skólann. Aðgangur að hreinu vatni skiptir þannig sköpum fyrir þær. Skólaganga og menntun þýðir að stúlkurnar giftast seinna og eignast færri börn sem þær geta svo betur sinnt. Með betri heilsu og meiri vitneskju um réttindi sín geta þær orðið virkari í samfélaginu og haft áhrif á ákvarðanir sem snerta daglegt líf þeirra – og jafnvel tekið þær ákvarðanir sjálfar! Það má því segja að með því að tryggja aðgang að hreinu vatni sé lagður grunnur að valdeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Í vatnsverkefnum okkar leggjum við sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka við íbúðarhús. Þegar aðgangur að vatni er tryggður er hægt að afla fæðu á auðveldari hátt og tími gefst til skólagöngu. Viltu taka þátt í þessu með okkur? Þú getur til dæmis gert það með því að greiða 1.800 króna valgreiðslu í heimabankanum. Margt smátt gerir eitt stórt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
„Hvenær byrjaðir þú í skóla?“ spurði forvitinn hjálparstarfsmaður tólf ára stelpu á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst við svari á borð við „í fyrra“ eða „þegar ég var átta ára“. Stelpan svaraði hins vegar og án þess að hugsa sig um: „Þegar brunnurinn kom í þorpið.“ Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda er það í verkahring kvenna og stúlkna að sækja vatn um langan veg og þvo þvotta í vatnsbólum. Til þess arna ganga þær daglega í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir að hafa burðast með um 20 lítra brúsa á höfðinu með neysluvatni fyrir fjölskylduna gefst stúlkum ekki mikill tími til skólagöngu né hafa þær til þess mikla orku. Þegar brunnur er kominn í þorpið breytast aðstæður stúlknanna hins vegar mjög til hins betra. Þá geta þær farið eftir hreinu vatni á nokkrum mínútum áður en þær hlaupa í skólann. Aðgangur að hreinu vatni skiptir þannig sköpum fyrir þær. Skólaganga og menntun þýðir að stúlkurnar giftast seinna og eignast færri börn sem þær geta svo betur sinnt. Með betri heilsu og meiri vitneskju um réttindi sín geta þær orðið virkari í samfélaginu og haft áhrif á ákvarðanir sem snerta daglegt líf þeirra – og jafnvel tekið þær ákvarðanir sjálfar! Það má því segja að með því að tryggja aðgang að hreinu vatni sé lagður grunnur að valdeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Í vatnsverkefnum okkar leggjum við sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka við íbúðarhús. Þegar aðgangur að vatni er tryggður er hægt að afla fæðu á auðveldari hátt og tími gefst til skólagöngu. Viltu taka þátt í þessu með okkur? Þú getur til dæmis gert það með því að greiða 1.800 króna valgreiðslu í heimabankanum. Margt smátt gerir eitt stórt!
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun