„Þegar brunnurinn kom“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 „Hvenær byrjaðir þú í skóla?“ spurði forvitinn hjálparstarfsmaður tólf ára stelpu á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst við svari á borð við „í fyrra“ eða „þegar ég var átta ára“. Stelpan svaraði hins vegar og án þess að hugsa sig um: „Þegar brunnurinn kom í þorpið.“ Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda er það í verkahring kvenna og stúlkna að sækja vatn um langan veg og þvo þvotta í vatnsbólum. Til þess arna ganga þær daglega í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir að hafa burðast með um 20 lítra brúsa á höfðinu með neysluvatni fyrir fjölskylduna gefst stúlkum ekki mikill tími til skólagöngu né hafa þær til þess mikla orku. Þegar brunnur er kominn í þorpið breytast aðstæður stúlknanna hins vegar mjög til hins betra. Þá geta þær farið eftir hreinu vatni á nokkrum mínútum áður en þær hlaupa í skólann. Aðgangur að hreinu vatni skiptir þannig sköpum fyrir þær. Skólaganga og menntun þýðir að stúlkurnar giftast seinna og eignast færri börn sem þær geta svo betur sinnt. Með betri heilsu og meiri vitneskju um réttindi sín geta þær orðið virkari í samfélaginu og haft áhrif á ákvarðanir sem snerta daglegt líf þeirra – og jafnvel tekið þær ákvarðanir sjálfar! Það má því segja að með því að tryggja aðgang að hreinu vatni sé lagður grunnur að valdeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Í vatnsverkefnum okkar leggjum við sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka við íbúðarhús. Þegar aðgangur að vatni er tryggður er hægt að afla fæðu á auðveldari hátt og tími gefst til skólagöngu. Viltu taka þátt í þessu með okkur? Þú getur til dæmis gert það með því að greiða 1.800 króna valgreiðslu í heimabankanum. Margt smátt gerir eitt stórt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
„Hvenær byrjaðir þú í skóla?“ spurði forvitinn hjálparstarfsmaður tólf ára stelpu á verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví og bjóst við svari á borð við „í fyrra“ eða „þegar ég var átta ára“. Stelpan svaraði hins vegar og án þess að hugsa sig um: „Þegar brunnurinn kom í þorpið.“ Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda er það í verkahring kvenna og stúlkna að sækja vatn um langan veg og þvo þvotta í vatnsbólum. Til þess arna ganga þær daglega í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir að hafa burðast með um 20 lítra brúsa á höfðinu með neysluvatni fyrir fjölskylduna gefst stúlkum ekki mikill tími til skólagöngu né hafa þær til þess mikla orku. Þegar brunnur er kominn í þorpið breytast aðstæður stúlknanna hins vegar mjög til hins betra. Þá geta þær farið eftir hreinu vatni á nokkrum mínútum áður en þær hlaupa í skólann. Aðgangur að hreinu vatni skiptir þannig sköpum fyrir þær. Skólaganga og menntun þýðir að stúlkurnar giftast seinna og eignast færri börn sem þær geta svo betur sinnt. Með betri heilsu og meiri vitneskju um réttindi sín geta þær orðið virkari í samfélaginu og haft áhrif á ákvarðanir sem snerta daglegt líf þeirra – og jafnvel tekið þær ákvarðanir sjálfar! Það má því segja að með því að tryggja aðgang að hreinu vatni sé lagður grunnur að valdeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna. Í vatnsverkefnum okkar leggjum við sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka við íbúðarhús. Þegar aðgangur að vatni er tryggður er hægt að afla fæðu á auðveldari hátt og tími gefst til skólagöngu. Viltu taka þátt í þessu með okkur? Þú getur til dæmis gert það með því að greiða 1.800 króna valgreiðslu í heimabankanum. Margt smátt gerir eitt stórt!
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar