Heyrist í hásum þingmanni? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 Það er vel við hæfi að nota alþjóðlega radddaginn 16. apríl til að minna fólk á að það kæmist nú sennilega illa í gegnum lífið ef það hefði ekki röddina til að tjá sig með, eitthvað sem flestöllum finnst bara sjálfsagður hlutur að hafa. Fólk er vel meðvitað um gildi raddar þegar kemur að skemmtanagildi hennar en öðru máli gegnir gagnvart daglegri notkun. Rödd er ekki óbrigðul frekar en annað í skrokkskjóðunni. Hún er hljóð og hljóð bilar ekki. Hins vegar bendir „biluð rödd“, þ.e.a.s. langvarandi hæsi, raddbrestir, raddþreyta og rödd án tónbrigða, til þess að eitthvað sé að í því líkamskerfi sem myndar hana, t.d. raddböndum. En höldum okkur við málvenjuna „biluð rödd“. Sennilega er um að kenna almennu þekkingarleysi og andvaraleysi að rödd hefur enn ekki komist á blað sem hluti af heilsufari, hvað þá að orðið „raddheilsa“ hafi unnið sér sess, t.d. sem hluti af lýðheilsu. Þessu þarf að breyta því staðreyndin er sú að fjöldi fólks leigir röddina sína út sem atvinnutæki sem það kann takmarkað á og gert að starfa í umhverfi sem beinlínis getur skaðað raddfærin. Þar má nefna t.d. kennara, talsímaverði og sölufólk. Það getur varla talist eðlilegt ef um og yfir helmingur fólks í þessum atvinnustéttum þjáist meira eða minna af álagseinkennum á raddfæri.Veikindaleyfi vegna raddveilna Um fimmtungur kennara hefur tekið árlega veikindaleyfi vegna raddveilna og þess eru dæmi að fólk hafi hrökklast úr starfi vegna þess að röddin hefur gefið sig, jafnvel svo að einstaklingurinn á erfitt með að taka þátt í venjulegum samræðum. Þarf ekki að líta á þetta sem heilbrigðisvandamál? Á ekki að líta á þetta sem skort á vinnuvernd? Annað í stöðunni. Ef röddin er farin að gefa sig, t.d. orðin hás, þá er hún ekki að gagnast áheyrandanum. Það skyldi þó ekki vera að óróleiki í bekk stafi af talsverðu leyti af því að nemendur heyra ekki til kennarans? Það skyldi þó ekki vera að nemendur hafi ekki getað fylgst nægilega vel með munnlegri fræðslu til að geta skilað viðunandi árangri í námi? Kennaranám í dag er fimm ár. Ég veit ekki til þess að inni í því námi sé fastur liður þar sem kennurum er kennt um eigin rödd eða hvernig sé hægt að halda raddheilsunni í jafn raddkrefjandi starfi eins og kennsla er. Fá störf búa yfir meiri hættu fyrir rödd en kennarastarfið. Að tala tímunum saman í hávaða, vafasömu innilofti og í fjarlægð frá hlustendum ógnar röddinni enda sést það best á almennu bágu ástandi kennararadda. Sagt er að meðalstarfsaldur íþróttakennara sem slíkra sé innan við fimm ár. Hver borgar skaðann ef rödd gefur sig vegna aðstæðna í vinnu? Er tryggt að í kjarasamningum þurfi viðkomandi ekki sjálfur að borga nauðsynlega meðferð til að ná röddinni til baka? Hvernig er með lífeyrismál kennara sem þarf að hætta kennslu vegna raddmissis? Hafa kennarar almennt aðgang að magnarakerfi? Ástand hjá talsímavörðum er engu betra enda aðstæður fyrir það starf taldar langt í frá vistvænar fyrir rödd – margir í sama herbergi með skilrúm sín á millum sem dugar skammt til að halda skvaldri nægilega frá. Er hugað að því að inniloft á slíkum stöðum sé nægilega gott fyrir raddnotkun? Fá talsímaverðir fræðslu um rödd þannig að þeir geti varist því að of mikið álag gangi fram af henni? Bilaðar atvinnuraddir kosta þjóðfélagið og einstaklinga drjúgan skilding á ári hverju. Það er löngu kominn tími á að skoða þessi mál heildstætt og af alvöru og finna hvað hægt er að gera til úrbóta. Það mætti t.d. byrja á því í þingsölum hjá hópi sem á ansi mikið undir því að raddir þeirra heyrist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það er vel við hæfi að nota alþjóðlega radddaginn 16. apríl til að minna fólk á að það kæmist nú sennilega illa í gegnum lífið ef það hefði ekki röddina til að tjá sig með, eitthvað sem flestöllum finnst bara sjálfsagður hlutur að hafa. Fólk er vel meðvitað um gildi raddar þegar kemur að skemmtanagildi hennar en öðru máli gegnir gagnvart daglegri notkun. Rödd er ekki óbrigðul frekar en annað í skrokkskjóðunni. Hún er hljóð og hljóð bilar ekki. Hins vegar bendir „biluð rödd“, þ.e.a.s. langvarandi hæsi, raddbrestir, raddþreyta og rödd án tónbrigða, til þess að eitthvað sé að í því líkamskerfi sem myndar hana, t.d. raddböndum. En höldum okkur við málvenjuna „biluð rödd“. Sennilega er um að kenna almennu þekkingarleysi og andvaraleysi að rödd hefur enn ekki komist á blað sem hluti af heilsufari, hvað þá að orðið „raddheilsa“ hafi unnið sér sess, t.d. sem hluti af lýðheilsu. Þessu þarf að breyta því staðreyndin er sú að fjöldi fólks leigir röddina sína út sem atvinnutæki sem það kann takmarkað á og gert að starfa í umhverfi sem beinlínis getur skaðað raddfærin. Þar má nefna t.d. kennara, talsímaverði og sölufólk. Það getur varla talist eðlilegt ef um og yfir helmingur fólks í þessum atvinnustéttum þjáist meira eða minna af álagseinkennum á raddfæri.Veikindaleyfi vegna raddveilna Um fimmtungur kennara hefur tekið árlega veikindaleyfi vegna raddveilna og þess eru dæmi að fólk hafi hrökklast úr starfi vegna þess að röddin hefur gefið sig, jafnvel svo að einstaklingurinn á erfitt með að taka þátt í venjulegum samræðum. Þarf ekki að líta á þetta sem heilbrigðisvandamál? Á ekki að líta á þetta sem skort á vinnuvernd? Annað í stöðunni. Ef röddin er farin að gefa sig, t.d. orðin hás, þá er hún ekki að gagnast áheyrandanum. Það skyldi þó ekki vera að óróleiki í bekk stafi af talsverðu leyti af því að nemendur heyra ekki til kennarans? Það skyldi þó ekki vera að nemendur hafi ekki getað fylgst nægilega vel með munnlegri fræðslu til að geta skilað viðunandi árangri í námi? Kennaranám í dag er fimm ár. Ég veit ekki til þess að inni í því námi sé fastur liður þar sem kennurum er kennt um eigin rödd eða hvernig sé hægt að halda raddheilsunni í jafn raddkrefjandi starfi eins og kennsla er. Fá störf búa yfir meiri hættu fyrir rödd en kennarastarfið. Að tala tímunum saman í hávaða, vafasömu innilofti og í fjarlægð frá hlustendum ógnar röddinni enda sést það best á almennu bágu ástandi kennararadda. Sagt er að meðalstarfsaldur íþróttakennara sem slíkra sé innan við fimm ár. Hver borgar skaðann ef rödd gefur sig vegna aðstæðna í vinnu? Er tryggt að í kjarasamningum þurfi viðkomandi ekki sjálfur að borga nauðsynlega meðferð til að ná röddinni til baka? Hvernig er með lífeyrismál kennara sem þarf að hætta kennslu vegna raddmissis? Hafa kennarar almennt aðgang að magnarakerfi? Ástand hjá talsímavörðum er engu betra enda aðstæður fyrir það starf taldar langt í frá vistvænar fyrir rödd – margir í sama herbergi með skilrúm sín á millum sem dugar skammt til að halda skvaldri nægilega frá. Er hugað að því að inniloft á slíkum stöðum sé nægilega gott fyrir raddnotkun? Fá talsímaverðir fræðslu um rödd þannig að þeir geti varist því að of mikið álag gangi fram af henni? Bilaðar atvinnuraddir kosta þjóðfélagið og einstaklinga drjúgan skilding á ári hverju. Það er löngu kominn tími á að skoða þessi mál heildstætt og af alvöru og finna hvað hægt er að gera til úrbóta. Það mætti t.d. byrja á því í þingsölum hjá hópi sem á ansi mikið undir því að raddir þeirra heyrist.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun