Gálgahraun, Þríhnúkagígur og réttarríki geðþóttans Björn Guðmundsson skrifar 15. apríl 2014 08:58 Íslendingar sem reyndu að vernda Gálgahraun gegn eyðileggingu hafa þurft að svara til saka og bíða nú dóms. Glæpur þeirra var að þvælast fyrir lögreglu og jarðýtueigendum. Þríhnúkar ehf./3H Travel sem helltu niður hundruðum lítra af olíu á vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar 8. maí 2013 hafa hins vegar ekki þurft að svara til saka svo ég viti. Ég spurði innanríkisráðherra spurninga um þetta mál í opnu bréfi í þessu blaði. Ekkert svar barst en eftir ítrekunarbréf þar sem vísað var í lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda fékk ég símhringingu og var boðið viðtal við ráðherra sem ég þáði. Ráðherrann baðst afsökunar á að hafa ekki svarað, opna bréfið hefði farið fram hjá henni og öðrum í ráðuneytinu. Næst kom fyrirlestur um þrískiptingu valdsins. Hún sagðist ekki vita til þess að olíuhneykslið væri í ákæruferli en að hún mætti jafnframt ekki skipta sér af því. Hún gat ekki svarað því hvers vegna „kerfið“ kærði Hraunavinina en ekki þá sem helltu niður olíunni. Hún virtist þó gera sér grein fyrir alvarleika þess máls. Hún benti mér á að ég gæti sjálfur kært Þríhnúka ehf./3 H Travel. Þá spurði ég ráðherrann hvað myndi gerast ef maður væri skotinn til bana úti á götu í viðurvist vitna, yfirvöld vissu hver skaut en enginn væri handtekinn og ákærður. Ráðherra vafðist tunga um tönn en sagði svo að þá væri kerfið að bregðast og líklega myndi Alþingi fjalla um málið. En hver er að bregðast í olíumálinu? Hvaða ályktanir má draga af þessu? Almenningur sem þvælist fyrir verktökum og lögreglu er lögsóttur. Skilaboðin eru skýr. Að berjast fyrir óspilltri náttúru óhreinkar sakavottorð manna en forsvarsmenn gróðafyrirtækis sem hellir niður olíu á vatnsverndarsvæði helmings þjóðarinnar þurfa ekki að svara til saka. Brutu þeir reglur við olíuflutningana? Er þetta ekki refsivert? Þeir missa ekki einu sinni starfsleyfi á svæðinu. Hvers vegna?Á skítugum skónum Byggist réttarkerfið á geðþótta einstaklinga sem þar hafa vald? Mega fulltrúar auðvaldsins vaða á skítugum skónum um náttúru landsins án þess að lögregla og ákæruvald geri nokkuð? Hvað stjórnar aðgerðarleysi „kerfisins“ í olíumálinu? Þessu gat ráðherrann ekki svarað. Ráðherrann virtist hafa nokkurn skilning á þeim málstað sem ég hef barist fyrir varðandi náttúruspjöllin við Þríhnúkagíg. Þar eru uppi áform um framkvæmdir sem hefðu í för með sér óafturkræf náttúruspjöll á stórmerkilegu náttúrufyrirbæri og svæðinu umhverfis sem er innan þjóðlendu. OR hefur líka lýst áhyggjum sínum vegna áhættu fyrir neysluvatn höfuðborgarinnar. Og vegarlagning um gönguskíðasvæðið frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg verður ekki réttlætt með tali um aukið umferðaröryggi eins og gert var varðandi Gálgahraun. Nú bíða Þríhnúkar ehf./3H Travel eftir leyfi frá forsætisráðuneytinu til að fá afhenta þessa náttúruperlu til langs tíma til að gera á henni óafturkræf náttúruspjöll. Mun forsætisráðherra sýna þjóðinni og náttúru landsins þá vanvirðingu að veita slíkt leyfi? Er íslensk náttúra bara leikvöllur auðvalds þar sem græðgin er í fyrirrúmi? Eru íslensk stjórnvöld þjónar þessa auðvalds? Hanna Birna bauðst til að útvega mér viðtal við einhvern í kerfinu sem væri fróðari um þessi mál en hún. Mér var sagt að ráðuneytið myndi hafa samband við mig. Nú, rúmum tveim mánuðum síðar, hefur það loforð ekki verið efnt. Ég sendi aðstoðarmanni ráðherra tölvupóst, hún svaraði og sagði að haft yrði samband en það hefur ekki gerst. Í byrjun fundarins spurði ég ráðherra og ritara hans hvort fundurinn væri tekinn upp eða fundargerð rituð en svo var ekki. Ég vona að ég hafi hér að ofan farið rétt með það sem fram kom á fundinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslendingar sem reyndu að vernda Gálgahraun gegn eyðileggingu hafa þurft að svara til saka og bíða nú dóms. Glæpur þeirra var að þvælast fyrir lögreglu og jarðýtueigendum. Þríhnúkar ehf./3H Travel sem helltu niður hundruðum lítra af olíu á vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar 8. maí 2013 hafa hins vegar ekki þurft að svara til saka svo ég viti. Ég spurði innanríkisráðherra spurninga um þetta mál í opnu bréfi í þessu blaði. Ekkert svar barst en eftir ítrekunarbréf þar sem vísað var í lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda fékk ég símhringingu og var boðið viðtal við ráðherra sem ég þáði. Ráðherrann baðst afsökunar á að hafa ekki svarað, opna bréfið hefði farið fram hjá henni og öðrum í ráðuneytinu. Næst kom fyrirlestur um þrískiptingu valdsins. Hún sagðist ekki vita til þess að olíuhneykslið væri í ákæruferli en að hún mætti jafnframt ekki skipta sér af því. Hún gat ekki svarað því hvers vegna „kerfið“ kærði Hraunavinina en ekki þá sem helltu niður olíunni. Hún virtist þó gera sér grein fyrir alvarleika þess máls. Hún benti mér á að ég gæti sjálfur kært Þríhnúka ehf./3 H Travel. Þá spurði ég ráðherrann hvað myndi gerast ef maður væri skotinn til bana úti á götu í viðurvist vitna, yfirvöld vissu hver skaut en enginn væri handtekinn og ákærður. Ráðherra vafðist tunga um tönn en sagði svo að þá væri kerfið að bregðast og líklega myndi Alþingi fjalla um málið. En hver er að bregðast í olíumálinu? Hvaða ályktanir má draga af þessu? Almenningur sem þvælist fyrir verktökum og lögreglu er lögsóttur. Skilaboðin eru skýr. Að berjast fyrir óspilltri náttúru óhreinkar sakavottorð manna en forsvarsmenn gróðafyrirtækis sem hellir niður olíu á vatnsverndarsvæði helmings þjóðarinnar þurfa ekki að svara til saka. Brutu þeir reglur við olíuflutningana? Er þetta ekki refsivert? Þeir missa ekki einu sinni starfsleyfi á svæðinu. Hvers vegna?Á skítugum skónum Byggist réttarkerfið á geðþótta einstaklinga sem þar hafa vald? Mega fulltrúar auðvaldsins vaða á skítugum skónum um náttúru landsins án þess að lögregla og ákæruvald geri nokkuð? Hvað stjórnar aðgerðarleysi „kerfisins“ í olíumálinu? Þessu gat ráðherrann ekki svarað. Ráðherrann virtist hafa nokkurn skilning á þeim málstað sem ég hef barist fyrir varðandi náttúruspjöllin við Þríhnúkagíg. Þar eru uppi áform um framkvæmdir sem hefðu í för með sér óafturkræf náttúruspjöll á stórmerkilegu náttúrufyrirbæri og svæðinu umhverfis sem er innan þjóðlendu. OR hefur líka lýst áhyggjum sínum vegna áhættu fyrir neysluvatn höfuðborgarinnar. Og vegarlagning um gönguskíðasvæðið frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg verður ekki réttlætt með tali um aukið umferðaröryggi eins og gert var varðandi Gálgahraun. Nú bíða Þríhnúkar ehf./3H Travel eftir leyfi frá forsætisráðuneytinu til að fá afhenta þessa náttúruperlu til langs tíma til að gera á henni óafturkræf náttúruspjöll. Mun forsætisráðherra sýna þjóðinni og náttúru landsins þá vanvirðingu að veita slíkt leyfi? Er íslensk náttúra bara leikvöllur auðvalds þar sem græðgin er í fyrirrúmi? Eru íslensk stjórnvöld þjónar þessa auðvalds? Hanna Birna bauðst til að útvega mér viðtal við einhvern í kerfinu sem væri fróðari um þessi mál en hún. Mér var sagt að ráðuneytið myndi hafa samband við mig. Nú, rúmum tveim mánuðum síðar, hefur það loforð ekki verið efnt. Ég sendi aðstoðarmanni ráðherra tölvupóst, hún svaraði og sagði að haft yrði samband en það hefur ekki gerst. Í byrjun fundarins spurði ég ráðherra og ritara hans hvort fundurinn væri tekinn upp eða fundargerð rituð en svo var ekki. Ég vona að ég hafi hér að ofan farið rétt með það sem fram kom á fundinum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun