Gálgahraun, Þríhnúkagígur og réttarríki geðþóttans Björn Guðmundsson skrifar 15. apríl 2014 08:58 Íslendingar sem reyndu að vernda Gálgahraun gegn eyðileggingu hafa þurft að svara til saka og bíða nú dóms. Glæpur þeirra var að þvælast fyrir lögreglu og jarðýtueigendum. Þríhnúkar ehf./3H Travel sem helltu niður hundruðum lítra af olíu á vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar 8. maí 2013 hafa hins vegar ekki þurft að svara til saka svo ég viti. Ég spurði innanríkisráðherra spurninga um þetta mál í opnu bréfi í þessu blaði. Ekkert svar barst en eftir ítrekunarbréf þar sem vísað var í lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda fékk ég símhringingu og var boðið viðtal við ráðherra sem ég þáði. Ráðherrann baðst afsökunar á að hafa ekki svarað, opna bréfið hefði farið fram hjá henni og öðrum í ráðuneytinu. Næst kom fyrirlestur um þrískiptingu valdsins. Hún sagðist ekki vita til þess að olíuhneykslið væri í ákæruferli en að hún mætti jafnframt ekki skipta sér af því. Hún gat ekki svarað því hvers vegna „kerfið“ kærði Hraunavinina en ekki þá sem helltu niður olíunni. Hún virtist þó gera sér grein fyrir alvarleika þess máls. Hún benti mér á að ég gæti sjálfur kært Þríhnúka ehf./3 H Travel. Þá spurði ég ráðherrann hvað myndi gerast ef maður væri skotinn til bana úti á götu í viðurvist vitna, yfirvöld vissu hver skaut en enginn væri handtekinn og ákærður. Ráðherra vafðist tunga um tönn en sagði svo að þá væri kerfið að bregðast og líklega myndi Alþingi fjalla um málið. En hver er að bregðast í olíumálinu? Hvaða ályktanir má draga af þessu? Almenningur sem þvælist fyrir verktökum og lögreglu er lögsóttur. Skilaboðin eru skýr. Að berjast fyrir óspilltri náttúru óhreinkar sakavottorð manna en forsvarsmenn gróðafyrirtækis sem hellir niður olíu á vatnsverndarsvæði helmings þjóðarinnar þurfa ekki að svara til saka. Brutu þeir reglur við olíuflutningana? Er þetta ekki refsivert? Þeir missa ekki einu sinni starfsleyfi á svæðinu. Hvers vegna?Á skítugum skónum Byggist réttarkerfið á geðþótta einstaklinga sem þar hafa vald? Mega fulltrúar auðvaldsins vaða á skítugum skónum um náttúru landsins án þess að lögregla og ákæruvald geri nokkuð? Hvað stjórnar aðgerðarleysi „kerfisins“ í olíumálinu? Þessu gat ráðherrann ekki svarað. Ráðherrann virtist hafa nokkurn skilning á þeim málstað sem ég hef barist fyrir varðandi náttúruspjöllin við Þríhnúkagíg. Þar eru uppi áform um framkvæmdir sem hefðu í för með sér óafturkræf náttúruspjöll á stórmerkilegu náttúrufyrirbæri og svæðinu umhverfis sem er innan þjóðlendu. OR hefur líka lýst áhyggjum sínum vegna áhættu fyrir neysluvatn höfuðborgarinnar. Og vegarlagning um gönguskíðasvæðið frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg verður ekki réttlætt með tali um aukið umferðaröryggi eins og gert var varðandi Gálgahraun. Nú bíða Þríhnúkar ehf./3H Travel eftir leyfi frá forsætisráðuneytinu til að fá afhenta þessa náttúruperlu til langs tíma til að gera á henni óafturkræf náttúruspjöll. Mun forsætisráðherra sýna þjóðinni og náttúru landsins þá vanvirðingu að veita slíkt leyfi? Er íslensk náttúra bara leikvöllur auðvalds þar sem græðgin er í fyrirrúmi? Eru íslensk stjórnvöld þjónar þessa auðvalds? Hanna Birna bauðst til að útvega mér viðtal við einhvern í kerfinu sem væri fróðari um þessi mál en hún. Mér var sagt að ráðuneytið myndi hafa samband við mig. Nú, rúmum tveim mánuðum síðar, hefur það loforð ekki verið efnt. Ég sendi aðstoðarmanni ráðherra tölvupóst, hún svaraði og sagði að haft yrði samband en það hefur ekki gerst. Í byrjun fundarins spurði ég ráðherra og ritara hans hvort fundurinn væri tekinn upp eða fundargerð rituð en svo var ekki. Ég vona að ég hafi hér að ofan farið rétt með það sem fram kom á fundinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Íslendingar sem reyndu að vernda Gálgahraun gegn eyðileggingu hafa þurft að svara til saka og bíða nú dóms. Glæpur þeirra var að þvælast fyrir lögreglu og jarðýtueigendum. Þríhnúkar ehf./3H Travel sem helltu niður hundruðum lítra af olíu á vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar 8. maí 2013 hafa hins vegar ekki þurft að svara til saka svo ég viti. Ég spurði innanríkisráðherra spurninga um þetta mál í opnu bréfi í þessu blaði. Ekkert svar barst en eftir ítrekunarbréf þar sem vísað var í lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda fékk ég símhringingu og var boðið viðtal við ráðherra sem ég þáði. Ráðherrann baðst afsökunar á að hafa ekki svarað, opna bréfið hefði farið fram hjá henni og öðrum í ráðuneytinu. Næst kom fyrirlestur um þrískiptingu valdsins. Hún sagðist ekki vita til þess að olíuhneykslið væri í ákæruferli en að hún mætti jafnframt ekki skipta sér af því. Hún gat ekki svarað því hvers vegna „kerfið“ kærði Hraunavinina en ekki þá sem helltu niður olíunni. Hún virtist þó gera sér grein fyrir alvarleika þess máls. Hún benti mér á að ég gæti sjálfur kært Þríhnúka ehf./3 H Travel. Þá spurði ég ráðherrann hvað myndi gerast ef maður væri skotinn til bana úti á götu í viðurvist vitna, yfirvöld vissu hver skaut en enginn væri handtekinn og ákærður. Ráðherra vafðist tunga um tönn en sagði svo að þá væri kerfið að bregðast og líklega myndi Alþingi fjalla um málið. En hver er að bregðast í olíumálinu? Hvaða ályktanir má draga af þessu? Almenningur sem þvælist fyrir verktökum og lögreglu er lögsóttur. Skilaboðin eru skýr. Að berjast fyrir óspilltri náttúru óhreinkar sakavottorð manna en forsvarsmenn gróðafyrirtækis sem hellir niður olíu á vatnsverndarsvæði helmings þjóðarinnar þurfa ekki að svara til saka. Brutu þeir reglur við olíuflutningana? Er þetta ekki refsivert? Þeir missa ekki einu sinni starfsleyfi á svæðinu. Hvers vegna?Á skítugum skónum Byggist réttarkerfið á geðþótta einstaklinga sem þar hafa vald? Mega fulltrúar auðvaldsins vaða á skítugum skónum um náttúru landsins án þess að lögregla og ákæruvald geri nokkuð? Hvað stjórnar aðgerðarleysi „kerfisins“ í olíumálinu? Þessu gat ráðherrann ekki svarað. Ráðherrann virtist hafa nokkurn skilning á þeim málstað sem ég hef barist fyrir varðandi náttúruspjöllin við Þríhnúkagíg. Þar eru uppi áform um framkvæmdir sem hefðu í för með sér óafturkræf náttúruspjöll á stórmerkilegu náttúrufyrirbæri og svæðinu umhverfis sem er innan þjóðlendu. OR hefur líka lýst áhyggjum sínum vegna áhættu fyrir neysluvatn höfuðborgarinnar. Og vegarlagning um gönguskíðasvæðið frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg verður ekki réttlætt með tali um aukið umferðaröryggi eins og gert var varðandi Gálgahraun. Nú bíða Þríhnúkar ehf./3H Travel eftir leyfi frá forsætisráðuneytinu til að fá afhenta þessa náttúruperlu til langs tíma til að gera á henni óafturkræf náttúruspjöll. Mun forsætisráðherra sýna þjóðinni og náttúru landsins þá vanvirðingu að veita slíkt leyfi? Er íslensk náttúra bara leikvöllur auðvalds þar sem græðgin er í fyrirrúmi? Eru íslensk stjórnvöld þjónar þessa auðvalds? Hanna Birna bauðst til að útvega mér viðtal við einhvern í kerfinu sem væri fróðari um þessi mál en hún. Mér var sagt að ráðuneytið myndi hafa samband við mig. Nú, rúmum tveim mánuðum síðar, hefur það loforð ekki verið efnt. Ég sendi aðstoðarmanni ráðherra tölvupóst, hún svaraði og sagði að haft yrði samband en það hefur ekki gerst. Í byrjun fundarins spurði ég ráðherra og ritara hans hvort fundurinn væri tekinn upp eða fundargerð rituð en svo var ekki. Ég vona að ég hafi hér að ofan farið rétt með það sem fram kom á fundinum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar