Gálgahraun, Þríhnúkagígur og réttarríki geðþóttans Björn Guðmundsson skrifar 15. apríl 2014 08:58 Íslendingar sem reyndu að vernda Gálgahraun gegn eyðileggingu hafa þurft að svara til saka og bíða nú dóms. Glæpur þeirra var að þvælast fyrir lögreglu og jarðýtueigendum. Þríhnúkar ehf./3H Travel sem helltu niður hundruðum lítra af olíu á vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar 8. maí 2013 hafa hins vegar ekki þurft að svara til saka svo ég viti. Ég spurði innanríkisráðherra spurninga um þetta mál í opnu bréfi í þessu blaði. Ekkert svar barst en eftir ítrekunarbréf þar sem vísað var í lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda fékk ég símhringingu og var boðið viðtal við ráðherra sem ég þáði. Ráðherrann baðst afsökunar á að hafa ekki svarað, opna bréfið hefði farið fram hjá henni og öðrum í ráðuneytinu. Næst kom fyrirlestur um þrískiptingu valdsins. Hún sagðist ekki vita til þess að olíuhneykslið væri í ákæruferli en að hún mætti jafnframt ekki skipta sér af því. Hún gat ekki svarað því hvers vegna „kerfið“ kærði Hraunavinina en ekki þá sem helltu niður olíunni. Hún virtist þó gera sér grein fyrir alvarleika þess máls. Hún benti mér á að ég gæti sjálfur kært Þríhnúka ehf./3 H Travel. Þá spurði ég ráðherrann hvað myndi gerast ef maður væri skotinn til bana úti á götu í viðurvist vitna, yfirvöld vissu hver skaut en enginn væri handtekinn og ákærður. Ráðherra vafðist tunga um tönn en sagði svo að þá væri kerfið að bregðast og líklega myndi Alþingi fjalla um málið. En hver er að bregðast í olíumálinu? Hvaða ályktanir má draga af þessu? Almenningur sem þvælist fyrir verktökum og lögreglu er lögsóttur. Skilaboðin eru skýr. Að berjast fyrir óspilltri náttúru óhreinkar sakavottorð manna en forsvarsmenn gróðafyrirtækis sem hellir niður olíu á vatnsverndarsvæði helmings þjóðarinnar þurfa ekki að svara til saka. Brutu þeir reglur við olíuflutningana? Er þetta ekki refsivert? Þeir missa ekki einu sinni starfsleyfi á svæðinu. Hvers vegna?Á skítugum skónum Byggist réttarkerfið á geðþótta einstaklinga sem þar hafa vald? Mega fulltrúar auðvaldsins vaða á skítugum skónum um náttúru landsins án þess að lögregla og ákæruvald geri nokkuð? Hvað stjórnar aðgerðarleysi „kerfisins“ í olíumálinu? Þessu gat ráðherrann ekki svarað. Ráðherrann virtist hafa nokkurn skilning á þeim málstað sem ég hef barist fyrir varðandi náttúruspjöllin við Þríhnúkagíg. Þar eru uppi áform um framkvæmdir sem hefðu í för með sér óafturkræf náttúruspjöll á stórmerkilegu náttúrufyrirbæri og svæðinu umhverfis sem er innan þjóðlendu. OR hefur líka lýst áhyggjum sínum vegna áhættu fyrir neysluvatn höfuðborgarinnar. Og vegarlagning um gönguskíðasvæðið frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg verður ekki réttlætt með tali um aukið umferðaröryggi eins og gert var varðandi Gálgahraun. Nú bíða Þríhnúkar ehf./3H Travel eftir leyfi frá forsætisráðuneytinu til að fá afhenta þessa náttúruperlu til langs tíma til að gera á henni óafturkræf náttúruspjöll. Mun forsætisráðherra sýna þjóðinni og náttúru landsins þá vanvirðingu að veita slíkt leyfi? Er íslensk náttúra bara leikvöllur auðvalds þar sem græðgin er í fyrirrúmi? Eru íslensk stjórnvöld þjónar þessa auðvalds? Hanna Birna bauðst til að útvega mér viðtal við einhvern í kerfinu sem væri fróðari um þessi mál en hún. Mér var sagt að ráðuneytið myndi hafa samband við mig. Nú, rúmum tveim mánuðum síðar, hefur það loforð ekki verið efnt. Ég sendi aðstoðarmanni ráðherra tölvupóst, hún svaraði og sagði að haft yrði samband en það hefur ekki gerst. Í byrjun fundarins spurði ég ráðherra og ritara hans hvort fundurinn væri tekinn upp eða fundargerð rituð en svo var ekki. Ég vona að ég hafi hér að ofan farið rétt með það sem fram kom á fundinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Íslendingar sem reyndu að vernda Gálgahraun gegn eyðileggingu hafa þurft að svara til saka og bíða nú dóms. Glæpur þeirra var að þvælast fyrir lögreglu og jarðýtueigendum. Þríhnúkar ehf./3H Travel sem helltu niður hundruðum lítra af olíu á vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar 8. maí 2013 hafa hins vegar ekki þurft að svara til saka svo ég viti. Ég spurði innanríkisráðherra spurninga um þetta mál í opnu bréfi í þessu blaði. Ekkert svar barst en eftir ítrekunarbréf þar sem vísað var í lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda fékk ég símhringingu og var boðið viðtal við ráðherra sem ég þáði. Ráðherrann baðst afsökunar á að hafa ekki svarað, opna bréfið hefði farið fram hjá henni og öðrum í ráðuneytinu. Næst kom fyrirlestur um þrískiptingu valdsins. Hún sagðist ekki vita til þess að olíuhneykslið væri í ákæruferli en að hún mætti jafnframt ekki skipta sér af því. Hún gat ekki svarað því hvers vegna „kerfið“ kærði Hraunavinina en ekki þá sem helltu niður olíunni. Hún virtist þó gera sér grein fyrir alvarleika þess máls. Hún benti mér á að ég gæti sjálfur kært Þríhnúka ehf./3 H Travel. Þá spurði ég ráðherrann hvað myndi gerast ef maður væri skotinn til bana úti á götu í viðurvist vitna, yfirvöld vissu hver skaut en enginn væri handtekinn og ákærður. Ráðherra vafðist tunga um tönn en sagði svo að þá væri kerfið að bregðast og líklega myndi Alþingi fjalla um málið. En hver er að bregðast í olíumálinu? Hvaða ályktanir má draga af þessu? Almenningur sem þvælist fyrir verktökum og lögreglu er lögsóttur. Skilaboðin eru skýr. Að berjast fyrir óspilltri náttúru óhreinkar sakavottorð manna en forsvarsmenn gróðafyrirtækis sem hellir niður olíu á vatnsverndarsvæði helmings þjóðarinnar þurfa ekki að svara til saka. Brutu þeir reglur við olíuflutningana? Er þetta ekki refsivert? Þeir missa ekki einu sinni starfsleyfi á svæðinu. Hvers vegna?Á skítugum skónum Byggist réttarkerfið á geðþótta einstaklinga sem þar hafa vald? Mega fulltrúar auðvaldsins vaða á skítugum skónum um náttúru landsins án þess að lögregla og ákæruvald geri nokkuð? Hvað stjórnar aðgerðarleysi „kerfisins“ í olíumálinu? Þessu gat ráðherrann ekki svarað. Ráðherrann virtist hafa nokkurn skilning á þeim málstað sem ég hef barist fyrir varðandi náttúruspjöllin við Þríhnúkagíg. Þar eru uppi áform um framkvæmdir sem hefðu í för með sér óafturkræf náttúruspjöll á stórmerkilegu náttúrufyrirbæri og svæðinu umhverfis sem er innan þjóðlendu. OR hefur líka lýst áhyggjum sínum vegna áhættu fyrir neysluvatn höfuðborgarinnar. Og vegarlagning um gönguskíðasvæðið frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg verður ekki réttlætt með tali um aukið umferðaröryggi eins og gert var varðandi Gálgahraun. Nú bíða Þríhnúkar ehf./3H Travel eftir leyfi frá forsætisráðuneytinu til að fá afhenta þessa náttúruperlu til langs tíma til að gera á henni óafturkræf náttúruspjöll. Mun forsætisráðherra sýna þjóðinni og náttúru landsins þá vanvirðingu að veita slíkt leyfi? Er íslensk náttúra bara leikvöllur auðvalds þar sem græðgin er í fyrirrúmi? Eru íslensk stjórnvöld þjónar þessa auðvalds? Hanna Birna bauðst til að útvega mér viðtal við einhvern í kerfinu sem væri fróðari um þessi mál en hún. Mér var sagt að ráðuneytið myndi hafa samband við mig. Nú, rúmum tveim mánuðum síðar, hefur það loforð ekki verið efnt. Ég sendi aðstoðarmanni ráðherra tölvupóst, hún svaraði og sagði að haft yrði samband en það hefur ekki gerst. Í byrjun fundarins spurði ég ráðherra og ritara hans hvort fundurinn væri tekinn upp eða fundargerð rituð en svo var ekki. Ég vona að ég hafi hér að ofan farið rétt með það sem fram kom á fundinum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun