Stjórnvöld, sýnið djörfung! Gunnar Guðbjörnsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Tólf þúsund Íslendingar hafa farið í Hörpu og séð óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson. Móttökurnar minna á gulldaga Íslensku óperunnar og vísa til mikils áhuga Íslendinga á listforminu. Í ljósi vinsælda Ragnheiðar var málþingið um framtíð óperuflutnings á Íslandi á dögunum fyllilega tímabært. ÍÓ hefur verið gagnrýnd fyrir staðnað verkefnaval en það má rekja til flutnings í Hörpu og niðurskurðar sem þykir aðeins leyfa sýningar markaðsvænna verka og hindra tilraunir. Þeim mun ánægjulegra er að Ragnheiður sló í gegn. Í Þýskalandi, þar sem ópera á sér miklu lengri hefð en hér, eru menn óhræddir við nýbreytni. Bayreuth-hátíðin leitaði t.d. samstarfs við umdeilda listamenn eins og Lars von Trier og Jonathan Meese. ÍÓ ætti ekki að einskorða sig við slíkt en heldur ekki óttast listrænar áskoranir á borð við þær sem við sáum í nýjustu uppfærslunni á Englum alheimsins. Oft þarf að fara út fyrir þægindahringinn til að tengjast nýjum áhorfendum. Nýsköpun er grunnstoð allra lista. Treysta má sambandið við vana óperugesti með hefðunum og ögra lítillega í túlkun sígildra verka en laða nýja áhorfendur að með fjölbreytni og nýsköpun. Óperulistformið krefst þess að við sýnum djörfung þótt við virðum um leið fjögur hundruð ára hefð þess. Frjótt íslenskt tónlistarumhverfi gæti stutt við sköpun aðgengilegra óperuverka eins og Ragnheiðar og samtímis greitt götu ögrandi tónlistarleikhúss með tónsköpun í ætt við þá sem þekkist á Myrkum músíkdögum. Slíkt opnar fyrir alþjóðasamstarf og erlenda styrki eins og í kvikmyndaiðnaði. Með góðu skipulagi og samstarfi við ferðaþjónustuna má einnig stækka áhorfendahópinn og fjölga viðburðum sem ferðamenn vilja kynnast. Á málþinginu var nýsköpun talin mikilvæg við framtíðarstefnumótun óperunnar. En það er um tómt mál að tala nema viðhorf stjórnvalda gagnvart listforminu breytist, stuðningur við ÍÓ aukist og verkefnasjóðir styrki sjálfstæðar óperuuppfærslur. Án fullnægjandi opinbers stuðnings verður Ragnheiður ekki sú lyftistöng sem hún ella getur orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Tólf þúsund Íslendingar hafa farið í Hörpu og séð óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson. Móttökurnar minna á gulldaga Íslensku óperunnar og vísa til mikils áhuga Íslendinga á listforminu. Í ljósi vinsælda Ragnheiðar var málþingið um framtíð óperuflutnings á Íslandi á dögunum fyllilega tímabært. ÍÓ hefur verið gagnrýnd fyrir staðnað verkefnaval en það má rekja til flutnings í Hörpu og niðurskurðar sem þykir aðeins leyfa sýningar markaðsvænna verka og hindra tilraunir. Þeim mun ánægjulegra er að Ragnheiður sló í gegn. Í Þýskalandi, þar sem ópera á sér miklu lengri hefð en hér, eru menn óhræddir við nýbreytni. Bayreuth-hátíðin leitaði t.d. samstarfs við umdeilda listamenn eins og Lars von Trier og Jonathan Meese. ÍÓ ætti ekki að einskorða sig við slíkt en heldur ekki óttast listrænar áskoranir á borð við þær sem við sáum í nýjustu uppfærslunni á Englum alheimsins. Oft þarf að fara út fyrir þægindahringinn til að tengjast nýjum áhorfendum. Nýsköpun er grunnstoð allra lista. Treysta má sambandið við vana óperugesti með hefðunum og ögra lítillega í túlkun sígildra verka en laða nýja áhorfendur að með fjölbreytni og nýsköpun. Óperulistformið krefst þess að við sýnum djörfung þótt við virðum um leið fjögur hundruð ára hefð þess. Frjótt íslenskt tónlistarumhverfi gæti stutt við sköpun aðgengilegra óperuverka eins og Ragnheiðar og samtímis greitt götu ögrandi tónlistarleikhúss með tónsköpun í ætt við þá sem þekkist á Myrkum músíkdögum. Slíkt opnar fyrir alþjóðasamstarf og erlenda styrki eins og í kvikmyndaiðnaði. Með góðu skipulagi og samstarfi við ferðaþjónustuna má einnig stækka áhorfendahópinn og fjölga viðburðum sem ferðamenn vilja kynnast. Á málþinginu var nýsköpun talin mikilvæg við framtíðarstefnumótun óperunnar. En það er um tómt mál að tala nema viðhorf stjórnvalda gagnvart listforminu breytist, stuðningur við ÍÓ aukist og verkefnasjóðir styrki sjálfstæðar óperuuppfærslur. Án fullnægjandi opinbers stuðnings verður Ragnheiður ekki sú lyftistöng sem hún ella getur orðið.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar