Stjórnvöld, sýnið djörfung! Gunnar Guðbjörnsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Tólf þúsund Íslendingar hafa farið í Hörpu og séð óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson. Móttökurnar minna á gulldaga Íslensku óperunnar og vísa til mikils áhuga Íslendinga á listforminu. Í ljósi vinsælda Ragnheiðar var málþingið um framtíð óperuflutnings á Íslandi á dögunum fyllilega tímabært. ÍÓ hefur verið gagnrýnd fyrir staðnað verkefnaval en það má rekja til flutnings í Hörpu og niðurskurðar sem þykir aðeins leyfa sýningar markaðsvænna verka og hindra tilraunir. Þeim mun ánægjulegra er að Ragnheiður sló í gegn. Í Þýskalandi, þar sem ópera á sér miklu lengri hefð en hér, eru menn óhræddir við nýbreytni. Bayreuth-hátíðin leitaði t.d. samstarfs við umdeilda listamenn eins og Lars von Trier og Jonathan Meese. ÍÓ ætti ekki að einskorða sig við slíkt en heldur ekki óttast listrænar áskoranir á borð við þær sem við sáum í nýjustu uppfærslunni á Englum alheimsins. Oft þarf að fara út fyrir þægindahringinn til að tengjast nýjum áhorfendum. Nýsköpun er grunnstoð allra lista. Treysta má sambandið við vana óperugesti með hefðunum og ögra lítillega í túlkun sígildra verka en laða nýja áhorfendur að með fjölbreytni og nýsköpun. Óperulistformið krefst þess að við sýnum djörfung þótt við virðum um leið fjögur hundruð ára hefð þess. Frjótt íslenskt tónlistarumhverfi gæti stutt við sköpun aðgengilegra óperuverka eins og Ragnheiðar og samtímis greitt götu ögrandi tónlistarleikhúss með tónsköpun í ætt við þá sem þekkist á Myrkum músíkdögum. Slíkt opnar fyrir alþjóðasamstarf og erlenda styrki eins og í kvikmyndaiðnaði. Með góðu skipulagi og samstarfi við ferðaþjónustuna má einnig stækka áhorfendahópinn og fjölga viðburðum sem ferðamenn vilja kynnast. Á málþinginu var nýsköpun talin mikilvæg við framtíðarstefnumótun óperunnar. En það er um tómt mál að tala nema viðhorf stjórnvalda gagnvart listforminu breytist, stuðningur við ÍÓ aukist og verkefnasjóðir styrki sjálfstæðar óperuuppfærslur. Án fullnægjandi opinbers stuðnings verður Ragnheiður ekki sú lyftistöng sem hún ella getur orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Tólf þúsund Íslendingar hafa farið í Hörpu og séð óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson. Móttökurnar minna á gulldaga Íslensku óperunnar og vísa til mikils áhuga Íslendinga á listforminu. Í ljósi vinsælda Ragnheiðar var málþingið um framtíð óperuflutnings á Íslandi á dögunum fyllilega tímabært. ÍÓ hefur verið gagnrýnd fyrir staðnað verkefnaval en það má rekja til flutnings í Hörpu og niðurskurðar sem þykir aðeins leyfa sýningar markaðsvænna verka og hindra tilraunir. Þeim mun ánægjulegra er að Ragnheiður sló í gegn. Í Þýskalandi, þar sem ópera á sér miklu lengri hefð en hér, eru menn óhræddir við nýbreytni. Bayreuth-hátíðin leitaði t.d. samstarfs við umdeilda listamenn eins og Lars von Trier og Jonathan Meese. ÍÓ ætti ekki að einskorða sig við slíkt en heldur ekki óttast listrænar áskoranir á borð við þær sem við sáum í nýjustu uppfærslunni á Englum alheimsins. Oft þarf að fara út fyrir þægindahringinn til að tengjast nýjum áhorfendum. Nýsköpun er grunnstoð allra lista. Treysta má sambandið við vana óperugesti með hefðunum og ögra lítillega í túlkun sígildra verka en laða nýja áhorfendur að með fjölbreytni og nýsköpun. Óperulistformið krefst þess að við sýnum djörfung þótt við virðum um leið fjögur hundruð ára hefð þess. Frjótt íslenskt tónlistarumhverfi gæti stutt við sköpun aðgengilegra óperuverka eins og Ragnheiðar og samtímis greitt götu ögrandi tónlistarleikhúss með tónsköpun í ætt við þá sem þekkist á Myrkum músíkdögum. Slíkt opnar fyrir alþjóðasamstarf og erlenda styrki eins og í kvikmyndaiðnaði. Með góðu skipulagi og samstarfi við ferðaþjónustuna má einnig stækka áhorfendahópinn og fjölga viðburðum sem ferðamenn vilja kynnast. Á málþinginu var nýsköpun talin mikilvæg við framtíðarstefnumótun óperunnar. En það er um tómt mál að tala nema viðhorf stjórnvalda gagnvart listforminu breytist, stuðningur við ÍÓ aukist og verkefnasjóðir styrki sjálfstæðar óperuuppfærslur. Án fullnægjandi opinbers stuðnings verður Ragnheiður ekki sú lyftistöng sem hún ella getur orðið.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar