Stjórnvöld, sýnið djörfung! Gunnar Guðbjörnsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Tólf þúsund Íslendingar hafa farið í Hörpu og séð óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson. Móttökurnar minna á gulldaga Íslensku óperunnar og vísa til mikils áhuga Íslendinga á listforminu. Í ljósi vinsælda Ragnheiðar var málþingið um framtíð óperuflutnings á Íslandi á dögunum fyllilega tímabært. ÍÓ hefur verið gagnrýnd fyrir staðnað verkefnaval en það má rekja til flutnings í Hörpu og niðurskurðar sem þykir aðeins leyfa sýningar markaðsvænna verka og hindra tilraunir. Þeim mun ánægjulegra er að Ragnheiður sló í gegn. Í Þýskalandi, þar sem ópera á sér miklu lengri hefð en hér, eru menn óhræddir við nýbreytni. Bayreuth-hátíðin leitaði t.d. samstarfs við umdeilda listamenn eins og Lars von Trier og Jonathan Meese. ÍÓ ætti ekki að einskorða sig við slíkt en heldur ekki óttast listrænar áskoranir á borð við þær sem við sáum í nýjustu uppfærslunni á Englum alheimsins. Oft þarf að fara út fyrir þægindahringinn til að tengjast nýjum áhorfendum. Nýsköpun er grunnstoð allra lista. Treysta má sambandið við vana óperugesti með hefðunum og ögra lítillega í túlkun sígildra verka en laða nýja áhorfendur að með fjölbreytni og nýsköpun. Óperulistformið krefst þess að við sýnum djörfung þótt við virðum um leið fjögur hundruð ára hefð þess. Frjótt íslenskt tónlistarumhverfi gæti stutt við sköpun aðgengilegra óperuverka eins og Ragnheiðar og samtímis greitt götu ögrandi tónlistarleikhúss með tónsköpun í ætt við þá sem þekkist á Myrkum músíkdögum. Slíkt opnar fyrir alþjóðasamstarf og erlenda styrki eins og í kvikmyndaiðnaði. Með góðu skipulagi og samstarfi við ferðaþjónustuna má einnig stækka áhorfendahópinn og fjölga viðburðum sem ferðamenn vilja kynnast. Á málþinginu var nýsköpun talin mikilvæg við framtíðarstefnumótun óperunnar. En það er um tómt mál að tala nema viðhorf stjórnvalda gagnvart listforminu breytist, stuðningur við ÍÓ aukist og verkefnasjóðir styrki sjálfstæðar óperuuppfærslur. Án fullnægjandi opinbers stuðnings verður Ragnheiður ekki sú lyftistöng sem hún ella getur orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Tólf þúsund Íslendingar hafa farið í Hörpu og séð óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson. Móttökurnar minna á gulldaga Íslensku óperunnar og vísa til mikils áhuga Íslendinga á listforminu. Í ljósi vinsælda Ragnheiðar var málþingið um framtíð óperuflutnings á Íslandi á dögunum fyllilega tímabært. ÍÓ hefur verið gagnrýnd fyrir staðnað verkefnaval en það má rekja til flutnings í Hörpu og niðurskurðar sem þykir aðeins leyfa sýningar markaðsvænna verka og hindra tilraunir. Þeim mun ánægjulegra er að Ragnheiður sló í gegn. Í Þýskalandi, þar sem ópera á sér miklu lengri hefð en hér, eru menn óhræddir við nýbreytni. Bayreuth-hátíðin leitaði t.d. samstarfs við umdeilda listamenn eins og Lars von Trier og Jonathan Meese. ÍÓ ætti ekki að einskorða sig við slíkt en heldur ekki óttast listrænar áskoranir á borð við þær sem við sáum í nýjustu uppfærslunni á Englum alheimsins. Oft þarf að fara út fyrir þægindahringinn til að tengjast nýjum áhorfendum. Nýsköpun er grunnstoð allra lista. Treysta má sambandið við vana óperugesti með hefðunum og ögra lítillega í túlkun sígildra verka en laða nýja áhorfendur að með fjölbreytni og nýsköpun. Óperulistformið krefst þess að við sýnum djörfung þótt við virðum um leið fjögur hundruð ára hefð þess. Frjótt íslenskt tónlistarumhverfi gæti stutt við sköpun aðgengilegra óperuverka eins og Ragnheiðar og samtímis greitt götu ögrandi tónlistarleikhúss með tónsköpun í ætt við þá sem þekkist á Myrkum músíkdögum. Slíkt opnar fyrir alþjóðasamstarf og erlenda styrki eins og í kvikmyndaiðnaði. Með góðu skipulagi og samstarfi við ferðaþjónustuna má einnig stækka áhorfendahópinn og fjölga viðburðum sem ferðamenn vilja kynnast. Á málþinginu var nýsköpun talin mikilvæg við framtíðarstefnumótun óperunnar. En það er um tómt mál að tala nema viðhorf stjórnvalda gagnvart listforminu breytist, stuðningur við ÍÓ aukist og verkefnasjóðir styrki sjálfstæðar óperuuppfærslur. Án fullnægjandi opinbers stuðnings verður Ragnheiður ekki sú lyftistöng sem hún ella getur orðið.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun