Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði Rannveig Einarsdóttir skrifar 8. apríl 2014 07:00 Við framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélaga er mikilvægt að hvetja einstaklinga til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum og styrkja til sjálfshjálpar. Vinna þarf gegn því að einstaklingar festist í óvirkri fjárhagsaðstoð eins og þróunin hefur orðið víða. Framtíð ungra einstaklinga er í húfi og því brýnt að grípa inn í og bjóða viðeigandi úrræði. Umfang fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar hefur margfaldast frá árinu 2007. Milli áranna 2012 og 2013 hækkaði fjárhagsaðstoð úr 301 m.kr. í 392 m.kr. eða u.þ.b. 30%. Stór hluti þeirra sem fá fjárhagsaðstoð er ungt fólk. Yngsti aldurshópurinn, 18-24 ára, er langfjölmennastur, næstfjölmennasti hópurinn er á aldursbilinu 25-34 ára, en fáir eru eldri en 55 ára. Samanlagt fá tveir yngstu hóparnir um 69% af fjárhagsaðstoðinni. Þessi mikla aukning kemur m.a. til vegna þeirra sem hafa tæmt bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og sækja þá um framfærslustyrk hjá sveitarfélaginu í kjölfarið. Vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt í málaflokknum árið 2014, m.a. má í því samhengi líta til þess að árið 2013 tæmdu 188 einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og árið 2014 stefnir í að það sama geti gilt um allt að 160 einstaklinga. Mikilvægt er að grípa inn í þessa þróun með það í huga að styðja og virkja þennan stóra hóp ungs fólks til sjálfshjálpar. Með það að markmiði hefur verið ákveðið að fara af stað með verkefnið „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“ sem hefst þann 3. apríl nk. Verkefnið felur það í sér að skapa öllum atvinnuleitendum á fjárhagsstyrk tækifæri til endurkomu á vinnumarkað með tilboði um tímabundið hlutastarf samhliða virkum stuðningi. Jafnframt að tryggja óvinnufærum einstaklingum á fjárhagsaðstoð möguleika á starfsendurhæfingu, vímuefnameðferð eða öðrum úrræðum eftir þörfum hvers og eins ásamt tímabundnu hlutastarfi samhliða slíkri meðferð eða að henni lokinni. Síðast en ekki síst á að aðstoða sérstaklega ungt fólk á fjárhagsaðstoð af bótum í nám, vinnu eða til annarra skapandi verkefna.Grundvallarbreyting Í samræmi við inntak laga um félagsþjónustu sveitarfélaga verði sú grundvallarbreyting innleidd í reglur og verkferla fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar að hún verði aðstoð til virkni, vinnu og sjálfsbjargar í stað hlutlauss fjárhagsstyrks. Þannig verði fjárhagsstyrkur án samhliða virkni, endurhæfingu eða meðferðarúrræði ekki meginregla. Fjárhagsstuðningur án tilboðs og kröfu um virkni og/eða vinnu verði undantekning og byggist ávallt á faglegu mati starfsmanna matsteymis Fjölskylduþjónustu á hagsmunum viðkomandi einstaklings. Öllum umsækjendum um framfærslustyrk sem meta sig vinnufæra verði boðið hlutastarf í stað styrks. Inntak þessara tillagna er í anda þeirrar virku velferðarstefnu sem einkennt hefur velferðarstefnu Norðurlanda, sérstaklega á sviði atvinnuleysistrygginga. Öll Norðurlöndin, nema Ísland, hafa sett í sína löggjöf um félagsþjónustu og fjárhagsaðstoð einhvers konar skilyrði um þátttöku í virkniúrræðum. Þrátt fyrir að slík ákvæði sé ekki sérstaklega að finna í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, er þeim út frá inntaki laganna eigi að síður heimilt að ákvarða í hvaða formi fjárhagsaðstoð er veitt. Verkefninu „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“ er þannig fyrst og fremst ætlað að bæta þjónustu við notendur Fjölskylduþjónustu, skapa þeim raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað og stuðla að betri nýtingu á því fjármagni sem bæjarfélagið ver til fjárhagsstuðnings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Tilgangur fjárhagsaðstoðar verður að styðja einstaklinga sem aðstoðar njóta til sjálfsbjargar og sjálfshjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Við framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélaga er mikilvægt að hvetja einstaklinga til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum og styrkja til sjálfshjálpar. Vinna þarf gegn því að einstaklingar festist í óvirkri fjárhagsaðstoð eins og þróunin hefur orðið víða. Framtíð ungra einstaklinga er í húfi og því brýnt að grípa inn í og bjóða viðeigandi úrræði. Umfang fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar hefur margfaldast frá árinu 2007. Milli áranna 2012 og 2013 hækkaði fjárhagsaðstoð úr 301 m.kr. í 392 m.kr. eða u.þ.b. 30%. Stór hluti þeirra sem fá fjárhagsaðstoð er ungt fólk. Yngsti aldurshópurinn, 18-24 ára, er langfjölmennastur, næstfjölmennasti hópurinn er á aldursbilinu 25-34 ára, en fáir eru eldri en 55 ára. Samanlagt fá tveir yngstu hóparnir um 69% af fjárhagsaðstoðinni. Þessi mikla aukning kemur m.a. til vegna þeirra sem hafa tæmt bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og sækja þá um framfærslustyrk hjá sveitarfélaginu í kjölfarið. Vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt í málaflokknum árið 2014, m.a. má í því samhengi líta til þess að árið 2013 tæmdu 188 einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og árið 2014 stefnir í að það sama geti gilt um allt að 160 einstaklinga. Mikilvægt er að grípa inn í þessa þróun með það í huga að styðja og virkja þennan stóra hóp ungs fólks til sjálfshjálpar. Með það að markmiði hefur verið ákveðið að fara af stað með verkefnið „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“ sem hefst þann 3. apríl nk. Verkefnið felur það í sér að skapa öllum atvinnuleitendum á fjárhagsstyrk tækifæri til endurkomu á vinnumarkað með tilboði um tímabundið hlutastarf samhliða virkum stuðningi. Jafnframt að tryggja óvinnufærum einstaklingum á fjárhagsaðstoð möguleika á starfsendurhæfingu, vímuefnameðferð eða öðrum úrræðum eftir þörfum hvers og eins ásamt tímabundnu hlutastarfi samhliða slíkri meðferð eða að henni lokinni. Síðast en ekki síst á að aðstoða sérstaklega ungt fólk á fjárhagsaðstoð af bótum í nám, vinnu eða til annarra skapandi verkefna.Grundvallarbreyting Í samræmi við inntak laga um félagsþjónustu sveitarfélaga verði sú grundvallarbreyting innleidd í reglur og verkferla fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar að hún verði aðstoð til virkni, vinnu og sjálfsbjargar í stað hlutlauss fjárhagsstyrks. Þannig verði fjárhagsstyrkur án samhliða virkni, endurhæfingu eða meðferðarúrræði ekki meginregla. Fjárhagsstuðningur án tilboðs og kröfu um virkni og/eða vinnu verði undantekning og byggist ávallt á faglegu mati starfsmanna matsteymis Fjölskylduþjónustu á hagsmunum viðkomandi einstaklings. Öllum umsækjendum um framfærslustyrk sem meta sig vinnufæra verði boðið hlutastarf í stað styrks. Inntak þessara tillagna er í anda þeirrar virku velferðarstefnu sem einkennt hefur velferðarstefnu Norðurlanda, sérstaklega á sviði atvinnuleysistrygginga. Öll Norðurlöndin, nema Ísland, hafa sett í sína löggjöf um félagsþjónustu og fjárhagsaðstoð einhvers konar skilyrði um þátttöku í virkniúrræðum. Þrátt fyrir að slík ákvæði sé ekki sérstaklega að finna í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, er þeim út frá inntaki laganna eigi að síður heimilt að ákvarða í hvaða formi fjárhagsaðstoð er veitt. Verkefninu „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“ er þannig fyrst og fremst ætlað að bæta þjónustu við notendur Fjölskylduþjónustu, skapa þeim raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað og stuðla að betri nýtingu á því fjármagni sem bæjarfélagið ver til fjárhagsstuðnings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Tilgangur fjárhagsaðstoðar verður að styðja einstaklinga sem aðstoðar njóta til sjálfsbjargar og sjálfshjálpar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar