Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði Rannveig Einarsdóttir skrifar 8. apríl 2014 07:00 Við framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélaga er mikilvægt að hvetja einstaklinga til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum og styrkja til sjálfshjálpar. Vinna þarf gegn því að einstaklingar festist í óvirkri fjárhagsaðstoð eins og þróunin hefur orðið víða. Framtíð ungra einstaklinga er í húfi og því brýnt að grípa inn í og bjóða viðeigandi úrræði. Umfang fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar hefur margfaldast frá árinu 2007. Milli áranna 2012 og 2013 hækkaði fjárhagsaðstoð úr 301 m.kr. í 392 m.kr. eða u.þ.b. 30%. Stór hluti þeirra sem fá fjárhagsaðstoð er ungt fólk. Yngsti aldurshópurinn, 18-24 ára, er langfjölmennastur, næstfjölmennasti hópurinn er á aldursbilinu 25-34 ára, en fáir eru eldri en 55 ára. Samanlagt fá tveir yngstu hóparnir um 69% af fjárhagsaðstoðinni. Þessi mikla aukning kemur m.a. til vegna þeirra sem hafa tæmt bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og sækja þá um framfærslustyrk hjá sveitarfélaginu í kjölfarið. Vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt í málaflokknum árið 2014, m.a. má í því samhengi líta til þess að árið 2013 tæmdu 188 einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og árið 2014 stefnir í að það sama geti gilt um allt að 160 einstaklinga. Mikilvægt er að grípa inn í þessa þróun með það í huga að styðja og virkja þennan stóra hóp ungs fólks til sjálfshjálpar. Með það að markmiði hefur verið ákveðið að fara af stað með verkefnið „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“ sem hefst þann 3. apríl nk. Verkefnið felur það í sér að skapa öllum atvinnuleitendum á fjárhagsstyrk tækifæri til endurkomu á vinnumarkað með tilboði um tímabundið hlutastarf samhliða virkum stuðningi. Jafnframt að tryggja óvinnufærum einstaklingum á fjárhagsaðstoð möguleika á starfsendurhæfingu, vímuefnameðferð eða öðrum úrræðum eftir þörfum hvers og eins ásamt tímabundnu hlutastarfi samhliða slíkri meðferð eða að henni lokinni. Síðast en ekki síst á að aðstoða sérstaklega ungt fólk á fjárhagsaðstoð af bótum í nám, vinnu eða til annarra skapandi verkefna.Grundvallarbreyting Í samræmi við inntak laga um félagsþjónustu sveitarfélaga verði sú grundvallarbreyting innleidd í reglur og verkferla fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar að hún verði aðstoð til virkni, vinnu og sjálfsbjargar í stað hlutlauss fjárhagsstyrks. Þannig verði fjárhagsstyrkur án samhliða virkni, endurhæfingu eða meðferðarúrræði ekki meginregla. Fjárhagsstuðningur án tilboðs og kröfu um virkni og/eða vinnu verði undantekning og byggist ávallt á faglegu mati starfsmanna matsteymis Fjölskylduþjónustu á hagsmunum viðkomandi einstaklings. Öllum umsækjendum um framfærslustyrk sem meta sig vinnufæra verði boðið hlutastarf í stað styrks. Inntak þessara tillagna er í anda þeirrar virku velferðarstefnu sem einkennt hefur velferðarstefnu Norðurlanda, sérstaklega á sviði atvinnuleysistrygginga. Öll Norðurlöndin, nema Ísland, hafa sett í sína löggjöf um félagsþjónustu og fjárhagsaðstoð einhvers konar skilyrði um þátttöku í virkniúrræðum. Þrátt fyrir að slík ákvæði sé ekki sérstaklega að finna í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, er þeim út frá inntaki laganna eigi að síður heimilt að ákvarða í hvaða formi fjárhagsaðstoð er veitt. Verkefninu „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“ er þannig fyrst og fremst ætlað að bæta þjónustu við notendur Fjölskylduþjónustu, skapa þeim raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað og stuðla að betri nýtingu á því fjármagni sem bæjarfélagið ver til fjárhagsstuðnings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Tilgangur fjárhagsaðstoðar verður að styðja einstaklinga sem aðstoðar njóta til sjálfsbjargar og sjálfshjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélaga er mikilvægt að hvetja einstaklinga til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum og styrkja til sjálfshjálpar. Vinna þarf gegn því að einstaklingar festist í óvirkri fjárhagsaðstoð eins og þróunin hefur orðið víða. Framtíð ungra einstaklinga er í húfi og því brýnt að grípa inn í og bjóða viðeigandi úrræði. Umfang fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar hefur margfaldast frá árinu 2007. Milli áranna 2012 og 2013 hækkaði fjárhagsaðstoð úr 301 m.kr. í 392 m.kr. eða u.þ.b. 30%. Stór hluti þeirra sem fá fjárhagsaðstoð er ungt fólk. Yngsti aldurshópurinn, 18-24 ára, er langfjölmennastur, næstfjölmennasti hópurinn er á aldursbilinu 25-34 ára, en fáir eru eldri en 55 ára. Samanlagt fá tveir yngstu hóparnir um 69% af fjárhagsaðstoðinni. Þessi mikla aukning kemur m.a. til vegna þeirra sem hafa tæmt bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og sækja þá um framfærslustyrk hjá sveitarfélaginu í kjölfarið. Vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt í málaflokknum árið 2014, m.a. má í því samhengi líta til þess að árið 2013 tæmdu 188 einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði bótarétt sinn hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og árið 2014 stefnir í að það sama geti gilt um allt að 160 einstaklinga. Mikilvægt er að grípa inn í þessa þróun með það í huga að styðja og virkja þennan stóra hóp ungs fólks til sjálfshjálpar. Með það að markmiði hefur verið ákveðið að fara af stað með verkefnið „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“ sem hefst þann 3. apríl nk. Verkefnið felur það í sér að skapa öllum atvinnuleitendum á fjárhagsstyrk tækifæri til endurkomu á vinnumarkað með tilboði um tímabundið hlutastarf samhliða virkum stuðningi. Jafnframt að tryggja óvinnufærum einstaklingum á fjárhagsaðstoð möguleika á starfsendurhæfingu, vímuefnameðferð eða öðrum úrræðum eftir þörfum hvers og eins ásamt tímabundnu hlutastarfi samhliða slíkri meðferð eða að henni lokinni. Síðast en ekki síst á að aðstoða sérstaklega ungt fólk á fjárhagsaðstoð af bótum í nám, vinnu eða til annarra skapandi verkefna.Grundvallarbreyting Í samræmi við inntak laga um félagsþjónustu sveitarfélaga verði sú grundvallarbreyting innleidd í reglur og verkferla fjárhagsaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar að hún verði aðstoð til virkni, vinnu og sjálfsbjargar í stað hlutlauss fjárhagsstyrks. Þannig verði fjárhagsstyrkur án samhliða virkni, endurhæfingu eða meðferðarúrræði ekki meginregla. Fjárhagsstuðningur án tilboðs og kröfu um virkni og/eða vinnu verði undantekning og byggist ávallt á faglegu mati starfsmanna matsteymis Fjölskylduþjónustu á hagsmunum viðkomandi einstaklings. Öllum umsækjendum um framfærslustyrk sem meta sig vinnufæra verði boðið hlutastarf í stað styrks. Inntak þessara tillagna er í anda þeirrar virku velferðarstefnu sem einkennt hefur velferðarstefnu Norðurlanda, sérstaklega á sviði atvinnuleysistrygginga. Öll Norðurlöndin, nema Ísland, hafa sett í sína löggjöf um félagsþjónustu og fjárhagsaðstoð einhvers konar skilyrði um þátttöku í virkniúrræðum. Þrátt fyrir að slík ákvæði sé ekki sérstaklega að finna í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, er þeim út frá inntaki laganna eigi að síður heimilt að ákvarða í hvaða formi fjárhagsaðstoð er veitt. Verkefninu „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“ er þannig fyrst og fremst ætlað að bæta þjónustu við notendur Fjölskylduþjónustu, skapa þeim raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað og stuðla að betri nýtingu á því fjármagni sem bæjarfélagið ver til fjárhagsstuðnings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Tilgangur fjárhagsaðstoðar verður að styðja einstaklinga sem aðstoðar njóta til sjálfsbjargar og sjálfshjálpar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar