Friður, jöfnuður og auðlindir Helgi Hjörvar og Karin Åström skrifar 7. apríl 2014 00:00 Akureyri verður vettvangur samráðs og pólitískrar umræðu 87 þingmanna þegar Norðurlandaráð kemur þar saman til vorþings á morgun. Á dagskrá þingsins eru bæði átakamál þar sem mismunandi áherslur stjórnmálaflokkanna koma skýrt fram en einnig samstöðumál, þar sem stjórnmálamenn allra flokka vinna saman að mikilvægum hagsmunamálum. Jafnaðarmenn munu taka virkan þátt í þinginu enda er þingflokkur jafnaðarmanna stærstur í Norðurlandaráði með 26 þingmenn frá öllum Norðurlöndunum. Afdráttarlaus afstaða Norðurlandaráðs í deilunni um Krímskagann er gott dæmi um það hvernig Norðurlöndin geta á vettvangi ráðsins tekið sameiginlega afstöðu í alþjóðlegum álitamálum. Á þinginu er áríðandi að Norðurlandaráð árétti skýra afstöðu sína í deilunni og leggi með þeim hætti mikilvægt lóð sitt á vogarskál friðar í Evrópu. Á þinginu munu jafnaðarmenn leggja ríka áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, bæði með tilliti til umgengni okkar við lífríkið en ekki síður samfélagsins sem auðlindirnar fóstrar. Við verðum að tryggja að auðlindirnar nýtist komandi kynslóðum ekki síður en okkur sem nú lifum og við verðum að tryggja að arði af sameiginlegum auðlindum verði réttlátlega skipt og hann nýtist til uppbyggingar og samfélagslegra verkefna. Um þessi grundvallarsjónarmið standa norrænir jafnaðarmenn saman hvort sem rætt er um fisk, námugröft, skógarhögg, orku eða aðrar auðlindir Norðurlandanna. Á Akureyri munu jafnaðarmenn einnig halda áfram sameiginlegri baráttu sinni fyrir uppbyggingu og þróun norræna velferðarkerfisins en í stjórnartíð hægrimanna hefur víða verið að því sótt á undanförnum árum. Ekki síst á þetta við um réttindi og stöðu launþega gagnvart félagslegum undirboðum og langtímaatvinnuleysi ungs fólks. Afleiðingin er aukin lagskipting vinnumarkaðarins og aukinn ójöfnuður. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn snúa við, m.a. með sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, aðgerðum gegn atvinnuleysi ungs fólks og með því að styrkja stöðu stéttarfélaga. Á þingi Norðurlandaráðs leggja jafnaðarmenn því áherslu á frið, jöfnuð, réttlæti og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda – hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Akureyri verður vettvangur samráðs og pólitískrar umræðu 87 þingmanna þegar Norðurlandaráð kemur þar saman til vorþings á morgun. Á dagskrá þingsins eru bæði átakamál þar sem mismunandi áherslur stjórnmálaflokkanna koma skýrt fram en einnig samstöðumál, þar sem stjórnmálamenn allra flokka vinna saman að mikilvægum hagsmunamálum. Jafnaðarmenn munu taka virkan þátt í þinginu enda er þingflokkur jafnaðarmanna stærstur í Norðurlandaráði með 26 þingmenn frá öllum Norðurlöndunum. Afdráttarlaus afstaða Norðurlandaráðs í deilunni um Krímskagann er gott dæmi um það hvernig Norðurlöndin geta á vettvangi ráðsins tekið sameiginlega afstöðu í alþjóðlegum álitamálum. Á þinginu er áríðandi að Norðurlandaráð árétti skýra afstöðu sína í deilunni og leggi með þeim hætti mikilvægt lóð sitt á vogarskál friðar í Evrópu. Á þinginu munu jafnaðarmenn leggja ríka áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, bæði með tilliti til umgengni okkar við lífríkið en ekki síður samfélagsins sem auðlindirnar fóstrar. Við verðum að tryggja að auðlindirnar nýtist komandi kynslóðum ekki síður en okkur sem nú lifum og við verðum að tryggja að arði af sameiginlegum auðlindum verði réttlátlega skipt og hann nýtist til uppbyggingar og samfélagslegra verkefna. Um þessi grundvallarsjónarmið standa norrænir jafnaðarmenn saman hvort sem rætt er um fisk, námugröft, skógarhögg, orku eða aðrar auðlindir Norðurlandanna. Á Akureyri munu jafnaðarmenn einnig halda áfram sameiginlegri baráttu sinni fyrir uppbyggingu og þróun norræna velferðarkerfisins en í stjórnartíð hægrimanna hefur víða verið að því sótt á undanförnum árum. Ekki síst á þetta við um réttindi og stöðu launþega gagnvart félagslegum undirboðum og langtímaatvinnuleysi ungs fólks. Afleiðingin er aukin lagskipting vinnumarkaðarins og aukinn ójöfnuður. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn snúa við, m.a. með sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, aðgerðum gegn atvinnuleysi ungs fólks og með því að styrkja stöðu stéttarfélaga. Á þingi Norðurlandaráðs leggja jafnaðarmenn því áherslu á frið, jöfnuð, réttlæti og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda – hér eftir sem hingað til.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar