VG segir NEI við heimilisofbeldi Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 4. apríl 2014 07:00 Heimilisofbeldi er ekki aðeins vandamál þeirra sem búa við ofbeldið, heldur er það samfélagslegt vandamál. Það er kúgunarferli sem brýtur niður þá sem fyrir því verða og skapar vítahring sem erfitt er að rjúfa. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði viljum að borgin leggi sitt af mörkum til að rjúfa þennan vítahring og það er því mikið fagnaðarefni að tillaga okkar um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi í Reykjavík, sem Sóley Tómasdóttir bar upp í borgarstjórn, hafi verið samþykkt samhljóma. Vandamálið er því miður allt of stórt. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt um hátt í 1.000 heimilisofbeldismál árlega og um 200 konur og börn dvelja í Kvennaathvarfinu ár hvert en stór hluti þeirra fer til baka í ofbeldisaðstæðurnar. UNICEF áætlar að alls búi 2.000 til 4.000 börn á Íslandi við heimilisofbeldi. Áætlað er að aðeins 9-16% brotaþola kæri heimilisofbeldi til lögreglu. Við í VG viljum að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við stofnanir og grasrótarsamtök sem koma að málaflokknum og að samvinna þeirra verði efld. Tryggja þarf samræmt verklag, að tekið sé á vandamálum um leið og þau koma fram og þau sett í farveg með lausnarmiðuðum hætti. Þá er brýnt að miðla þekkingu á milli þeirra stofnana og grasrótarsamtaka sem koma að heimilisofbeldismálum með einum eða öðrum hætti. Í þessu eigum við að horfa til þess mikla árangurs sem hefur náðst á Suðurnesjum en þar var ákveðið fyrir nokkrum misserum að taka heimilisofbeldismál föstum tökum með samstilltu átaki lögreglu og félagsmálayfirvalda. Þeirri nálgun svipar til verklags sem lögreglan í Noregi hefur viðhaft, en á uppruna sinn að rekja til Kanada, þar sem mat á hverju máli fyrir sig skilar sér í persónulegri nálgun og sérsniðinni úrlausn fyrir hvert heimilisofbeldismál. Reynslan sýnir að slíkt verklag skilar verulegum árangri. Með slíku samstarfi má segja að brotaþolar fái stuðning og gerendur fái að axla ábyrgð. Heimilisofbeldi er alvarlegt þjóðfélagsmein sem skerðir lífsgæði þeirra sem verða fyrir því og það er samfélagslega kostnaðarsamt. VG segir því NEI við heimilisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er ekki aðeins vandamál þeirra sem búa við ofbeldið, heldur er það samfélagslegt vandamál. Það er kúgunarferli sem brýtur niður þá sem fyrir því verða og skapar vítahring sem erfitt er að rjúfa. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði viljum að borgin leggi sitt af mörkum til að rjúfa þennan vítahring og það er því mikið fagnaðarefni að tillaga okkar um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi í Reykjavík, sem Sóley Tómasdóttir bar upp í borgarstjórn, hafi verið samþykkt samhljóma. Vandamálið er því miður allt of stórt. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt um hátt í 1.000 heimilisofbeldismál árlega og um 200 konur og börn dvelja í Kvennaathvarfinu ár hvert en stór hluti þeirra fer til baka í ofbeldisaðstæðurnar. UNICEF áætlar að alls búi 2.000 til 4.000 börn á Íslandi við heimilisofbeldi. Áætlað er að aðeins 9-16% brotaþola kæri heimilisofbeldi til lögreglu. Við í VG viljum að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við stofnanir og grasrótarsamtök sem koma að málaflokknum og að samvinna þeirra verði efld. Tryggja þarf samræmt verklag, að tekið sé á vandamálum um leið og þau koma fram og þau sett í farveg með lausnarmiðuðum hætti. Þá er brýnt að miðla þekkingu á milli þeirra stofnana og grasrótarsamtaka sem koma að heimilisofbeldismálum með einum eða öðrum hætti. Í þessu eigum við að horfa til þess mikla árangurs sem hefur náðst á Suðurnesjum en þar var ákveðið fyrir nokkrum misserum að taka heimilisofbeldismál föstum tökum með samstilltu átaki lögreglu og félagsmálayfirvalda. Þeirri nálgun svipar til verklags sem lögreglan í Noregi hefur viðhaft, en á uppruna sinn að rekja til Kanada, þar sem mat á hverju máli fyrir sig skilar sér í persónulegri nálgun og sérsniðinni úrlausn fyrir hvert heimilisofbeldismál. Reynslan sýnir að slíkt verklag skilar verulegum árangri. Með slíku samstarfi má segja að brotaþolar fái stuðning og gerendur fái að axla ábyrgð. Heimilisofbeldi er alvarlegt þjóðfélagsmein sem skerðir lífsgæði þeirra sem verða fyrir því og það er samfélagslega kostnaðarsamt. VG segir því NEI við heimilisofbeldi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar