Skoðun

Af slökum lagaskilningi orkumálastjóra

Sif Konráðsdóttir skrifar
Fyrir skemmstu lagði Orkustofnun fram umdeildan lista með 91 virkjanahugmynd og bað verkefnisstjórn um vernd og nýtingu náttúrusvæða um að meta þær. Forstöðumaður Orkustofnunar kallast orkumálastjóri. Sá sem gegnir þeirri stöðu núna er ekki vel læs á lög, ef marka má yfirlýsingar hans um að stofnun hans hafi verið skylt að gera þetta.

Í ljós kemur nefnilega að meirihluti hugmyndanna, eða alls 50 hugmyndir, er settur fram að frumkvæði stofnunarinnar sjálfrar. Ekkert orkufyrirtæki bað um mat á þeim. Staðreyndin er sú, þvert á það sem sitjandi orkumálastjóri hefur látið hafa eftir sér, að lög mæla alls ekki fyrir um þetta. Lögin skylda Orkustofnun einungis til að setja fram skilgreindar hugmyndir orkufyrirtækja. Þær eru miklu færri.

Engin lög mæla sumsé fyrir um skyldu Orkustofnunar til að senda verkefnisstjórn sínar eigin virkjanahugmyndir. Vissulega er sleginn sá varnagli í lögum að stofnuninni sé heimilt að setja fram sínar virkjanahugmyndir. En það er bara heimild. Orkumálastjóri þyrfti því að setja fram rökstuðning fyrir því að stofnun hans ætti að beita þessari lagaheimild um hverja einstaka hugmynd. Það blasir síður en svo við af hverju stofnunin mætti beita henni.




Skoðun

Sjá meira


×