Psssst – ólöglegt samráð? Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar 2. apríl 2014 06:00 Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar á fjármálamarkaði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyrirtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir bankahrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróðiÁ borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að einstaklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, heldur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjármálageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppnislög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlitið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppniseftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þannig myndi fyrirtæki mitt væntanlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einungis EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu samráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki?En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónulega komast upp með að láta fyrirtækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyrirtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svolítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar á fjármálamarkaði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyrirtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir bankahrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróðiÁ borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að einstaklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, heldur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjármálageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppnislög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlitið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppniseftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þannig myndi fyrirtæki mitt væntanlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einungis EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu samráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki?En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónulega komast upp með að láta fyrirtækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyrirtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svolítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.)
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar