Psssst – ólöglegt samráð? Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar 2. apríl 2014 06:00 Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar á fjármálamarkaði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyrirtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir bankahrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróðiÁ borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að einstaklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, heldur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjármálageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppnislög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlitið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppniseftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þannig myndi fyrirtæki mitt væntanlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einungis EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu samráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki?En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónulega komast upp með að láta fyrirtækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyrirtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svolítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem starfar á fjármálamarkaði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyrirtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir bankahrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróðiÁ borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að einstaklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, heldur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjármálageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppnislög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlitið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppniseftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þannig myndi fyrirtæki mitt væntanlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einungis EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu samráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki?En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónulega komast upp með að láta fyrirtækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyrirtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svolítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.)
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar