Körfubolti

Sverrir þjálfar bæði karla- og kvennalið Grindavíkur næsta vetur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sverrir Þór Sverrisson þjálfar tvö lið á næsta tímabili.
Sverrir Þór Sverrisson þjálfar tvö lið á næsta tímabili. Vísir/Valli
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, verður áfram við störf hjá félaginu næsta vetur en hann bætir við sig og verður einnig þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.

„Samningurinn við Sverri átti að renna út í sumar en hann er búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. Það er frágengið að hann þjálfar bæði karla- og kvennaliðið næstu tvö árin,“ segir Lórenz Óli Ólason, stjórnarmaður í kkd. Grindavíkur, við Fréttablaðið.

Sverrir gerði karlaliðið að Íslandsmeisturum á síðasta tímabili og bikarmeisturum í febrúar á þessu ári. Liðið er nú komið í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem það mætir Njarðvík.

Kvennaliðið olli miklum vonbrigðum á tímabilinu en það endaði í 7. sæti. Jón Halldór Eðvaldsson lét af störfum sem þjálfari í byrjun febrúar og LewisClinch, bandarískur leikmaður karlaliðsins, stýrði því út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×