Vandi menntakerfisins Jórunn Tómasdóttir skrifar 28. mars 2014 07:00 Framhaldsskólakennarar eru í verkfalli. Krafa þeirra um launaleiðréttingu til jafns við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir er sanngjörn. En launamál kennara eru bara einn angi af langvarandi og víðtækum vanda menntakerfisins í heild. Þann heildstæða vanda þyrfti að greina og finna ásættanlega lausn á. Kennarar hafa í áranna rás verið ötulir við að benda á vandann og stinga upp á kerfisbreytingum en um það virðist ríkja mikil tregða. Íslenska menntakerfið er í kreppu. Samkvæmt lögum erum við með grunnskóla án aðgreiningar og framhaldsskóla fyrir alla. Þetta er falleg hugmyndafræði og hæpið að vera henni mótfallinn. Hins vegar verður að velta því fyrir sér hvort þessi hugmyndafræði virki sem skyldi í framkvæmd. Hefur okkur farnast vel? Ekki miðað við PISA-kannanir og ekki miðað við brottfall í framhaldsskólum. Kennarar kvarta því þeir virðast ekki í stakk búnir til að takast á við alla nemendaflóruna. Uppskrift að fyrirmyndarskóla verður seint til. Skólastarf er þess eðlis að það á að vera í stöðugri þróun. Vandi menntakerfisins felst að miklu leyti í því að okkur hefur mistekist að raungera hugmyndafræðina. Það þarf að skilgreina betur hlutverk og markmið skólastarfsins og hlutverk kennarans. Á skólinn að vera fræðslustofnun, uppeldisstofnun, félagslegt úrræði eða kannski allt þetta í senn? Hvert er þá hlutverk kennarans? Á hann að vera uppfræðari, uppalandi, sérfræðingur í alls konar röskunum, námslegum jafnt sem persónulegum eða allt þetta í senn? Hvernig skóla viljum við hafa og hvernig ætlum við að ná því markmiði? Þetta eru lykilspurningar sem verður að svara áður en lengra er haldið.Samfella í náminu Brottfall í framhaldsskólum er stór og dýr meinsemd. Ástæður þess eru margvíslegar. Ein er sú að nemendur flæða viðstöðulítið gegnum grunnskólann og inn í framhaldsskólann án þess að þurfa að ná fyrirframsettum, ákveðnum námsmarkmiðum. Margir nemendur koma því illa undirbúnir í framhaldsskólann eftir tíu ára setu í grunnskóla og ráða hvorki við námsefnið né námskröfurnar. Þeir flosna upp frá námi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að koma ætti á áfangakerfi í tveim síðustu bekkjum grunnskólans með sömu námskröfum og gilda í framhaldsskólanum og tengja þannig saman skólastigin tvö, gera skilin milli þeirra fljótandi og skapa samfellu í náminu. Þá þyrfti ekki að skerða nám í framhaldsskólanum um eitt ár. Það þarf að auka veg starfsmenntunar, verknáms og listnáms jafnhliða bóknáminu sem er alltof fyrirferðarmikið í framhaldsskólanum og hentar alls ekki öllum. Styttri námsbrautir eiga líka fullan rétt á sér. Oft er talað um að verknámið sé svo dýrt. En hefur verið reiknað út hve dýrt það er að halda nemendum inni á bóknámsbraut með fall í áföngum önn eftir önn eða hefur verið reiknað út hve dýrt máttlítið stúdentspróf er sem aðgöngumiði að háskólanámi? Að mínu mati liggur stór vandi menntakerfisins m.a. í því að skólanum hefur verið ætlað of margþætt hlutverk. Það þyrfti að skilgreina hlutverk hans og kennarans betur. Skólinn þyrfti að vera óragari við meiri niðurhólfun þannig að allir fengju nám við hæfi og getu samkvæmt gildandi hugmyndafræði. Það þyrfti að láta af pólitískri rétthugsun og misskildu jafnréttissjónarmiði sem hefur verið mikill dragbítur á allt skólastarf alltof lengi. Menntakerfið kostar skattborgara drjúgan skilding og varla er hægt að kenna launum kennara um þann óhóflega kostnað. Mér hefur lengi fundist að nauðsynlegt væri að umbylta öllu kerfinu innan frá, stokka upp, endurskoða markmiðin, hlutverkið, inntakið og leiðirnar. Það er auðvitað gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum en verra að skólinn hafi ekki gert þá læsa þeim til gagns. Það er engin lausn fólgin í því að staga í götin hvað þá skera heilt kennsluár ofan af framhaldsskólanum án þess að taka allt menntakerfið til rækilegrar endurskoðunar. Það gerist ekki í einu vetfangi. Ríkið ætti að sjá sóma sinn í að semja við kennara, koma skólastarfinu aftur í gang og taka síðan til við endurskoðun og endurnýjun menntakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakennarar eru í verkfalli. Krafa þeirra um launaleiðréttingu til jafns við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir er sanngjörn. En launamál kennara eru bara einn angi af langvarandi og víðtækum vanda menntakerfisins í heild. Þann heildstæða vanda þyrfti að greina og finna ásættanlega lausn á. Kennarar hafa í áranna rás verið ötulir við að benda á vandann og stinga upp á kerfisbreytingum en um það virðist ríkja mikil tregða. Íslenska menntakerfið er í kreppu. Samkvæmt lögum erum við með grunnskóla án aðgreiningar og framhaldsskóla fyrir alla. Þetta er falleg hugmyndafræði og hæpið að vera henni mótfallinn. Hins vegar verður að velta því fyrir sér hvort þessi hugmyndafræði virki sem skyldi í framkvæmd. Hefur okkur farnast vel? Ekki miðað við PISA-kannanir og ekki miðað við brottfall í framhaldsskólum. Kennarar kvarta því þeir virðast ekki í stakk búnir til að takast á við alla nemendaflóruna. Uppskrift að fyrirmyndarskóla verður seint til. Skólastarf er þess eðlis að það á að vera í stöðugri þróun. Vandi menntakerfisins felst að miklu leyti í því að okkur hefur mistekist að raungera hugmyndafræðina. Það þarf að skilgreina betur hlutverk og markmið skólastarfsins og hlutverk kennarans. Á skólinn að vera fræðslustofnun, uppeldisstofnun, félagslegt úrræði eða kannski allt þetta í senn? Hvert er þá hlutverk kennarans? Á hann að vera uppfræðari, uppalandi, sérfræðingur í alls konar röskunum, námslegum jafnt sem persónulegum eða allt þetta í senn? Hvernig skóla viljum við hafa og hvernig ætlum við að ná því markmiði? Þetta eru lykilspurningar sem verður að svara áður en lengra er haldið.Samfella í náminu Brottfall í framhaldsskólum er stór og dýr meinsemd. Ástæður þess eru margvíslegar. Ein er sú að nemendur flæða viðstöðulítið gegnum grunnskólann og inn í framhaldsskólann án þess að þurfa að ná fyrirframsettum, ákveðnum námsmarkmiðum. Margir nemendur koma því illa undirbúnir í framhaldsskólann eftir tíu ára setu í grunnskóla og ráða hvorki við námsefnið né námskröfurnar. Þeir flosna upp frá námi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að koma ætti á áfangakerfi í tveim síðustu bekkjum grunnskólans með sömu námskröfum og gilda í framhaldsskólanum og tengja þannig saman skólastigin tvö, gera skilin milli þeirra fljótandi og skapa samfellu í náminu. Þá þyrfti ekki að skerða nám í framhaldsskólanum um eitt ár. Það þarf að auka veg starfsmenntunar, verknáms og listnáms jafnhliða bóknáminu sem er alltof fyrirferðarmikið í framhaldsskólanum og hentar alls ekki öllum. Styttri námsbrautir eiga líka fullan rétt á sér. Oft er talað um að verknámið sé svo dýrt. En hefur verið reiknað út hve dýrt það er að halda nemendum inni á bóknámsbraut með fall í áföngum önn eftir önn eða hefur verið reiknað út hve dýrt máttlítið stúdentspróf er sem aðgöngumiði að háskólanámi? Að mínu mati liggur stór vandi menntakerfisins m.a. í því að skólanum hefur verið ætlað of margþætt hlutverk. Það þyrfti að skilgreina hlutverk hans og kennarans betur. Skólinn þyrfti að vera óragari við meiri niðurhólfun þannig að allir fengju nám við hæfi og getu samkvæmt gildandi hugmyndafræði. Það þyrfti að láta af pólitískri rétthugsun og misskildu jafnréttissjónarmiði sem hefur verið mikill dragbítur á allt skólastarf alltof lengi. Menntakerfið kostar skattborgara drjúgan skilding og varla er hægt að kenna launum kennara um þann óhóflega kostnað. Mér hefur lengi fundist að nauðsynlegt væri að umbylta öllu kerfinu innan frá, stokka upp, endurskoða markmiðin, hlutverkið, inntakið og leiðirnar. Það er auðvitað gott til þess að vita að nemendum líður vel í skólanum en verra að skólinn hafi ekki gert þá læsa þeim til gagns. Það er engin lausn fólgin í því að staga í götin hvað þá skera heilt kennsluár ofan af framhaldsskólanum án þess að taka allt menntakerfið til rækilegrar endurskoðunar. Það gerist ekki í einu vetfangi. Ríkið ætti að sjá sóma sinn í að semja við kennara, koma skólastarfinu aftur í gang og taka síðan til við endurskoðun og endurnýjun menntakerfisins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar